Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 14
ist ekki á því að sjá sífellt nöfnin á sömu mönnunum og sömu sjúk- dómunum. XIII. Dugnaður Valdimars Petersens og manna hans beindist ekki einvörð- ungu að því að draga saman vottorð og koma þeim á framfæri. Sala elix- írsins var skipulögð af mestu ná- kvæmni, svo að hvergi væri það byggð arlag á landinu, að sérlegum vand- kvæðum væri buijdið að ná í hann. Að sjálfsögðu lét Valdimar Peter- sen einnig prenta ritling á ís- lenzku um ágæti Kínabittersins, prýddan hinni góðkunnu mynd af Kínverjanum glasglaða. Lét Valdemar þess getið í for- málanum, að harin hefði ekki „látið sér í augum vaxa þann kostnað, sem útgáfan hefur í för með sér,“ enda í þetta ráðizt í góðu skyni — sem sé „í von um, að sem flestir læri heilsubitterinn að þekkja og fái bata af honum.“ Þetta nálgaðist hákirkju- legt orðalag, þó að það væru jarð- neskar heillir manna, sem útgefand- anum voru hugleiknastar. í þessum ritiingi var því heitið þeim mönnum. sem neyttu Kínabitt- ersins eftir réttri forskrift, að þeir myndu ekki einungis „halda magan- um i reglu og geta kæft óta! marga sjúkdóma í fæðingunni, heldur einnig getur maður öruggl brúkað hann með batavon i mörgum slvarlegri til fellum." Þetta var síðan stutt rökum með nokkrum vottorðum og þakkar ávörpum Á það var drepið, að fikn fólks í þennan bitter væri ærin sönnun þess. hversu ve! hann reyndist. Þó var slíkt ekki með öllu einhlítt: „Raunar tekst mönnum oft að auka verzlun sína með því að oflofa vöru sína í opinberum blöðum eða á ann- an tilsvarandi hátt.“ En eitt var það lögmál. er kom slíkum ná ungum í koll: „Sú verzlun þrífst sjaldan lengi, því fyrr eða síðar komast menn að raun um, að varan er lakari en lofað hef- ur verið.“ Þannig var því auðvitað ekki farið um Kínabitterinn: „Verzl- unin með Kína-lífs-elixír hefur far- ið dagvaxandi síðan farið var að seljá hann Er það greinileg sönn un þess, að þessi minn bitter getui ekki talizt með þgim vörum, sem þrífast aðeins stutta stund, en falla síðan í gleymskunnar dá.“ Samt var Valdimar Petersen svo sanngjarn maður og umburðarlyndur, að hann færði ekki tortryggni til lasts. Slíkt var ekki nema eðlileg varúð, eink um gagnvart útlendum pröngur- um, ,,því nú á tíðum viðgengst svo mikið húmbúkk, að maður getur ekki láð fólki, þótt það sé tortrygg- ið.“ En fslendingar þurftu ekki að tortryggja Kínabitterinn, því að „sín- um eigin löndum hlýtur maður þó að_trúa.“ f framhaldi af þessu lét Valdimar Petersen birta margendurteknar aug- lýsingar, þar sem hann varaði við ónytjulyfum, viðsjárverðum eftirlík- ingum á hinum ekta Kína-lífs-elixír, og taldi sig hafa frétt, að slík vara væri á boðstólum á íslandi, þótt alls ekki sé um það kunnugt annars staðár frá, að neinn aðili hafi reynt að selja þar þess konar stælingar. Svo þráfaldlega stagaðist hann á þessu í auglýsingum, að fram á þenn- an dag er munntamt að segja: Varizt eftirlíkingarnar. XIV. Kínabitterinn vann frægan sigur á bramanum. En þó fór fjarri, að bram- inn væri hundsaður með öllu á ís- landi. Snemma á tíunda tugnum fékkst hann á seytján útsölustöðum, og einn þeirra var meira að segja í sveit. Þeir, sem áttu heima í inn- sveitum Norður-Þinge.vjarsýslu og kveinkuðu sér við langferð í kaup- stað til þess að sækja heilsugjafann, gátu farið í bramabúð hjá Sigurði Gunnlaugssyni í Ærlækjarseli. Og ár- ið 1895 standa þessi orð í blaðinu Stefni: „Ég veit um eitt heimili, þar sem bóndinn tekur árlega í kauptíð tólf flöskur af Kína og konan tóif flöskui af brama.