Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Blaðsíða 16
1 þar nýtt blað og fengu Þorstein skáld Erlingsson frá Kaupmannahöfn til þess að annast það. Þetta blað var nefnt Bjarki og hóf göngu sína haustið 1896. Valdimar Petersen fylgdist með þeim málum á landi hér, er hann lét sig varða, og-.ekki hafði Bjarki komið út ýkjalengi, er hann sendi Þorsteini Erlingssyni lof- gerð mikla um Kínabitter sinn, ásamt fjölda danskra vottorða, sem hann bað hann að þýða á íslenzku, láta prenta og fylgja blaði sínu tvívegis gegn allmyndarlegri þóknun. Fáum misserum áður en þetta gerðist hafði prentsmiðja annars blaðs, sem kom út á Seyðisfirði, Austra, orðið gjald- þrota, og mátti það vera viðvörun og vísbending um það, að seyðfirzku blöðunum var valt völubeinið og tryggara að hafna ekki tekjulindun um. Þorsteinn Erlingsson brást samt við á þann veg, vafalítið með vitund kaupmannanna, sem áttu blaðið, að hann stakk Kínagumi Valdimars Petersens undir stól. Og hann lét ekki við það sitja: Haustið 1897 hóf hann hina grimmilegustu árás á kynjalyfin, blés í herlúðra og stakk upp á því við kaupmenn og ritstjóra að gera samtök gegn ófögnuðinum og meina honum landvist. Hann vissi ofurvel, að með því var fjármunum hafnað: „Við sjáum glóra í skilding- 1 inn og slæma samvizku gegnum dul , urnar.“ En Þorsteinn kvaðst ekki taka við þeim fjármunum. þótt aðrir I kynnu að halda því áfram. Bjarki „vill þó engan hlut eiga í þessari tálveiði og eftiriætur það þeim blöð I um, sem þvki>- slik< heiðarleaf os> sæmilegt “ Þorsteinn sagOiot vei vita, að ekk sýndist „árennilegt að ráðast á ófögn- uðinn“ í landi, þar sem brami og Kínabitter væri „að heita má á hverju heimili." Ekki var þó örvænt um, að fólk gæti vitkazt. og enn hafði báglegar verið ástatt fyrr á tímum: „Sú var tíðin, að galdra- og kunnáttumenn voru sóttir til sjúkl inga Og þegar einn og einn maður var að malda í móinn móti ofurmagni heimskunnar, þá sögðu spámennirn ir eins og nú: Það er ekki til neins að vera að þessu. Alþýðan trúir, að þeir einir geti gefið sér bata og heilsu og langa lífdaga Þá var sú tíðin, að álfakaleikurinn á Breiða bólstað og svarti bletturinn á botn inum og slíkir aðrir voru órækustu læknar sótta og rneina." Slíkar lækn ingar voru þó úr tízku gengnar, og svipað var að segja um fleiri fánýta læknisdóma: „Það er ekki lengra síð an en 1870 og þar um kring, að margt roskið fólk og gamalt, eink- um.kvenfólk, gat ekki lifað né hald- ið heilsu, nema það léti opna sér æð einu sinni, tvisvar og stundum þrisv ar á ári.“ Nú var líka svo komið, að einungis einn og einn maður keypti krónessens og grassíu, þótt áður væru fluttar „klyfjar af því út um allt land.“ Og sjálfur kannaðist Þorsteinn við, að hann hafði eitt sinn trúað á hégiljurnar, og þess vegna var ekki loku fyrir það skotið, að aðrir hæfu sig yfir þær líka: „Ég . . hef trúað á blóðtöku, brama, Lárus hómópata og alls konar ófögnuð." Með þetta allt í huga hóf Þor- steinn árás sína á borg kynjalyfja- bruggaranna. Hann sýndi fram á, hvernig fólk léti féfletta sig, því að glös þau, sem seld væru á hálfa aðra krónu, kostuðu í rauninni ekki nema sextán eða seytján aura með öllu, sem í þeim var. Þeir, sem kunnugir voru í Kaupmannahöfn, gátu líka sannfært sig um það með öðrum hætti, að ekki var allt með felldu um verðið á elixírnum. Mansfeld Biillner var orðinn milljónamæring- ur, og árstekjur hans námu fast að því tíu þúsund ærverðum, og Valdi- mar Petersen „stórríkur gullkóngur,“' sem lifði „í vellystingum praktuglega af auði þeim, sem Kínasullið hefur dregið í vasa hans úr buddu almenn- ings.