Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 9
KLEARÉTI DÍPLA-MALÁMOU: SVÖLUHREIÐRIÐ Dagarnir voru allir viðlíka erfiðir: Sífelldar áhyggjur, önn og þras. Venóúla týndi einhvern veginn sjálfri sér í ys dagsins — einhverju leyndardómsfullu, sem var innst inni í henni. Hún leitaði þess árangurs- laust allan daginn, og það var ekki fyrr en hún var lögzt fyrir í skoti sínu og myrkar hendur næturinnar höfðu hundið henni krans, að hún fann sjálfa sig aftur. Þá urðu hugs- anir hennar léttar eins og skýjaslæða, og hjartað brann af ástarþrá: „Jánn- os, Jánnos . . .“ Þegar dagur rann, komu áhyggj- urnar á ný. Hún vissi, á hverju hún átti von: Foreldrar hennar og systk- ini með spurningar sínar og áminn- ingar: Hvað dreymdi hana í nótt? Ætlaði hún loks að láta skynsemina ráða? Það var lítið vit í því að bind- ast þessum strákarmingja, blásnauð- um — hinn var aftur á mc álitleg- ur eiginmaður. Og hann beið svars. Stúlkan var orðin þreytt á þessu þjarki — endalausu þrefi við vanda menn sína Og hún egndi þá einung- is á móti sér með röksemdafærslu sinni. Þess vegna beit hún á vörina og leit undan, jafnskjótt og byrjað var að þvarga við hana. En með sjálfri sér endurtók hún sífellt sömu orðin: „Ég giftist Jánnosi. Honum skal ég giftast." „Það er eir.s og hún sé að vitkast,“ sögðu ættingjarnir sigri hrósandi, þegar hún hætti að deila við þá. „Það verður sjálfsagt hinn. Hún ætti líka ekki annað eftir en hafna hon- um.“ Hús föður hennar var við skóginn, spottakorn utan við bæinn. Vénóúlu var auðvelt að hitta Jánnos sinn. Á morgnar.a sögðu þau hvort öðru frá andstreymi sínu, á daginn stalst hún iðulega til þess að faðma hann að ser, og á kvöldin beið hann henn- ar handan við kaktusgerðið, sem að- greindi lendur foreldranna: „Vénó úla, elskan mín — þú ert að gera mig brjálaðan . . , .“ Þau gátu aldrei fengið sig fullsödd á kossum, og þeg- ar stúlkan sneri heim, fól hún höku sína í gulri skýlunni, sem hún batt um höfuð sér að hætti grískra sveitakvenna. Hún varð að dylja, hve varir hennar voru rauðar eftir kossana. Þrá þeirra var eins og ólga í víni. Geislar morgunsólarinnar signdu þau í faðmlögum, hádegissólin baðaði hamingjustundir þeirra ljósi sínu, og með hálflukt augu hvíslaði nóttin til þeirra: „Komdu . . .“ En hvernig gátu þau látið gefa sig saman? Og eignazt þak yfir höfuðið? Spariskildingar Jánnosar nægðu ekki einu sinni fyrir leigu á einu her- bergi. — Eitt lítið herbergi, sem þo„ réðu sjálf — hvers þörfnuðust þau annars? Brúðarskart og brúðkaupsklæði voru látin þeim í té, sem ekki höfðu ástina að heim- anmundi. En þau þráðu það eitt að eignast ofurlítið hreiður, þar sem þau gátu boðið öfundaraugum ann arra byrginn. Jánnos sat um vinnu, hvar sem hana var að fá. í trjágörðum og við byggingar, hjá grænmetissölunum Allt valt á því, að pyngjan hans þyngdist. En kvöldin gaf hann Venó úlu. Þau höfðu komið sér saman um að gefa sig ekki hvort að öðru, þó að þau sæjust af tilviljun í kirkju eða á förnum vegi. Þetta gerðu. þau til þess að fá að vera í friði. Og þau gættu leyndarmáls sins svo vel, að engan af ættingjum Vénóúlu grun aði neitt, þó að hún kæmi