Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Side 7
 Víða í Danmörku eru firnaþykk krjtarlöti, og sums staðar ganga drifhvítlr höfðar fram í sjólnn. Kunnastir eru Manarklettar á austanverðri eynni Mön, 143 mefra hálr. ur á einum stað undir mynd ai Kristi á krossinum og útleggst: Þal er fullkomnað. í kirkjunni er fjöldi mynda (mál- verka) af sálmaskáldum og biskup- um og öðrum kirkjunnar mönnum. Hér er meðal annars lágmynd af Anders Sörensen Vedel, sem þýddi rit Saxa úr latínu og gaf út hetju- kvæði og sagnarit. Allt dánir menn. Ó, þið liðnu aldir, sem óluð svo marga, er nú hvíla rotnaðir í gröf- um sínum. Gleymskan hylur allt að lokum, jafnvel konunga og biskupa. Við stöndum á bakkanum og horf- um á eftir þeim, sem halda út á móðuna miklu — og vitum að bráðr lega förum við sömu leiðina. Haldið er út úr kirkjunni og gehg- ið um götur. Ekki þó til þess að skoða í búðarglugga. því að þeir eru oftast hver öðrum líkir, heldur lil að skyggnast um eftir sögulegum minjum. Hér sjáum við húsið, sem Nóbelsverðlaunahafinn og íslending- urinn (að hálfu) Niels Rydberg Fin sen átti heima í á árunum 1883 til 1892. Tafla, sem fest hefur verið upp á liúsið, fræðir okkur um þetta. Fað- ir hans, Steingrímur stiftamtmaður Finsen, bjó hér, en faðir hans var Ólafur Finsen yfirdómari, Hannes- sonar biskups, Finnssonar, biskups í Skálholti, Jónssonar prests Hall- dórssonar í Hítardal. Níels R. Fin sen varð stúdent frá lærða skólanum í Reykjavík árið 1882. Síðar lagði hann stund á læknisfræði í Khöfn Hann er fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur Nóbelsverðlaunin. Var það fyrir rannsóknir hans á lækninga mætti sólarljóssins eins og kunnugt er. Ekki fer hjá því, að það snerti viðkvæman streng í brjósti hvers ís lendings að sjá eða heyra nafn Fin- sens, mannsins, sem líknaði svo mörgum með Iæknislist sinni, sjálf- ur löngum sárþjáður. Og sjá ihá hér aðra töflu á öðru húsi, þar sem lengi bjó sálmaskáld- ið H. A. Brorson, nokkur síðustu ár in biskup hér í Rípum. Hann orti mikið af gullfögrum sálmum, og hafa nokkrir þeirra ver- ið þýddir á íslenzku. Þó menn séu ekki almennt mikið lesnir í sálma kveðskap, kannast þó flestir við jóla sálminn fagra, Hin fegursta rósin er fundin, sem frumkveðinn er aí Brorson, en þýddur af Helga Hálf- danarsyni. Heittrúin setur mark sitt á sálma Brorson, eins og eðlilegt er á þeirri heittrúaröld, sem hann lifði á (f. 1694, d. 1764), en sálmar hans eru líka þrungnir innileika og kærleika. Við kveðjum nú Rípa og þær sögu- legu menjar, sem hér má finna. IV. Skipalundur. Skammt sunnan við Askov, sem margir kannast við, er Skipalundur. Hér er veitingahús, umgirt fögrum skógarlundum. Hér er skóli fyrir ung menni á vetrum. Ekki er Skipalund- ur þó merkur staður fyrir þetta tvennt, heldur vegna þjóðminja- reits með fjölda minnismerkja um dönsk stórmenni þjóðernisbaráttunn ar og fleiri. Hér voru samkómur haldnar á árunum milli 1864 og 1920 til að efla samheldni og bar- áttuhug Jóta og landsmanna allra. Markið var að endurheimta það land, sem þýzku herirnir sölsuðu undir sig 1864, og hér voru einmitt landa- mærin allt til loka fyrri heimsstyrj- aldar, er Danir fengu aftur á að gizka helming þess lands, er þeir höfðu misst, það er Norður-SIésvík eða Suður-Jótland. Hér er merkur staður, og vafalaust merkari í aug- um Dana en okkar íslendinganna, sem komum hingað í stutta hejm sókn. Við höfum að vísu verið öðrum háðir öldum saman, en þó aldrei þurft að verja land okkar gegn óvinaher. Og í raun og veru áttum við alltaf landið, sökum þess að við byggðum það einir. Það skilur okk- ur og Dani. Við dáumst að seiglu r I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 391

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.