Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Síða 21
ir setjast þar að. Þó varð að ráði, að haldið var áfram til Saltvík- ur, en sá bær er fimm kílómetra frá Húsavík. Flestir settust þar að, en tveir eða þrír héldu áfram til Húsavíkur. Morguninn eftir var veður betra, og héldu þá Saltvík- urgestir á leiðarenda. Vörur voru út teknar, sleðar hlaðnir og ækin flutt nokkuð áleiðis, til þess að fljótlegra yrði morguninn eftir að hefja ferðina heim á leið. Liðið var að kvöldi, þegar þessu var lokið, og tóku leiðangursmenn gistingu á Húsavík um nóttina. Að morgni var risið snemma úr rekkju, hestarnir tygjaðir og lagt af stað. Veður var hið versta, stinningskaldi af norðri með mik- illi snjókomu, en vægu frosti. Ferðin sóttist seint, þótt undan veðri væri haldið og- hestarnir heimfúsir, því að hlaðið hafði nið- ur snjó um nóttina og bætti alltaf á. Skipt var um forystuhest öðru hverju, því að mest mæddi á fremsta hesti. Þegar suður kom hjá Laxamýri, var hvílt þar og matazt. Þar fréttu leiðangurs- menn, að Mýrarkvísl væri upp- bólgin af krapi og ófær með öllu. Aftur á móti gerðu allir ráð fyrir, að Landkvíslin væri orðin held hestum. Þegar lagt var af stað frá Laxa mýri, var farið að bregða birtu. Stanzað var við Landkvísiina til þess að kanna ísinn. Kom þá í ljós, að þunn skán var frosin of- an á krapinu, sæmilega mannheld, en of veik fyrir hesta. Samt var minnsti og léttasti hesturinn los- aður frá ækinu, bönd fest í ak- tygin og reynt að leiða hann yfir kvíslina. Hann lá brátt á kafi og brauzt um í krapinu, en var dreg- inn yfir á skörina á böndum þeim, sem í hann voru fest. Skotið var nú á ráðstefnu og rætt, hvað til bragðs skyldi taka. Ekki þótti álitlegt að setjast að á Laxamýri og bíða þess, að kvísl- in frysi. Það gat tekið marga daga, þar sem nýsnævi hlóðst nú á krap- ið og varnaði því að frjósa. Ekki þótti heldur ráðlegt að halda suð- ur Reykjahverfi og niður yfir Hvammsheiði. Sú ferð mundi taka tvo eða þrjá daga í því færi, sem komið var, og stöðugt bætti á. Yfir varð að komast með ein- hverjum hætti. — Benedikt á Hólmavaði stakk þá upp á því að binda hestana og aka þeim yfir á einum sleðanum. Aliir féllust að lokum á þá tii lögu. Menn voru handfljótir að losa einn sleðann, leiddu einn hestinn á hlið við hann, bundu hann og felldu. Síðan var hann bundinn á sleðann og ekið yfir. Þetta tók alllangan tíma, og auk þess var nokkur hætta á, að hest- arnir meiddust, er þeir féllu nið- ur á sieðann. Þá minntist Benedikt þess, að hann hefði séð föður sinn binda naut og draga það yfir ána á sjálfu sér, þar sem is var svo háll, að það gat ekki staðið. Voru nú aktygin tekin af hestunum, þeir bundnir og dregnir yfir á sjálfum sér. Gekk það bæði fljótt og vel. Síðan voru sleðarnir dregnir yfir kvíslina, hestarnir tygjaðir, beitt fyrir ækin og lagt af stað. Komið var nú myrkur og hríðin hélzt sem fyrr. Margir leiðangursmanna voru blautir í fætur. höfðu siopp- Framhaid af 392. síðu. en hér er ekki rúm til að lýsa hverj um einum til neinnar hlítar, heldur skal hér lítillega að lokum lýst bæ frá eyjunni Fanö við Jótlandsströnd. Hér var fínn bær. Liggur frá austri til vesturs, eins og hús gerðu þar. Hvíiurúm voru svo stutt, að meira hefur fólk setið en legið í þeim, að okkur finnst. Á einum veggnum er ljósmynd af konu í brúðarskarti, blóm i hári. Flisar