“ Þó að ekki væri nema hluti af auði þeirra runninn frá íslending- um, var það ómælt, er frá þeim hafði dropið í pyngju þeirra — ofan á allt annað fyrir það, sem skaðlegt gat verið heilsu manna. Þyngsta höggið greiddi Þorsteinn bramanum, og raunar aflífaði hann dr. Alexander Groyen og fleiri stór- menni: „Það er áreiðanlega sannað, að þessi Alex. Groyen er ekki og hefur aldrei verið til og dr. Cohler í Gotha ekki heldur." Á þessu hafði lengi leikið grunur í Þýzkaiandi, unz gerð var gangskör að því að! ká'nna það: „Heilbrigðisráðið i Karlsruhe á Þýzkalandi tók srá fyrir hendur að spyrjast fyrir úm þesSa. herramenn, og árangurihn varð, áð lögreglu stjórnirnár í Berlín og' Gotha, þar sem þeir áttú að v'éýá, gerðu kunn ugt, að þeir væru ekkí til og hefðu aldrei verið til.“ Nú vitnaðist lok$, að skýrsia um þetta hafði . vérið prentuð í þýzku lyfjafræðiblá^Í Íygir mörgum árun: og síðan í öðrú döhsku árið 1885. Aldrei fyrr hafði íslenzkur rif stjóri dirfzt áð gjalda gúllkóngunum þvílík svör, ef. þeir buðu fram ærið fé til kynnirfgaf heilsuveigum sínurá Á næstsíðasta súmri nítjándu ald ar bar það jtil tíðinda, að á alþingi var flutt frumvarp um sérstakan toh á kynjalyf. Samkvæmt þessu frum varpi átti að greiða eina krónu í aðflutningsgjald af hverju pelaglasi bittera, essensa, líkjöra og elixíra. Það var Þórður læknir Thorodd sen, sem hleypti málinu af stokkun um, og var von hans, að þetta nægði til þess að gera elixírana útlæga. Nú var líka svo komið, að mörgum gætn um þingbónda og embættismanni hraus orðið hugur við því, hversu miklu fé landsmenn eyddu í kynja lyfjakaup, án þess að landinu kæmi það að nokkru leyti að gagni. Árið 1897 hafði innflutningur þeirrar vöru, sem á vöruskrám taldist til lyfja, aukizt úr þrjátíu og einu þús- undi króna í fimmtíu þúsund, og hef- ur Kínabitterinn eflaust vegið þar drjúgt. Ekki voru þingmenn þó á einu máli um það, hversu hart skyldi veg ið að kynjalyfjunum. í neðri deild urðu þingmenn Rangæinga, Sighvat- ur Árnason í Eyvindarholti og Þórð- ur Guðmundsson á Hala, til þess að bera blak af þeim, einkum Kínabitt ernum: „Ég er að visu ekki mjög trúað- ur á kynjalyf," sagði Sighvatur, „en óneitanlegt er það þó, að mörgum hefur fundizt þau verða sér að góðu, og hafa þess vegna trú á þeim, og er því sízt að neita, að svo kunni að hafa verið. í annan stað er það mín meining, að ég vil á engan hátt vera með í því að búa til þvingunar- lög, og úr því á annað borð er ver- ið að búa til tollalög, þá vil ég. „að þau séu þannig úr garði gerð, að þau útvegi landsjóði einhverjar tekj ur. Eg hef því leyft mér að koma fram breytingartillögu, sem fer fram á, að tollurinn sé færður niður. í fimmtíu aura, bæði til þess að þeim, sem trú hafa á kynjalyfjum, verði fært að kaupa þau, og iíka til þess, að von sé um, að landsjóður geti þó auðgazt dálítið við lollinn af þeim.“ Þórður var öllu einbeittari í and- stöðunni: „í öðru iagi álit eg, sð það sé ein tegund kynjalyfja, sem ætti að vera undanþegin tolli þessum. Það er Kína-lífs-elixír. Ég álít, að það sé ekki rétt að gera tnönnum svo fjarska erfitt fyrir með að eignast hann, því að ég get. fært dæmi til þess, að hann hefur læknað fólk eða það hefur haft trú á því, að hann hafi iæknað það. Og úg veit, að alló- patar hafa í mörgum tilfellum ráð- lagt þetta lyf. Að vísu skal ég ekki dæma um, hvort þetta lyf er heilsu- samlegt eða ekki, en margir hafa trú á því, og það er nóg. Ég tók það fram, þegar skottulæknafrum- varpið sáluga var hér fvrir deildinni 1897, að það kæmi fyrir r-itt, hvort menn læknuðust 8f meoaii eða fyrir trú sína, og hið sama segi ég enn. Vér vitum það líka, að mixtúrur. plástrar, pillur og önnur kynjalyf hinna heiðruðu Iækna hafa ekki öll mikil áhrif á heilsuna, og dettur þó víst engum í hug að fara að tolla þau eða banna.“ Þórði Thoroddsen hitnaði nokkuð 400 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.