Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Qupperneq 3
f
KNÚTUR ÞORSTEINSSON
frá Úlfsstöðum:
sv eit-inni
Frá múgsins vafstri og vélagný,
á vit þín flý ég, kæra sveit,
og frjáls og hýr þú fagnar mér
með friðarbrosi í hverjum reit.
Um grund og brúnir gjöful sól
ber geisladýrð og Ijómaglit.
Og loftin titra, heið og há,
við himinblæ og vængjaþyt.
Þeim fæti, er óx við mjúka mold,
er malargangan þrautasár.
Því bernskuhagans heimamót
ber hugur þrátt, þó líði ár.
Ég þráði æ þinn söng og svip,
þinn sælufaðm og vinartök,
því þar sem brostu blóm í laut
mín biðu hjartans óskarök.
Nú finnst mér allt svo létt og Ijúft
sem lífið syngi nýjan óð.
Og árdögg heit um teig og tún,
fer föframagni um æð og blóð.
Mín yndisprúða æskusveit,
mér æðstu hnossin færir enn.
Hér gæti ég sérhvert borið böl
í bliðri sátt við Guð og menn. — 1
w lw- r, —..
/
En alls konar lyf og pillur misnota
menn iðulega.
Notkun jurtalyfja hefur aukizt á
fslandi, en samt er það svo, að út-
lendar matvörur, ávextir og fleira,
sem hingað flyzt, er jafnaðarlega
miklu meir meðhöndlað með sterk-
um lyfjum heldur en innlend fram-
leiðsla. Og ekki er aðeins um eigin-
leg jurtalyf að ræða, heldur eru
matvæli iðulega meðhöndluð með
sterkum geymslulyfjum, rotvarnar
efnum, varasömum matarlitum og
ýmsu öðru, jafnvel sum fataefni möl
verjandi lyfjum, sumum mjög sterk-,
um. Verjandi efni eru sett í suma
málningu og þar fram efth götun-
um. Hættan er alls staðar -mig í
nýjum, lítt reyndum læki fjum,
eins og alkunn, nýleg dæmi sanna.
Ýmis hættuleg efni eru einnig
notuð í margs konar iðnaði og þarf
þar einnig strangt eftirlit. Eru úr-
gangsefnin meðal annars mikið vanda
mál.
í flestum menningarlöndum eru
menn í rauninni gegnsósa af lyfjum,
bæði mannalyfjum og jurtalyfjum
í Bandaríkjunum er talið, að nokk-
uð af DDT sé að finna í. sérhverri
manneskju, aðallega í fituvefjum.
Þar í landi hefur DDT verið notað
mjög mikið gegn skordýrum, bæði
utan húss og innan. DDT hefur líka
fundizt í norsku lýsi. hvernig sem
það svo hefur komizt þangað. DDT
lielzt mjög lengi í jarðvegi og víðar.
En þó það sé fundið í líkama fjölda
manna, vita menn lítið um skaðsemi
þess og eru að því leyti enn í óvissu.
Langvirk lyf eins og DDT eru vitan-
lega öflug, en jafnframt varasöm
vegna Þess, hve lengi þau halda
áhrifamætti sínum. Er farið að banna
að nota sum þeirra, til dæmis Aldri,
og reynt að framleiða í staðinn lyf,
sem fljótlega verða skaðleg eftir
notkun. í fjósum eru ýmis lyf að
leysa DDT af hólmi, til dæmis lyf,
sem innihalda pyrethrin, dimethoat
og fleira, sem eyðir flugum. Á nótt-
unni sitja flugurnar oft á þiljum og
stoðum uppi yfir dýrunum. Má þar
koma lyfjum við, hærra uppi en
kýrnar ná að sleikja, og svo við
glugga.
Stundum hefur reynzt nauðsynlegt
að skipta um lyf vegna þess, að upp
hafa komið ónæmir stofnar skordýra,
og hefur ónæmu dýrunum fjölgað.
Reynt er líka að finna og fjölga
sníkjudýrum og fleiri sníkjuverum,
sem sníkja á meindýrum og eyða
þeim. Þetta hefur borið nokkurn
árangur, en sjaldan viðunanlegan
enn sem komið er, hvað sem svo
verður í framtíðinni.
Oft er spurt, hvers vegna skordýr
og pestir sæki meira á ræktaðar
jurtir en á villigróður. Þetta staf-
ar sennilega að Bokkru leyti af rækt-
unaraðferðum. Við byltum jarðveg-
inum og ræktum jafnaðarlega mjög
einhæfan gróður á stórum, samfelld-
um svæðum, svo sem kartöflur, kál,
rófur og- korn í görðum eða á ökr-
um. Þannig er þetta ekki úti í villtri
náttúrunni. Þar er jarðvegur óhreyfð
ur og jurtirnar vaxa í blandi, hver
innan um aðra. Við knýjum jurtirn-
ar til mikillár uppskeru með mikl-
um áburði og fleiri aðgerðum, en
þá þurfa þær jafnframt hina mestu
nákvæmni og umönnun, likt há-
nytja mjólkurkúm.
Villigróður sleppur þó ekki heldur
við sjúkdóma, síður en svo. Gras-
maðkur herjar öðru hverju óræktar-
valllendi og óræktartún. Skógarmaðk
ar hafa skemmt skóga og kjarr frá
alda öðli. Sótsveppur svertir og aflag
ar blómöx stara og þursaskeggs uro
land allt. Sveppir eru líka í lyngi
grasi og fleiri jurtum
Nútímamaðurinn lifii ekki án
lyfja. Hann notar lyf því nær frá
fæðingu. Hann notar sterk, eit’uð
þvottaefni, eitur í margar iðnaðar-
vörur, líka á jurtirnar sínar. bæði
úti í garðinum og í geymslu Hann
notar lyf í fjósinu, hænsnahósinu,
baðar sauðféð og gefur því inn lyf,
ber lyf í fataefni sín, lætur úrgangs-
efni frá verksmiðjum og bæjum
renna í ár, læki og sjó, þar sem fisk-
ar fá þau í sig, lætur geislavirkum
efnum rigna yfir land og sæ
Síðasta aldarfjórðunginn hafa
komið á markaðinn miklu fleiri lyf
en nokkru sinni fyrr. Má vel telja
það byltingu, sem engan veginn er
séð fyrir endann á. Ýmis þessi lyf
verða að teljast ný í heiminum, það
eru efnasambönd, sem ekki voru
þekkt áður. Vita menn því í raun-
inni harla lítið um verkanir þeirra
og ekki'sízt aukaverkanir til lengdar.
Lyfjanolkun hefur' jafnframt aukizt
stórkostlega, til dæmis á sviði plöntu-
lyfja, illgresiseyðingarlyfja og
geymslulyfja matvæla. Ber að fagna
því, að lög og reglur um slík lyf
eru í undirbúningi.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
435