Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Side 17
í hamsi við þessar orðræður, og kall- aði hann þingmenn Rangæinga „hjá- trúarmenn," sem hann gaf í skyn, að lítt væru héraði þeirra til sóma: „Ég vil,“ sagði hann, „skjóta því að Þórði Guðmundssyni hvort hann vilji ekki láta prenta á sérstöku blaði ræðuna, sem hann hélt áðan. Ég get ekki öðru trúað en hann fengi fyrir hana tvær tii þrjár flöskur af Kína-lífs- elixí- hjá Valdimar Peter- sen Friðrikshöfn, því að hún ætti sízt að vera verri meðmæli með hon- um en ýmis af vottorðum, sem blöð- in flytja og miða að því að svíkja fé út úr almenningi." í efri deild gerðist Þorleifur Jóns- son í Hólum einna eindregnastur talsmaður kynjalyfjatolls: „Flest af þessum kynjalyfjum eiga að geta læknað alla sjúkdóma," sagði hann, „en eins og menn vita, er þetta skaklct. og efasamt er, hvort þau geta læknað nokk- urn sjúkdóm. Vér höfum nú landlækninn í þessari háttvirtu deild, og getur hann gefið upplýsingar í þessu máli. Það getur hugsazt, að einhver af þessum kynjalyfjum geti verið gagnleg sem meltingarlyf, en ég efast þó um það og held enda víst, að þeir, sem kaupa þau, eyði peningunum til ónýtis.“ Jónas Jónassen landlæknir notaði undir eins tækifærið: „Það eru ótrúlegar upphæðir, sem ganga út úr höndum landsmanna fyrir þessi lyf, sem eru alveg gagnslaus og oft háskaleg. Ég er sannfærður um, að brama-lífs- elixírinn hefur drepið mörg ungbörn. hér á landi og er það mesti háski að gefa þeim hann . . . Ef það er satt, að Valdimar Petersen telji ís- land hinn bezta markað fyrir Kína- lífs-elixír, þá er hörmung til þess að vita, að það skuli ganga ógrynni fjár út úr landinu fyrir þau lyf, sem ekki eru til neins gagns, en mörgum til bölvunar og sumum til líftjóns." Lyktaði máli þessu svo, að sam- þykktur var krónutollur á hvern pela elixíra og bittera. Það var þyngsta áfallið, sem þeir höfðu orðið fyrir fram til þess tíma — í raun- inni hið eina, er nokkru varðaði. Valdimar Petersen spurði auðvitað þegar ótíðindin til Kaupmannahafn- ar. Vafalítið hefur hann leitazt við að fá þessum lögum hnekkt, því að þá þurfti staðfestingu konungs á öll- um samþykktum alþingis. En sé þar rétt til getið, hefur viðleitni hans ekki borið árangur. Brá hann því við og sendi hingað miklar birgðir af elixír sínum, áður en lögin tóku gildi, 1. janúar árið 1900. Gat hann því auglýst í septembermánuði 1901. er nýskipun var komin á, að forða- búri miklu hefði verið komið upp fi Fáskrúðsfirði, og glatt landsmenn með því, að Kína-lífs-elixírinn myndi ekki hækka í verði, þrátt fyrir toll- inn. Svo fór þó sem vænta mátti, að senn sneyddist um í forðabúri Valdi- mars Petersens á Fáskrúðsfirði. En hann var við því búinn, að birgðirn ar gengju til þurrðar. Nú lét hann þann krók koma á móti bragði, að hann stofnaði Kínaverksmiðju á Seyð isfirði — þeim stað, sem einna mest hafði komið við sögu kynjalyfjanna og andófsins' gegn þeim ÞÓRÐUR THORODDSEN — beitti sér fyrir tolli á kynjalyfin. Á Seyðisfirði hafði verið Norð- maður einn, er Grode hét. Var hús í kaupstaðnum við hann kennt og nefnt Grúðahús. í því var hafizt handa um Kínasuðuna. Að sjálfsögðu lét Valdimar Petersen fylgja hinum sömu aðferðum, eða að minnsta kosti svipuðum, og hann hafði tíðkað í verksmiðju sinni í