Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 22
SVÖLUHREIÐRIÐ — Framhald af 3)5. síðu. Hvernig gat dagur, sem byrjaði dá- samlega, endað svona illa? Jánnos hvarf burt með smiðnum. Vénóúla kastaði glamrandi tnatar- skálunum í klútinn á meðan þeir tíndu saman verkfærin. Síðan römb- uðu þau niður brekkuna Lögreglu- þjónninn gekk á undan með hendur á baki, og fellingarnar á gildum háls- inum Iögðust út yfir skyrtukragann Hann var hvergi uppnæmur — illur viðfangs og óþægilegur förunautur. Reiðin sauð niðri í Vénóúlu. Jánn- os gat varla stillt sig. Smiðurinn reyndi að hughreysta þau: „Þið megið ekki missa kjarkinn. Tveggja eða þriggja daga töf — það er ekki svo óttalegt." -Dagarnir tveir urðu fjórii — síðan urðu þeir að viku. mánuði Jánnos skrifaði umsókn. og hún var marg- stimpluð og árituð. rakst úi einni skrifstofunni á aðra. hraktist mann frá manni Hún varð ógnvaldur t lífi ungu hjónanna og kvaldi þau bæði dag og nótt. Biðlund neirra þraut, og þau óttuðust, að umsókn in hefði strandað ‘einhvers staðar Jánnos missti hvað eftii annað al daglaunum, því að hann varð að •standa í biðröð”m við skrífstofudyr embættismannanna. Ekkert gat greitt götu hans — hvorki bænir né bar lómur. „Þar eð vegur á að liggja um um rædd svæði. samkvæmt skipulagsupp drætti bæjarins, eru byggingar þar bannaðar fyrst um sinn.“ „Og hvað gerist þá? Hvað verður um húsið mitt?“ „Það verður að rífa húsið.“ Lögregluþjónninn skálmaði sjálf- ur upp að húsi Jánnosai einn regn þrunginn morgun, og í fylgd með honum voru tveir verkamenn. Jánn- os og kona hans voru þar fyrir. Þau stóðu álengdar eins og þeim kæmi þetta lítið við, bæði náföl, gerókunn- ug þessu húsi, sem nú var komið í annarra hendur. En í leynum hug- ans duldist þó enn veik von um, að kraftaverk kynni að gerast á síðustu stundu. Aðrir menn, sem þarna voru — verkamennirnir tveir og nokkrir menn, sem voru í skóginum að safna könglum — gengu í kringum húsið, þögulir og svipþungir. Það var eins og þeir stæðu andspænis voðalegu slysi eða biðu þess, að hræðilegt ódæði yrði framið Loks klöngruðust, verkamennirnir upp á veggina og byrjuðu að rífa þakviðina. Miskunnarlaus hamars- höggin glumdu í skóginum. Þetta var meira en Jánnos poldi. Hann flúði burt, svo að hann þyrfti ekkí að horfa á viðurstyggð tortím- ingarinnar. Vénóúla hneig niður. Hún snökti í örvæntingu, ’íkust særðu dýrí. sem hniprar sig saman í greni sinu. En alit i einu spratt hún óvænt á fætur og rak upp óp, sem nísti hjarta skógarins: „Ég hrópa yfir þig eilífa oölvun, blóðhundur. Glæpamaður. Óþokki. Þrælmenni.*' Síðan greip hún stein og lét hann ríða á lögregiuþjóninn. Mennirnir hlupu til og leiddu hana á brott. Skógurinn stundi, og trén skulfu og beygðu sorgmædd greinar sínar yfir rofið hreiðrið — yfir þennan stað, sem svölurnar höfðu helgað ást sinni. J.H. þýddi. RÆTT VIÐ GRFTII BIÖRNSSON - Framhald af 389 sfðu. lélegar, en það er gaman, þegar menn vilja láta gera pæi upp. Þat eru oft prestarnir, sem hafa vit á því að láta heldur gera upp gömlu kirkjuna Annars er það sóknin, sem ræður, og þeir viija heldur nýja. Það er teiknuð ný kirkja, og svo er það ef tii vill einhver úr sveitinni, sem smíðar hana og hann þorir máske ekki að hafa eins háan turn og gert er ráð fyrir á teikningunni. Þá miss ir kirkjan svip, nýja kirkjan er oft eins og stór hundur. sem liggur fram á lappir sínar. —Hafið þér lært sérstaklega kirkjuskreytingar? — Ég lærði í Stokkhólmi, einmiti skreytingar og talsvert í húsagerðar list. Ég hef ekki verið í háskóla eða neitt þess háttar, en fengizt við að mála frá því að ég var ung. Pró- fessorinn, sem við höfðum í Stokk- hólmi, tók alltaf kirkjuskreytingar með og reyndi að kenna okkur þær. því að það var áhugamál hans sjálfs. — Nú fáist þér ekki eingöngu við kirkjuskreytingar. en málið einnig málverk? — Það þarf svo gott næði og tíma til að mála olíúmálverk. Það er erfitt að fást við það heima, það þarf helzt að hafa sérstaka vinnustofu. Ég hef verið að vefa í staðinn, og svo hef ég stóran garð til að hugsa um. Við höfum piantað öllum trjánum hér Lausti 13. krossgátu Það er mikið fuglalíf í garðinum og mikill fuglasöngur, hann fær maður alveg gefins. Ég fer stundum eitthvað af stað með vatnsliti, og þá er gaman að athuga eitthvað nær sér, ekki bara útsýnið. Mér finnst gaman að mála við sjóinn, í fjörunni, eða upp til fjalla, þar sem ekkert graslendi er. Þar finnst mér skemmtilegasti litur- inn koma fram. Annars er afskap- lega gott að máia hér á íslandi, fjöllin og litirnir eru svo freistandi. Ég hef farið vestur að Hvallátrum og á Snæfellsnes einu sinni til að mála. Annars eru þær ferðir, sem ég fer, farnar vegna þess, að það á að fara þær. Það er mikill hraði i hópferðum, gaman að vera með og sjá nýja staði, en mér þykir bezt að geta ver- ið einhvers staðar um kyrrt. Það get- ur líka verið eins gott að fara hér upp í Heiðmörk til þess að mála eins og að fara eitthvað lengra. Ég er líka oft farin að tína jurtir eða steina í staðinn, þegar ég fer út til að mála, og þegar ég ferðast, kem ég með grjót heim í stað þess að kaupa minjagripi. Ég á heilmikið grasasafn. sem ég hef aldrei tímt að farga. Það er alveg sérstakt jurtalíf á hverjum stað. Hér í kringum Reykja- vik er afskaplega fátæklegt jurtalíf. Þó er til í Kópavogi blóm, sem ekki er til annars staðar, nema langt í burtu. Það er gullkollur. Líklega er gróður fjölbreyttastur á Austurlandi. einnig mikið fyrir norð- an. — Hvernig tekur nú almenningur fólki, sem ferðast um og málar og safnar grösum og steinum? —Það þykir alveg sjálfsagt, að fólk sé að mála. Það fer annar hver maður út til að mála. En það tekur enginn eftir, þótt verið sé að safna jurtum eða steinum. J. Hafst. (ORira^rafania- N!N!I :R ^™Sg5gujfejtN|g|NiA i inIn ;p|E|y|iaspviX]LTiHegi jfligffiRjá sjp y;: iDjgg jB.IjáE MiNÍ 5e y ð T fl h Tí E L I 6 % fl K í I E Ð fg j N Æ o ÍN ]Qt RlEÍNðSMiA.T A’INiÍ IN 406 T t M 1 !M N - SUNMJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.