Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 4
SéS yfir Skáleyjar á BreiSafirSi. Þar halda bændurnir enn velli. L í nágrenni við mig býr gamall Norðlendingur. Ég hitti hann á götu snemma morguns fyrir skömmu og innti hann eftir hafísnum á hans gömlu heimamiðum. — Já, þeir tala mikið um þetta hafíshrafl, sagði hann. Básúna hafis- fréttir út um allar jarðir í tíma og ótíma oft á dag. Flugvélar þeytast umhverfis landið, og varðskip eru höfð í snatti vegna þess arna. Það er nærri því eins og meðan mest gekk á með Surtsey og draugagang- inn á Saurum. Þeir hafa gaman af þessu hérna. En sem betur fer heyra Norðlendingar þetta raus líklega ekki, fremur en annað sem varpað er út héðan. Þeir myndu brosa að þessum fyrirgangi, gömlu mennirn- ir. Það er talað um, að ísinn sé land- fastur — og einn jaka sáu þeir frá Látrum. Þetta má sjálfsagt allt tii »anns vegar færa. En það er lögð dálftið önnur merking i hugtakið „landfastur ís“ en var í mínu ung- ■iœmi. Við töluðum ekki um land- fastan ís fyrir norðan, þótt hann klóraði sér við Horn og Langanes og snerist um Grímsey háveturinn. Það tók því ekki. Til þess að hafís sé landfastur, verður hann að ryðjast um flúðir og börð og fylla hvert ármynni og lækjardrag vestan frá Bjargtöngum, norður og austur um land og allt suður til Hornarfjarðar. Það kalla ég Iandfastan ís. — Ef það yrði á næstunni, kynni svo að fara, að Stefán fréttamaður þyrfti ekki að láta-svín hrína og ljúga því svo að landslýðnum, að það væri bjarndýrsöskur á landföstum ísi. Hann er oft fyndinn, garpurínn. Annars eru ísbirnir ekki algeng dýr hér, þótt ís beri að landinu. — Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar gengið Húnaflóa þveran og endilangan og aldrei orð- ið var við ísbirni, mesta lagi horaða og hálffreðna refi. En máski hefðu þeir orðið að geltandi isbjörnum i fréttum útvarpsins og refaför að bjarndýraslóð. — Húsbóndi minn spurði mig stund- um, þegar ég kom heim: — Sástu nokkuð á ísnum? — Nei, sagði ég. — — Ég veit það, sagði hann. — Hann er steindauður, skepnan sú arna. Svo hélt hann áfram að tvinna hrosshár á snælduna sina. Og á með- an ég var að sofna í fletinu mínu, heyrði ég hann tauta fyrir munni sér: — Það verður líklega minna um hrosshárið hérna næsta vetur — og herti á spunanum. — Það var ekki alltaf verið að tala um hafís fyrir norðan, þótt hvítt væri fyrir landi. Þetta sagði gamli Norðlendingur- inn um hafísinn. Svo sló hann út í aðra sálma. — Þú ert úr Breiðafirði, og hefur aldrei séð jaka? — Ég hef aldrei séð hafís, sagði ég. — Þangað hefur aldrei komið haf- ís, bætti hann við. — Það er langt síðan, sagði ég. Svo rauk hann til vinnu sinnar, meira en áttræður karlinn. 436 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.