Friðrikshöfn. Því er þó ekki að leyna, að Seyðfirðing- um þótti sumt af því undarlegt, er til suðunnar þurfti. Eitt af því var hrossatað. Gerðist það nú atvinna barna og unglinga að safna hrossa- taði handa Kínaverksmiðjunni í Grúðahúsi. Urðu taðtökumenn eink- um fengsælir i kauptíðinni, þegar sveitamenn komu til Séyðisfjarðar með lestir sínar. En á varðbergi urðu þeir að vera, því að margir kepptu um fenginn. Ilins er ekki getið, að bændur hafi reitt tað ofan af Héraði, þótt vel megi vera,- að þess hafi verið einhver dæmi. Ekki gat hjá því farið, að ýmsar sögur kæmust á kreik um það, hvern- ig taðið væri notað við Kínasuðuna. Tók suma að gruna, er spurðist um taðsöfnunina, að metall sá, sem þeir höfðu lengi neytt sér til heilsubótar, væri seyði af vallgangi hrossa. Gat þar ýtt undir, að blöð höfðu flutt þá furðufregn, að í veldi sarsins rússneska hefði fundizt aðferð til þess að nota mannasaur við brenni- vínsgerð. Sannleikurinn mun þó hafa verið sá, að hrossataðið var brennt og reyktar við það jurtarætur, maríu- vandarrætur, rabarbararætur eða íris rætur, sem síðan voru seyddar. Ekki urðu taðsögurnar Kínabittern um til alvarlegs hnekkis. Framleiðsl- an í Grúðahúsi stóð í rauninni með mesta blóma. F-löskurnar streymdu þaðan tugþúsundum saman með grænu lakki á stútnum, og alltaf geislaði glasyppandi Kínverjinn af sömu sældinni á flöskumiðunum. Féglöggir alþingismenn nöguðu aft ur á móti á sér neglurnar. Þeim þótti súrt í brotið, að Valdimar Pet- ersen skyldi leika svona á þá og landsjóður missa af Kínagjaldinu En þetta voru ráðsnjallir menn. Sumar- ið 1907 hafði þeim hugkvæmzt nýtt úrræði, og var þá samþykkt á al- þingi að leggja framleiðslugjald á allan bitter, sem búinn var til í land- inu. Valdimar Petersen hafði pata af því, hvað til stóð. Flutti hann þetta sumar kynstrin öll af bitterefni til landsins, lét auka við verksmiðju sína á Austurlandi og brugga Kína af slíku kappi, að þær sögur flugu um landið, að hann myndi eiga fimm- tíu ára birgðir handa íslendingum, þegar lögin um framleiðslugjaldið væru loks komin á. En nú sá alþingi fslendinga við iðjuhöldinum. Þannig var um hnút- ana búið, að gjaldið skyldi ekki ein- ungis ná til þess, sem soðið yrði eftir að lögin hlytu staðfestingu, held ur einnig allra birgða, sem þá voru óseldar. Þetta varð Valdimar Petersen að sætta sig við eins og hvern annan ójöfnuð. Þó hefur hann tæpast þurft að borga sjálfur skatt af öllum birgð- unum, því að sömu vikurnar og þing- menn voru að velta vöngum yfir hinum nýju lögum, tókst honum að selja kaupmönnum firnin öll af elixír. Hafa þeir væntanlega ráðizt í þessi kaup í þeirri trú. að hann yrði dýr- ari síðar. Hið nýja gjald mun hafa numið sextíu til sjötíu aurum á glas, því að ekki spennti alþingi bogann svo hátt, að betur borgaði sig að sjóða bitt- erinn utan Jands. Hækkaði Valdimar nú verðið á glösunum úr hálfri ann- arri krónu í tvær, en hlaut þó að taka á sig nokkurn hluta af gjald- inu. Ef til.vill hefur hann gert þett- með hálfum huga. En það kom á daginn, að óhætt var að treysta fs lendingum. Salan tregðaðist ekki 1 stórra muna, þó að verðið hækk Þessi dýrð stóð þó ekki > r I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 401

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.