Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 8
dðnsku þjóðarinnar, sem eftir ósig- urinn 1864 vann undir kjörorðinu: Það, sem tapaðist út á við, skal vinn- ast inn á við. Stærð landins ein hef- ur ekki allt að segja, heldur nýting þess. Hér kom manndómurinn fram á áþreifanlegan hátt. V. Blávand. í dag er sólskin og hiti í Askov. Við, nokkrir islenzkir kennarar frá ýmsum skólastigum og með alls kon- ar menntun, sem verið höfum hér um þriggja vikna skeið að hlýða á fræðandi fyrirlestra með misjöfnum árangri, fáum að vita það einn dag- inn, að eftir hádegið gefist okkur kostur á að ferðast vestur að Norður- sjó, á baðströndina Blávand. Þetta verður góð tilbreyting, hugs- um við. Eru nú fengnar tvær stórar bifreiðir, og við íslendingarnir setj- umst inn í aðra þeirra, en Danir og annarra þjóða menn koma sér fyri: í hinni. Þetta er ekki lengi ekið Mikið lifandis ósköp er Danmörk lít- ið og greiðfært land, hver vegarspotti steyptur. Landið er bara svo drjúgt tii ábúðar, því hver landsskiki er ræktaður og nýttur. Nú er komið til Blávand. Þá er sólskinið horfið að mestu og skýjaður himinn. Ilvítur fjörusandurinn er þó volgur og liggja allmargir í honum. Aðstaða til að klæða sig úr og í er bókstaf- lega engin þarna. Fólk reynir að leita hlés við sandhólana, sem eru þarna nær óteljandi, skammt frá ströndinni, og vantar sízt áhorfendur, því að í gífurlegum háum vita þarna rétt hjá er jafnan fjöldi fólks að skoða sig um, auðvitað gegn gjaldi. Alls staðar í Danaveldi, þar sem eitthvað er að sjá, þarf maður að opna pyngjuna. En nóg um það. Ég afklæddist nú sem aðrir og hafði margt áhorfenda, hélt síðan til sjávar. Ekki fannst mér nú beint hlýtt, en þetta vandist. Annað var, að mér þótti straumur mikill til norðurs. Það var því líkt, að ég væri að vaða stórfljót heima á Fróni, varð því minna úr sundi hjá mér en ella mundi verið hafa. Klæddist nú opin- berlega sem ég hafði afklæðzt. Fór að litast um. En hvað var þetta. Alls staðar steinvirki, flest steypt djúpt í jörð niðri, en önnur, sem steypt höfðu verið framarlega í sjávarbakkanum, lágu nú á ýmsum hliðum niðri í fjöru sem illa gerðir hlutir. Þetta voru varnarvirki Þjóðverja — byrgi, sem þeir höfðu reist á kostnað dönsku þjóðarinnar, meðan þeir voru hér herraþjóð, meðfram allri vestur- strönd Jótlands. Varnirnar mátti ekki bresta. Svona verður erfitt að fjar- lægja og borgar sig víst ekki. Hug Dana til Þjóðverjanna gaf að líta á einu steinvirkinu, en á því mátti lesa þessi orð: Deutschen sind ungewunscht — Þjóðverjar eru óæskilegir. Það má mikið lesa út úr þessari setningu — allt hatrið á þessum skuggalegu gest- um. Byrgi er við byrgi svo langt, sem augað eygir — grjót og meira grjót, er vitnar um svartasta tímabilið í sögu dönsku þjóðarinnar. Heim er, háldið til Askovskóla. Dagurinn varð að sumu leyti öðru vísi en ég hafði kosið. Eftir er í hug- anum mynd, sem aldrei gleymist: Steinsteyptu varnarvirkin Þjóðverj- anna. Þeir hafa haft vonda samvizku, mennirnir, sem þau reistu. VI. Furesöen. Sólbjartur morgunn í ágúst. Það er ákveðið að fara í skemmtiferð frá Kaupmannahöfn til Furesöen, skammt norður af borginni. Ekið er viðstöðulaust að Lyngbyvatni og þar sezt í bát, sem flytur okkur að hinu fræga vatni. En þessi tvö vötn liggja saman. Mjó er vatnaleiðin víða. Ekki er hægt að sigla til Furesö, því að yfirborð þess er einum metra rúm- um hærra en yfirborð Lyngbyvatns. Stígum við nú upp úr bátunum og göngum góðan spöl að Furesö. Þar setjumst við öll niður á grös- ugan hól. Við horfum á vatnið, bað- að sólskini og umgirt skógi á alla