Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 8
KRISTJÁN HELGASONs
Á HEIÐMÖRK
Jörðin eins og gimsteinn giitrar,
grund í silfurdöggvum titrar,
loftins blámi er logaskær.
Komdu og sjáðu kjarrið, vina,
kom og hlusta á sönglistina.
Mín væna ei dýrrí fegurð fær.
Hér má eyða lífsins le'iða.
Læknikraftur vorra heiða
er máttugur sem morgunsól.
Kveður blítt í lyngi lóa,
leikur undir fyrir spóa.
Margur á hér stelkur stól.
Gott er að eiga heiðaheima.
Hér skal minningarnar geyma
um menning vora og manndómsverk.
Mörkin kenni oss mannasiði:
að mega saman vinna í friði.
Þannig verður þjóð vor sterk.
— iinmnm iwiiw im - .r,— E
gamlar gönguslóðir í hörðum vetr-
um.
5.
Eftir að ísinn leysti af Flateyjar-
sundinu, beindu margir för sinni til
Svefneyja eða í Hvallátur og fengu
flutning þaðan á bátum um sundið.
Það mun hafa verið Gunnfríður,
ásamt fylgdarliði, sem síðast gekk
til lands úr eyjum þennan vetur.
Fríða var dálítið fágæt kona og
ólík því, sem flestar kynsystur henn-
ar gerast nú. Frekar var hún lág
vexti, lotin í herðum og gild, hend-
urnar mjúkar og fínle'gar, andlitið
kringlótt, nefið eins og lítil kartafla,
varirnar þykkar og eldrauðar, og
kinnarnar glóðu elns og fegurstu rós-
ir. Tvær gular tennur náðu dálltið
fram á neðri vörina. Augun voru blá
og greindarlega undir hvelfdum
brúnum. Úr þeim gneistaði lifsfjör
og ánægja, sem hún átti svo hægt
imeð að mlðla öðrum. — Svo var
hún ákaflega greiðug, sögðu ná-
grannar hennar, talaði ekki ilia um
nokkurn mann og vildi öllum mönn-
um vel.
Hún hafði komið út i eyjar fyrr
um veturinn. En nú vanhagafii hana
um eitthvað — kaffi, sykur, meðul
og sitthvað fleira.
Hún sagðist ekki vita, hvenær hún
kæmist í kaupstaðinn, ef hún missti
af blessuðum ísnum. Bátarnir í landi
væru litlir og ekkert vist, að hún
fengi far með þeim, þegar fært yrði
á sjó. Það yrði vist nóg afi flytja og
henni væri ofaukið I hverjum báti,
enda hefði hún aldrei lært að berja
sjóinn með spýtu.
Svona lét hún dæluna ganga, þar
sem hún sat inni á rúmi í bafistof-
unni með frofiu í munnvikjunum,
reri fram í gráðið og hallaði dálítifi
undir flatt.
Síðan hélt hún áfram út í Látur
eftir blautum og krömum ísnum.
Hamarshöggin dundu í smiðjunni
hjá Ólafi. Hann var í óðaönn að
gera við Svefneyjaskipið. Það hafði
verið dregið af hestum og mönnum
inn í Látur fyrr um veturinn. Magnús
Jóhannsson átti ævinlega hesta og
íar mestur hestamaður af eyjamönn-
um, enda búfræðingur frá Torfa í
Ólafsdal. Nú þurfti skipið að vera
tilbúið áður en fjárflutningar og aðr-
ar vorannir hæfust.
—Ég þeld, að þú drepir þig á
þessu flakki, Fríða, sagði Ólafur,
þegar hún snaraðist inn í skemmuna
hans, Ijómandi af gleði og lífsfjöri.
— Þafi ætti að banna þetta ráp eftir
íssmáninni, komið undir sumarmál.
— Nei, Ólafur minn, sagði Fríða,
— það er engin hætta á því. Gufi
hefur ævinlega verið mér góður, og
hann fer ekki að láta mig deyja
núna frá allslausu kotinu og karlin-
um í bólinu. — Ég sé, að hér er
eitthvað verið að vinna eins
og endranær, en nú þarf ég að kom-
ast út í Flatey og reiddi mig á þig.
Mér var líka sagt í landi, að þa^
væri óhætt.
^ — Þú ert makalaus, Fríða, sagði
Ólafur, brosti að ákafanum í kerl-
ingunni og sendi með hana út í Flat-
ey.
Svo kom hún aftur í Skáleyjar —
það mun hafa verið 3. apríl. Sól-
bráð var á hverjum degi — snjó-
breiðan á ísnum eins og bráðið smér.
Íshellan undir henni þynntist og
meyrnaði dag frá degi: Bullandi
ófærð.
Meyjaraugu voru dottin hér og þar
á ísinn, þar sem hann átti þó ao
heita gengur. Á þeim flutu vatnsend-
ur. Þær voru aldrei feitari en nú.
Hvar höfðu þær verið í vetur? Há-
vellan söng við ísskörina, og veiði-
bjallan vakti yfir rauðmaga við fjöru-
mál. Það var vor í lofti.
— Það dugar ekki annað en halda
áfram, sagði Fríða, þar sem hún stóð
í hlaðvarpanum heima, og vatnið
bullaði upp úr skónum hennar.
— Þú hefur nú sokkaskipti, Fríða
min, — og hvílir þig, sagði mamma
við hana.
— Ég má varla vera að því, anzaði
Fríða. — Allir segja, að ísinn sé
orðinn bráðónýtur. ~Á morgun getur
hann verið farinn.
Þó skauzt hún í bæinn.
Síðan stytti hún kápu og pils upp
á rass. Sokkaböndin skörtuðu eins og
fegurstu fánalitir á digrum fótleggj-
unum — buxurnar voru rauðar.
Skökkum og klútum kastaði hún aft-
ur á herðar, svo grásprengt hárið
lék laust í golunni.
— Þið fylgið mér, strákar, sagði
hún. Hann pabbi ykkar sagði það.
Ég má til með að komast heim —
karlinn liggur í bólinu af alls konar
vesöld.
Svo rauk hún af stað út á meyr-
an og bráðónýtan vorísinn og stefndi
á Skálanes.
Við fylgdum henni upp fyrir miðj-
an flóa og bárum einhverja pinkla
fyrir hana. Hún klifaði á því alla
leið, hve fólkið í eyjunum væri gott.
— Svo sáum við til mannaferða úr
landi í námunda við Fjórðungaboða.
— Þarna kemur Jón, sagði hún.
— Hann var búinn að lofa því.
Snúið þið nú við, drengir mínir. Ég
vff'ekki að neiíín hafi illt af mér.
Framhald á 454. síðu.
440
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