á veggjum frá Hollandi. Rafsteinar tii sölu handa ferðamönnum. Allt þetta bæjasafn er þjóðminja- safn Dana, merkilegt og hjartfólgið gróinni menningarþjóð. Okkur dettur í hug, að hingað ættu sem flestir, er Danagrund gista, að leita. Væri það jafnvel ennþá fróðlegra og skemmtilegra en að kynnast Nýhöfn- inni og næturklúbbum stórborgar- innar. VIII. Ladelund. Eitt kvöldið lætur skólastjórinn i Askov þau boð út ganga, eftir að kvöldmatur hefur verið snæddur, að landbúnaðarskólinn í Ladelund hafi boðið menendum i Askov til mann- fagnaðar þá síðar um kvöldið. Þessu er tekið með miklum fögnuði. Það er ekki langt að fara, aðeins sjö kílómetrar til suðurs frá Askov Húmið færist yfir. Áður en gengið er inn i skólann, skoða gestirnir safn gamalla landbúnaðartækja, sem nú eru iöngu komin úr notkun. Get- ur þar að líta ótal gerðir hestvagna og reiðvera, urmul mjólkurvinnslu- véla og fleira. Allf er þetta í góðri hirðu, vélarnar ábornar, svo að þær ryðgi ekki. Við dáumst að því, ís- lendingarnar, hvað öllu þessu safni er vei fyrir komið, hver hiutur merkt ur og gerð grein fyrir notkun han' Ég, sem þessar línur rita, fylgi nú hópnum, er gengur heim að skólahús- ið niður í krapið í stympingunum við ækin. Allir voru mennirnir leiðinni kunnugir, og segir ekki af ferð- um þeirra fyrr en þeir komu í Knútsstaði, en sá bær stendur á bakka Laxár um fimm kílómetra leið frá heimilum flestra leiðang- ursmanna. Þá var komið undir vökulok, og settust nokkrir ferða- manna þar að til gistingar. Sumir héldu áfram, en skildu ækin eftir, þar sem leiðin iá frá ánni, og komust heim með hest- ana, þegar nokkuð var liðið á nótt. Daginn eftir náðu ailir heim með varning sinn — á fjórða degi frá því fer.ðin hófst, en þetta er rúmlega tuttugu kíiómetra löng leið. inu. Það ei ao veröa fulldimmt. Aug- um okkar mætii fögur og sérkenniieg sjón. Meðfram húshliðinni. er að okk ur snýr, og einnig meðfram heimreið- inni, ef svo má áð orði komast. h- ''u verið komið fyrir ótal iogandi k i um. Þau setja hátíðlegan svip á um- hverfið — og vinalegan um leið Inn er haldið og skipað til sætis í stórum sal. Fyrir enda hans er myndarlegt leiksvið. Fara þar fram ýmis skemmtiatriði. Þar leikur mað- ur nokkur lög á þann hátt, að hann bregður höndum yfir kristalisglös, fyllt vatni, meðal annars lagið við kvæði Thögers Larsens: Du danske sommer, jeg elsker dig. Þá lék töframaður ýmsar listir og annar söng fjörug dægurlög við gít- arleik sjálfs sín. Veitingar voru nú öllum viðstöddum til reiðu og hinar myndariegustu. Að lokum er svo dansað af fjöri miklu í tvær stund- ir. Ekki vantar húsrýmið. Hér er ekki alit vfirhlaðið borðum, eins jg víða er á skemmtistöðum, svo að dansrýmið er vart stærra en kerru- hjól. Hér er unnt að spretta úr spori. Engin reykjarský í lofti, eng- inn vínþefur. Hér er búnaðarskóli, eins og áður segir, einnig er hér mjólkurbússkóli. Jónas Kristjánsson, núverandi mjólk- urbússtjóri á Akureyri, stundaði hér nám fyrir tæpum fjörutíu árum. Við kveðjum Ladelund með þökk fyrir skemmtunina. KÖLLUN — Framhald af bls. 403. Hann fletti blöðum, án þess að festa huga við iestur. Honum var þungt yfir höfði og lokaði augunum. Harpan féll úr höndurn hans. Hann hlýddi eigi kölluninni. Skyndimyndir frá Danmörku - r I M I N N - SUNNUIMUSBLAÐ 405

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.