Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 19
Séð út urrt hellisdyrnar í Skrúðnum. Fuglar sitja hér og þar í berginu við munnann, og aðrir eru á fluc*i úti fyrir. RAGNAR Þ. JÓNASSON: Nytjar af Skrúðnum Þeir sváfu í gistihúsi. Fjórir um herbergi, einn hírðist í kompu innst i gangi. Hinn iðrandi syndari ark- aði þangað. Hann var ekki talinn hæfur að deila andrúmslofti með ver- aldlega sinnuðum hreystimennum. Hann fagnaði þessum útlegðardómi, sæll og glaður í afturhvarfinu. Vætti koddann iðrunartárum og gleymdi veröldinni. Félögum hans varð eigi svefnsamt iengi nætur. Þeim var varla horfið minni, þeg- ar ókunnur maður gekk inn og nam staðar í skotinu hjá ofninum — kolsvörtum kolaofni, háum og gljá- andi. Ókunni maðurinn ávarpaði ofninn. Það var fögnuður í rómi hans og öllu látbragði. Hann mætti þarna ungri stúlku. Vorgola leikur í Ijós- um lokkum. Bros í bláum augum, rauðar varir hennar voru þyrstar. Þau leiddust í vorinu og kysstust. Þau gengu um blómagrundir og kysst ust. Þau settust við lækinn í hvamm- inum og kysstust. — Kossar og faðm- lög guðslangan dag. Vornóttin varð ljóðaljóð um ást- ina. En það er svipvindasamt í mann- sálinni. Gáski og hlátrar fjara. Harm- itr og örvænting grúfa yfir vori, sem var. Ásakanir vegna rofinna eiða. Tryllingslegum skapofsa, ekkagráti og kveinstöfum lýkur í hljóðri sorg. Píslarvottur ástarinnar skjögr- aði út, krímóttur af ofn- svertu eftir faðmlög og kossa. Sviðið stóð autt. Einn fé- laganna úr heiðinni — sem bældu sig í bólunum — læddist fram gólf- ið og tvílæsti. Okunni maðurinn greip í sneril- inn. Á næsta brábragði hafði hann sleppt sér. Hann hamaðist á hurð- inni, æddi um ganginn grenjandi og knúði harðlæstar dyr. Högg og brot- hljóð. Hann gekk berserksgang, .ét greipar sópa um allt lauslegt og grýtti því niður stigann. Fomiælingarnar voru ofboðslegar. Bölv og ragn í sundurlausum setn- ingum. Há og skerandi öskur — eða þungar stunur eins og hryglusog. Lögreglan hirti hann. Ókunni maðurinn var vestan úr sýslum. Dvalizt um tíma í geð- veikrahæli, en hafði farið þaðan næstliðið vor. Hann kom til bæjarins fyrir fáum dögum. Fékk inni í gistihúsinu, fáskiptinn um annarra hagi, prúður og rólegur. Starfsfólkið tók eftir því, að hann neytti áfengis þetta kvöld. Fjórmenningarnir voru troðnir möru. En hvernig leið félaganum í hornherberginu? Undrunin varð mikil, er þeir vitjuðu hans. — Hurð- in var ólæst. I-Iann svaf á sitt græna eyra. Þeir ýttu við honurn, þéttings- fast og kallandi unz hann rumskaði. í 12. tölublaði Sunnudagsblaðsins er nokkuð sagt frá Skrúðnum. Má ég gera smáathugasemd við þá frásögn? Þar er getið um útigang á eynni, er hagnýttur hafi verið meðan hún var nytjuð. Ég er nú búinn að búa á Vattarnesi í tuttugu og þrjú ár síðan Þórarinn Grímsson Víkingur fór héð- an, og er mér því málið kunnugt. Það hefur enginn klukkutími liðið svo á þessum tuttugu og þremur ár- um, að ekki hafi einhverjar kindur verið í Skrúð. Á vorin og sumrin hafa verið þar rosknar ær með lömb- um, en á haustin höfum við sett í eyna gimbrar í smærra lági og haft þær þar vetrarlangt, en tekið þær aft- ur á vorin, er fárið er út með ærn- ar. Ég á því margar góðar ær, sem Skrúðurinn hefur fóstrað. „Hefurðu sofið fyrir opnum dyr- um?“ „Já, hvað um það?.“ .. . , Þeir stóðu orðlausir, :Sögðu svo allt af létta um viðhúrði næturinnar. Harðsvíraðasti heimsmaðurinn mælti að lokum: „Köllun kemur sennilega einu sinni til hvers manns og þá reynir á manndóminn. Nú hefur- þú fengið þína köllun, lagsmaðuh*“<: Hann horfði eftir þeim út úr dyr- unum og sá, að þar fóru engin ofur- menni. Baksvipur þeirra og höfuð- burður bar vott um trúleysi á mátt og megin. Hann opnaði gylltu bókina. Titil- blað blasti við: HARPA GUÐS, kennslubók við biblíunám. Framhald á bls. 405. Stundum hafa verið næi hundrað kindur i Skrúð á sumrin, en á vetr- um nær fjörutíu gimbrar og þó slund- um fleiri. Ærnar er ekki unnt að hafa þar á vetrum, því að þær fara í sjónum af flúðunum. Gimbrarnar leita ekki að sjónum, því að þær þekkja ekki þarann. Hafa sama sem engin afföll orðið á þeim — kem- ur kannski fyrir, að svona tvær eða þrjár farist á bólstrum. Þá er það veiðiskapurinn. Sum ár- in hefur sama og enginn lundi verið tekinn i Skrúð. En ég man líka eftir einu ári, er þar voru teknir nær fimm þúsund lundar. Eggjataka hef- ur aftur á móti verið þar nálega öíl árin. Nú hin seinni ár hefur þó lítið verið farið í bjarg, en þeim mun meira tekið af eggjum máva, sem verpa í grasinu um alla eyna, svo að ganga má að þeim með fötu í hendi. Fólksfæðin veldur því, að lítið er farið í bjargið. Það ber talsvert á því, að menn líti Skrúðinn smáum augum. E:i ég skal benda á, að liundrað kindur þurfa talsvert land til beitar, ef þær eiga að dafna vel að sumrinu. Norðaustan á Skrúðnum er kamb- ur, sem heitir Sauðakambur. Þar hag- ar svo vel til, að tveir menn geta staðið fyrir fénu, þó að fimmtíu eða sextíu kindur séu reknar niður á hann. Svo er þar slétt klöpp eins og sjálfgerð bryggja og nægjanlegt dýpi við hana. Það er því mjög auð- velt að koma fénu í bátana. Þessa læt ég getið vegna þess, að í skyn var gefið, að eyjan væri ekki lengur nytjuð. T I M I N N - SUNNUOAGSBLAÐ 403

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.