Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Page 20
lokazt síðari hluta vetrar og haf- ísinn legið við land langt fram á sumar. „Vorsiglingin,“ sem áður var á treyst, gat þó orðið held- ur síðkvæm og sultur gengið um byggðir. í þorra byrjun umræddan vet- ur fréttu Aðaldælir, að „vetrar- skipið" væri komið til Hósavíkur. Gengu þá boð milli manna, og varð að ráði, að nokkrir nágrann- ar sammæltust vissan dag, því að öruggara þótti, að nokkrir menn fylgdust að í vetrarferðum. Lagt var snemma af stað hinn ákveðna dag, og urðu tíu menn saman með ellefu hesta og sleða. Laxá var þá þjóðbraut Aðal- dæla í . vetrarferðum, þegar hún var ísi lögð, enda eina færa leið- in, þar sem hraunið lá víða að ánni, vegalaust og ófært öllum farartækjum. Áin var að vísu duttlungafull og viðsjál nokkuð, en þó hin þýðingarmesta sam göngubót. Þenna umrædda dag var veður stillt og bjart að morgni með all- miklu frosti, en þyngdi í lofti og fór að hriða, er leið á dag og varð brátt versta veður. Þar sem færi var gott, hjarn- snjór og ísar, varð samkomulag um að halda ferðinni áfram. þó að veður versnaði. Segir ekki af ferð leiðangurs- manna fyrr en þeir koma á Mýr- arvatn. Svo nefnist Laxá niður undan Laxamýri, þar sem hún breiðir úr sér og rennur í mörg- um álum milli hólma og eyja. Austasti állinn nefnist Landkvísl, og er þar oft ótraustur ís, því að í hana rennur Mýrarkvísl, sem kemur úr Reykjahverfi, en þar eru vatnsmiklir hverir, eins og kunnugt er. sem afrennsli hafa í Kvíslina Ferðamönnum brá heldur en ekki í brún, er þeir komu að Landkvíslinni. Hún hafði þá ný- lega rutt sig, en var nú uppbólg- in af þykku krapi, sem átti að heita, að héldi gangandi manni, en ófært hestum. Þeir þóttust vita, að Mýrarkvíslin mundi vera auð, leystu hesta frá sleðum og skiptu liði. Sumir tróðu krapið og óku sleðunum yfir kvíslina, en aðrir leiddu hestana upp fyrir ós Mýrarkvíslar og lítið eitt upp með henni, settust þar á bak hestun um' og riðu yfir á vaði, en hún féll þar með nokkrum krapaför- um milli skara. Örðugt reyndist að koma fyrstu hestunum út í vatnið fram af skör. Var þeim hrundið fram af og farið á bak þeim við skörina, en vatnsdýpið var aðeins rúmlega í kvið á hesti. Þegar komið var að Laxamýri, var stórhríðarveður, og vildu sum- TUTTUGUSTU Eftirfarandi rerðasaga er skráð eftir munnlegri frásögn Benedikts Kristjánssonar á Hólmavaði í Að- aldal, sem fæddist 25. nóvember 1885, — hversdagsleg saga, en iýnir þó næsta glöggt seiglu og ráðfyndni tæknilega allslausrar al- þýðu í miskunnarlausri baráttu við náttúruöflin. Alþýðan hefur iigrað ótrúlega örðugleika í krafti -veggja orða: Ég verð. Það hafa verið lausnarorð íslenzks mann- ióms á liðnum öldum. Héi segir frá vetrarferð nokk- urra bæpda ,úr Áðaldal til Húsa- víkur, skömmu eftir síðustu alda- mót. Mörgum þótti djarft teflt, þeg- ar Kaupfélag Þingeyinga hóf þá nýbreytni að fá skip með vörur að vetrarlagi til Húsavíkur. Það var alger nýlunda og talið vafasamt fyrirtæki. En þetta reyndist hin farsælasta ráða- breytni og bjargráð á ísaárum. Þá gátu hafnir á Norðurlandi (04 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.