Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 3
í hári sínu. Eftir að hafa svo borð- að um kvöldið og fengið hjá mér hálfflösku af steinolíu á lítið hitun- artæki, sem heyrði tii viðlegubúnaði hans, hvarf hann út í vornóttina. Einhver sá tjald hans 1 Eyrarsökk um seinni part næstu nætur — svo var hann horfinn. Dálítið hugsaði ég næstu daga um þennan mann og undarlega slungnai öragaflækjur þessa umbrotatíma. Annars var ekki tími til mikilla heilabrota. Um tveim'mánuðum síðar kom tii mín manntetur, danskt að mestu. en éitthvað íslenzkt í aðra ætt. Ilann hafði smáglingur að selja. Spurði hann mig meðal almæltra tíðinda um Þjóðverjann. Ég sagði honum hið ljósasta, sem ég vissi um hann, enda hafði ég þar engu að leyna Svo fór hann norður í land með glingui sitt, en kom við hjá mér i bakaleið, þó að skreppa hans væri þá tóm að mestu. í millibili var ég búinn að frétta svo mikið af ferðum hans og háttsemi, að mér blandaðist ekki hug ur um, að hann mundi gerður út af Bretum til þess að snuðra eftir Þjóðverjanum, sem þeim mun hafa hugsazt, að ég leyndí. Aldrei hafði ég trúað því í raun óg veru, að Sandý, eins og Þjóð- verjinn vildi láta mig kalla sig þann dagshluta, sem við ræddumst við, ætlaði að fylgja út i æsar þeirri áætlun, sem hann lagði svo skorin- ort fyrir mig, enda hefði það varla getað talizt hyggilegt gagnvart bráð- ókunnungum manni, eins og á stóð, að segja svo hug sinn allan, en vera þó á flótta. Þess vegna varð ég meira en lítið undrandi, þegar hann, ég man ekki, hve löngu síðar — var handtekinn á fjöllum uppi á Vestfjörðum. Sam- kvæmt blaðafregnum frá þeim tíma virtist hann hafa fylgt alveg áætl- uninni, sem hann lagði fyrir mig. Þessi handtaka hans dró þann dilk á eftir sér, að nokkrir íslendingar voru teknir fastir og fluttir til Bret- lands. En þá sögu kunna aðrir betur en ég. Aldrei veit ég síðan, hvort Sandý er lífs eða liðinn. En ekki verður þvi neitað með sanngirni, að mikið lagði hann á sig fyrir trú sína — og ,,foringjann.“ Því má bæta hér við, að Gunnar M. Magnúss segir í bók sinni, Virkið í norðri, að maður þessi hafi verið staddur í Borgarnesi, er Bretar gengu á land, þótt hann segði mér annað. Get ég ekki staðhæft, hvort sanna-a er. r I M I N N - SUNMUI) AGSBLAÐ 387

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.