“ Ári síðar, 1896, gaf Mansfeld- Biillner út eins konar hátíðarútgáfu af hinum íslenzka bramabæklingi sín- um, svo sem til minningar um það, að þá hafði hinn gullni hani hans borið reistan kamb í tuttugu og fimm ár. Þá voru aðalútsölustaðir jafnvel orðnir þrjátíu, þar af fjórh í Reykjavík, fjórir í Hafnarfirði og þrír í Keflavík. Auk þessa voru svo fjórir minni háttar útsölustaðir. Þetta litprúða kver varð eftirsótt barnagull og nálega helgidómur í augum sumra. Saga er af dreng ein- um á Seyðisfirði, Gísla Gíslasyni, er síðar varð kunnur borgari. Þær bæk- ur, sem hann bar mesta lotningu fyr- ir, voru sálmabækur, sem konurnar fóru með í pilsvasanum til kirkjunn- ar á messudögum. Þegar hann nú eignaðist hið litfagra bramakver, þótti honum einsýnt, að þetta væri bók, sem til söngs skyldi höfð. Jafn- framt fann hann, að allt of sviplítið var að þreyta sönginn niðri á flöt- um eyrunum við sjóinn. Ifann varð að komast hátt upp, í námunda við heiðríkjuna og himinblámann, og veita söngnum útrás þar. Uppi í hlíðinni voru tvö kletta- belti — annað lágt og slitrótt og til- komulítið, hið efra miklu rismeira. Þangað kjagaði drengurinn með kver ið til þess að syngja bramasönginn, sem tálfagrir litir þess höfðu kveikt í brjósti hans. En þessari tilbeiðslu- þrungnu söngför upp á klettana lykt- aði svo, að hann hrapaði þar og skaddaðist á höfði. Þess bar hann menjar síðan, og þess vegna er enn í minnum haft, hvílíkar kenndir bramakverið gat vakið í hugum barna undir lok nítjandu aldar. Samt var heillastjarna bramans lækkandi. Salan var farin að tregð- ast stórlega. Gengi Kínabittersins var miklu meira. Og vinsældir hans orkuðu eggjandi á marga, því að sýnilegt var hér til mikils að vinna, ef unnt var að ná fótfestu. Albert Zenkner í Berlín fór enn á stúfana árið 1895 og þráauglýsti maltose- blöndu, sem læknaði á fáum dögum, lungnasjúkdóma, sem ekki bötnuðu af öðrum lyfjum, svo og hæsi, hósta, lungnakvef og uppgang. Hann hélt fyrri venju og hét nú fimm hundruð króna bótum, ef þetta brygðist nokkr um manni. Doktor einn í Danzig aug- lýsti þetta sama ár kraftmikið lyf, þrimladauða, sem læknaði „með ábyrgð“ allan útslátt, þurran og vot- an, hnúta og kláða. Hann fór ekki annars á leit en menn sendu sér tíu krónur til Danzig. Með vorskipunum 1895 kom líka nýr lífs-elixír og ekki af verra tag- inu: Kóngó-Iífs-elixír. Hann átti að streyma um landið frá Seyðisfirði, þar sem aðalumboðsmaðurinn, L. J. Imsland, hafði aðsetur sitt. Þessi elixír var í hálfflöskum, sem kostuðu hálfa aðra krónu. Auglýsingarriar lof uðu góðu: „Af öllum þeim lífselixírum og meltingarmeðölum, er Norðurálfu- menn hafa reynt sem vörn gegn hinu banvæna loftslagi í Kóngó, hef- ur þessi taugastyrkjandi elixír reynzt vera hið eina óbrigðula ráð til að við- halda heilsunni, með því að elixírinn okkar orkar að viðhalda eðlilegum störfum magans, í hvaða loftslagi sem er.“ Og auðvitað urðu margir til þess að reyna Kóngó-lífs-elixír, þótt ekki kæmist hann nálægt því að öðlast slíkar vinsældir sem brami og- Kína- bitter. XV. Ilingað höfðu hin frægustu heilsu- lyf fyrst borizt til íslands í vorgró- andanum. Árið 1897 kom aftur á móti nýtt kostalyf um það leyti, er jörð var tekin að sölna. Það hefur sjáifsagt verið gleðilegur vottur um auknar siglingar og batnandi sam göngur. Þetta var lífsvekjari Sybillu. Maður hét Jakob Gunnlaugsson, fæddur í Höfðakaupstað um miðbik aldarinnar, en kynjaður frá Krossa- vík í Vopnafirði, sonarsonur Guð- mundar sýslumanns Péturssonar. Hann réðst ungur í þjónustu Gránu- félagsins og var um skeið verzlunar- stjóri þess á Raufarhöfn. Upp úr því fluttist hann til Danmerkur og tók að verzla á Fjóni, en hætti því fljót- 398 TlHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.