Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 11
Reykhólar í Reykhólasveit. Þar hélzt kornyrkja lengi, og mun jarðhitans hafanotið þar við.
og 11. öld, en þar mun þessi at-
vinnugrein með öllu aflögð um 1200.
Hún virðist með öðrum orðum hafa
haldizt meðan skógar voru óeyddir
og skýldu ökrunum .Sama er að segja
um Múlasýslur, nema þar mun korn-
rækt aldrei hafa orðið jafnalmenn
og á Norðurlandi.
Á Vestfjarðakjálkanum virðist ak-
uryrkja aldrei hafa náð teljandi fót-
festu, ef þannig mætti að orði kom-
ast, utan jarðhitasvæða, nema
í Barðastrandasýslu. Um 1330 á
Vatnsfjarðarkirkja sáðjörð á Reykja-
nesi sem vill, en í Barðastrandar-
sýslu er getið um akurgerði undir
hrauni á Skálanesi í Gufudalshreppi
og í Svínanesi í Hlíðarlandi í Þorksa-
firði. Þá segir í Þorgils sögu og Haf-
liða frá veizlu, sem haldin var á
Reykhólum í Reykhólasveit í ágúst-
byrjun árið 1119. Skyldi þar vera
Ólafsgildi hvert sumar, ef korn gæti
að kaupa, tvö mjölsáld, á Þórsnes-
þingi. „Á Reykhólum voru svo góð-
ir landskostir i þann tíma, að þar
voru aldrei ófrævir akrarnir, en það
var jafnan vani, að þar var nýtt
mjöl haft til beinabóta og ágætis að
þeirri veizlu.“
Menn eru ekki á einu máli um
það, hvenær Þorgils saga muni rituð,
en þó er hún ekki talin eldri en
frá síðari hluta 12. aldar. Af tilvitn-
uðum orðum sést, að höfundur tel-
ur, að kornið á Reykhólum sé ekki
framar jafnbráðþroska eins og það
hafi verið um 1100.
Bæði örnefni og aðrar heimildir
vitna um talsverða akuryrkju á eyj-
um í Breiðafirði, en vafasamt er, að
hún hafi haldizt fram á 13. öld, og
ef til vill nokikru lengur. Þá
virðist kornyrkja vera úr sögunni
hér á landi norðan Snæfellsness og
Lónsfjarðar, ef undan eru þegin
jarðhitasvæði á Barðaströnd og við
Djúp. Hér hafa menn snemma lært
að nytja jarðhita að nokkru til rækt-
unar.
í máldaga kirkjunnar á Syðri-
Reykjum á Mosfellssveit frá því um
1180 segir meðal annars: „En kirkj-
an á nítján mæla akurlönd í Görð-
um út og selja sáin hálf af hendi/
Út (vestur) frá Syðri-Reykjum var
túnblettur með gömlum girðingum
og nefndist Akrar, en það er jarð-
hitasvæði. Þá átti ábúandi jarðarinn-
ar að gjalda presti „hundrað álna
gjaldamjöl af helmingi, ef hann
vill það heldur en vöru. Bóndinn
hefur því stundað akuryrkju engu
síður en prestur. í máldaga kirkj-
unnar frá því um 1400 eru báðar
þessar greinar felldar niður. Þá virð-
ist kornyrkja úr sögunni á Syðri-
Reykjum.
Annálar greina, að óáran varð á
korni 1331 og enn fremur, að akrar
spilltust 1389. Af máldögum kirkna
má ráða, að um 1400 hafi kornyrkja
gengið talsvert saman í kornyrkju-
héruðunum um sunnanvert landið og
við Faxaflóa, einskorðazt mjög við
strandhéruðin, en á Suðurnesjum,
um lágsveitir Árnes- og Rangárvalla-
sýslu, sunnanvert Snæfellsnes og á
Reykjanesi við Djúp mun þessi at-
vinnuvegur hafa haldizt fram um
miðja 16. öld og jafnvel lengur. Erf-
itt er að ráða af heimildum, hvenær
kornyrkja leggst niður í Skaftafells-
sýslum, af því að þær greina lítt á
milli meltekju og sáðkorns.
Vitnisburðir frá um 1600.
Um 1593 ritaði Sigurður Stefáns-
son Skálholtsrektor (dáinn 1594 eða
1595) íslandslýsingu á latínu: Qual-
is cunque Descriptio Islandiæ — og
segir þar meðal annars:
„En eyjarskeggjar (íslendingar)
eru sviptir þeim hlunnindum, sem
þeir nutu áður, þegar akuryrkja var
víða almennt stunduð á íslandi eins
og fornrit vor, sjálfir akurgarðarn-
ir og forn örnefni vitna um enn í
dag. Ég álít ekki, að eyjunni hafi
hnignað svo mjög, að hún sé óhæf
til akuryrkju, einkum af því ð
kornrækt er eyjarskeggjum til mik-
illa nytsemda á ýmsum stöðum um
sunnanvert landið, heldur hafa allir
íslendingar um langan aldur og allt
til vorra daga smám saman afrækzt
öll akuryrkjustörf, enda eru þeir
flestir sammála um, að það sé miklu
hagfelldara að kaupa innflutt lcorn
Framhald á 454. síðu.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
443