vegu. Fegurð, hvert sem litið er. Við tökum upp bók með dönskum söng- textum, sem okkur hefur veiið feng- in í hendur, og syngjum nú: Flyv, fugl, flyv over Furesöens vove, nu kommer natten saa sort. Við fyllumst angurblíðu og skilj- um kvæðið nýjum skilningi. Hér hef- ur Christian Winther máski ort kvæð ið. Hann hefur áreiðanlega verið kunnugur þessu umhverfi. Síðast syngjum við íslenzku þýðinguna: Svíf þú, fugl, yfir sævardjúpið víða. Mér þykir vænt um þetta erindi síðan kennari minn i barnaskóla, Sæmund- ur Dúason, lét okkur skólakrakkana læra það og syngja endur fyrir löngu — einnig á dönsku, þó að við skild um þá ekki mikið í því tungumáli Nú söng dönskukennari okkar. Ragna Lorentzen, þetta íslenzka er- indi með okkur, en við höfðum verið í tímum hjá henni í kennaraháskól- anum í Kaupmannahöfn. Ragna hef- ur numið íslenzku í háskóla íslands og er handgengin bókmenntupi okk ar að fornu og nýju. Ég þarf ekki að skrifa mikið mál um þetta fagra kvæði eftir Christian Winther. Það hafa vonandi allir, þeir, sem numið hafa dönsku eitthvað að ráði, lesið og skilið. Ég get þó ekki skilizt við það, án þess að tilfæra eitt erindi úr því: Flyv fugl, flyv over Furesöens vande langt, langt bort í det blá! Ensomt í skoven ved fjerneste strande ser du min favre at gá. Gulbrune lokker de flagre í vinden, let er hun rank, som et aks, öjet er sort, og roser har kinden, ak! du kan kende hende straks. Það er sem við sjáum fyrir- okkur allt efni kvæðisins: Nóttin er að síga yfir, alls staðar er ástin að verki, fuglinn flýgur frjáls, en maðurinn verður að láta sér nægja að dreyma. Þó eiga jafnvel hinar fljúgandi ver- ur sínar þjáningar og sorgir. Við höldum til baka, ríkari en áður af góðum minningum, og kveðjum: Far- vel, Furesö! VII. Frilandsmuseet í Lyngby. Miklir safnarar eru Danir. Við ís- lendingar erum þar í stimanburði við þá, vægast sagt, smáir. Sagan er rík- ur þáttur í lífi dönsku þjóðarinnar. Hér í Lyngby, skammt fyrir utan Kaupmannahöfn, hafa þeir safnað saman gömlum bóndabæjum frá flest um landshlutum, byggt þá upp í ná- kvæmlega sömu mynd og þeir voru í sínum heimahögum. Mikið ná- kvæmnisverk. Við göngum um hlöð og stéttix og lítum því næst inn í nokkra bæi. Strá víðast á þaki, en veggir flestir svonefnt „bindingsverk," en það er þannig, að á milli bjálka, sem liggja bæði lárétt og lóðrétt, hefur verið hlaðið múrsteini eða aðeins hnull- ungsgrjóti með leir á milli Hér má líta sjálenzkan bæ — iang- an, margra alda gamlan. Krítar- steinar voru notaðir í „bindingsverk," eða hvað það af bergtegundum, sem fannst í landareigninni. Nú erum við komin inn í bæinn. Þetta er fínn bær. Hér var rithöfundurinn Martin A. Hansen tíðum í heimsókn og lét sig dreyma. Reykháfurinn var hið merkilegasta, sem hann vissi um á bænum. Ritaði hann eina af beztu smásögum sínum, Tanker i en skor- sten, einmitt um þennan bæ. Reyk- háfurinn er bæði hár og víður, ýms- ir búshlutir minna á ísland. Lampi með glasi, ekki ósvipaður og við, sem nú erum miðaldra, áttum að venj- ast heima í æsku. Lokrékkjur. Eftir að gluggar með gleri í komu til sög- unnar, var settur bekkur við vegginn og langborð fyrir framan hann. Einn ig skápur í eitt hornið. Ölkanna stóð á borði fyrir alla. Húsbóndinn sat fyrir borðsenda. Að loknum snæðingi sleiktu menn skeiðarnar og hengdu þær síðan upp við gluggann. Fiskur var mjög notaður til matar. Brauðið smurt á löngum fjolum. Kjöt átu menn með fingrunum, eirfkum á Suð- ur-Jótlandi. Við skoðuðum marga gamla bæi, Framhald á 405. siSu. 392 I I M I N N - SIINNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.