Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 4
 Gréta Björnsson viS teikniborS sitt. — Ljósmynd: K. J — Við förum í sumar norður að Grenjaðarstað að mála þar gamla kirkju. Þjóðminjavörður hefur þar reyndar hönd í bagga með hvernig þar verður unnið, eins og með fleiri af þessum gömlu kirkjum. Það verð- ur að gæta þess að skemma ekki neitt af því gamla. Svo getur verið, að við förum vestur í Grafarnes, en þar er verið að reisa nýja kirkju. — Eru einhver verk á þessu sviði sérstaklega minnisstæð? —Það er nú eiginlega ekki. Það er alltaf eitthvað sérstakt við hvern stað og alltaf eitthvað, sem kemur óvænt. Við búum hjá fólkinu á við- komandi stað og kynnumst þannig alltaf einhvérju nýju. Til dæmis var ákaflega skemmtilegt að vera austur í Langholti í Meðallandi og á Hofi í Álftafirði. í Selfosskirkju var mik- il vinna, þar fékk ég að gera myndir. —Eru gömlu kirkjurnar málaðar líkum litum og hafa verið áður? — Það er oft reynt að mála upp eins og hefur verið. Oft hafa verið fallegir, gamlir litir í kirkjunum, en svo hefur verið málað yfir það brúnt og bleikt og allavega ijótt. Það er ekkert hægt að ákveða fyrirfram, það verður að haga öllu eftir því, sem bezt á við á hverjum stað, stundum eru standandi fjalir, stundum spjöld. Oft hefur málning skaddazt einhvers staðar, og Jjá er byrjað á að klóra í það til a"ð sjá, hvernig hefur verið. Þegar svo er byrjað að vinna, verður að finna hvað á við, til dæmis hvað á bezt við tréð, en í þessum gömlu kirkjum er allt úr tré. —Er ekki altarið eða predikunar- stóllinn skreytt sérstaklega? — Jú, það er oft. Einnig er skreytt uppi í lofti og ofan við glugga eitt- hvað smávegis, sem bendir á, að þetta sé kirkja. Oftast eru notaðar tákn- myndir, kirkjuleg tákn, á altari og predikunarstól. — Leiðbeinið þið um lýsingu í kirkjunum? —Við gerum það, ef unnt er. Annars hafa ráðamenn á hverjum Frú Gréta Björnsson hefur feng- izt við það nú um árabil að mála og skreyta kirkjur víðs vegar um land, bæði nýjar kirkjur, sem komið er upp í stað gamalla, er þær þykja ekki lengur fullnægjandi, og einnig gamlar krikjur, sem eru endur bættar til notkunar áfram. Hún starf- ar við þetta ásamt manni sínum, Jóni Björnssyni málarameistara. Hér f.r örstutt spjall við frú Grétu um t ' tta starf og fleira. — Eru ekki einhver verkefni fram andan í sumar? stað sinn smekk. Ég ætla að teikna vegglampa úr járni í kirkjuna á Grenjaðarstað. Ég gerði' það í Odda- kirkju og tókst vel. Þeir eru úr svörtu járni. Það verður að vera eitt- hvað, sem fer vel við annað, það er svo ljótt, þegar farið er að hengja 388 1 I (H I 1» N - SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.