ekki heim eitt kvöldið eins og hún var vön. Þau höfðu þennan sama dag látið gefa sig saman í kapellunni uppi á hæðinni. Jafnskjótt og presturinn oy vígsluvottarnir höfðu kvatt, flýttu þau sér niður að litla kofanum í brekkunni. þar sem Jánnosi hafði tekizt að fá handa þeim húsaskjól. Haustið var komið með svalandi vinda. Það þaut í skóginum, og gegn- um grænt limið, sem bylgjaðist mjúk- lega í vindhviðunum, grillti í litla húsið eins og hvítan löðurkúf. Hálf- blundandi haustblómin fundu þau stíga á brum sín, er þau gengu hröð- um skrefuni niður að kofanum, og nokkrum dögum seinna opnuðust döggvuð blómaugu þeirra: Þau sáu þau opna útidyrnar og koma í faðm- lögum út á þrepið. Þar kvaddi Jánn- os konuna sína með kossi, tók öxi sína og skundaði til vinnu sinnar. Foreldrar Vénóúlu vildu ekki heyra á hana minnzt, þaðan af síður sjá hana, og þar eð hún hafði gifzt gegn vilja þeirra, þurfti ekki heldur að reiða af höndum neinn heiman- mund. En Jánnos hinn hugumprúði; þessi ungi og fríði og fagureygði piltur, lét engan bilbug á sér finna: „Látum þau fara sínar götur. Þig má einu gilda, hvað þau segja. Þú hefur mig.“ Jánnos var ekki orðmargur. Hann var þeim mun athafnasamari. Hann hafði þegar náð því marki, sem hann setti sér: Stúlkan var konan hans. Og nú hafði hann nýtt á prjónunum. Hann varð að eignast húsaskjól, þó að himinn og jörð forgengju. Og húsið ætlaði hann að byggja uppi á hæðinni á grýttum smábletti sem hann hafði erft eftir föður sinn. Venóúlu dreymdi stundum, að hún fyndi pyngju, fulla af peningum, á götu sinni. Hún leit allt í kringum sig, áður en hún stakk henni á sig. Og í vöku gerði hún sér í hugar- lund, að föðurbróðir hennar í Ame- ríku sendi henni peninga — morð fjár. „Til Vénóúlu," stóð þar skrif- að, „svo að hún geti eignazt hús.“ Með þetta í huga tóku þau að draga að sér allt það, sem þau héldu, að gæti orðið þeim að gagni. Þau voru eins og tvær svölur, sem ætla að gera sér hreiður. Þau rifu upp grjót, og sitthvað, sem afgangs var hjá öðrum, reyndi Jánnos að kom- ast yfir með því að vinna fyrir þá og hreppa það í kaup. Vorið var á leið til Grikkands, og hann hafði verið allar tómstund- ir sínar á skikanum sínum. Hann ruddi blettinn og jafnaði og merkti staðinn, þar sem húsið átti að vera. Vénóúla amstraði við hlið hans. Hún streittist og stritaði eins og hún ætl- | aði að ljúka öllu verkinu í skyndi. ( Pilturinn leit áhyggjufullur til henn- ar og reyndi að draga úr vinnuákefð hennar: „Þrælaðu nú ekki svona . . Fyrir nokkrum dögum hafði sem sé ný gleði fyllt hjarta þeirra: Barn- ið. Þeim átti að fæðast barn, og þau urðu að eiga hús handa því, þegar það fæddist — næsta vetur. 4 •<»-—►<> — ii mm »-—.»«■»»«■»•»«■»•» ■■ n ■■ i mm •<> — i mm n — r— Klearéti Díla-Malámoú er kona um sextugt, ættuS frá Préveza í Norður-Grikklandi. Hún hlaut verðlaun Aþenu- akademíunnar árið 1930, fyrst kvenna, sem skrifa á nýgrísku. Margar lióðabækur og smásagnasöfn hafa komið út eftir hana, og er þessi saga sögð dágott sýnishorn af sagnagerð hennar, efnisvali og efnismeðferð. riMlNN - SUNMJDAGSBLAÐ 393

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.