Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Page 14
RÝÚNÓSÚKE AKÚTAGAWA: - - - '^aI- ■•- MEYDÓMUR ÞJÓN- USTUSTÚLKUNNAR Litlu eftir hádegi 14. dag maímán- aðar árið 1868 var svolátandi viðvör- un fest upp í borginni Edó: „í dög- un í fyrramálið munu hersveitir keis- arans leggja til atlögu við liðsmenn shógúnsins, sém búizt hafa um á Tóei hæð. Fólk, sem á heima í grennd við Úenó, leiti sér afdreps, íjvar sem það er að finna.“ i húsi því, sem Masabei Kógaja, kryddsali í Míkóme í Shítaja-matsí, hafði flúið úr, hnipraði sig deplóttur köttur, líkastur skjaldböku á litinn, fyrir framan stóra öðuskel í einu horni eldhússins. Allir gluggar höfðu verið byrgðir svo vandlega, að myrkt og hljótt var inni, þótt um hábjart- an dag væri. Það hafði rignt dögum saman, og eina hljóðið, sem heyrðist, var buldur regnsins á þakinu. Úr- koman' dvínaði annað veifið, en færðist í aukana þess á milli, og í hvert skipti sem buldrið jókst, lét kötturinn rifa í rafkynja augu sín: Það glórði óheillavænlega í þessi fosfóraugu í myrkri eldhússins, þar sem ekki sást einu sinni votta fyrir eldstónni. En þegar kötturinn varð þess áskynja, að ekkert gerðist nema hvað regnbuldrið magnaðist, hirti hann ekki um að hreyfa sig. Hann lygndi augunum og kipraði þau sam- an, unz þau voru eins og þráðarspotti á milli augnalokanna. Þetta gerðist hvað eftir annað, og loks hefur kötturinn líklega sofnað því að hann hætti að opna glyrn- urnar. Við og við stytti upp, en þess á milli skullu þungar hryðjur á þak- inu. Klukkan varð þrjú — fjögur. Degi hallaði og rökkrið og gnauð regnsins rann saman í eitt. Klukkan var orðin fimm, þegar kötturinn glennti skyndilega upp kringlótt augu og horfði af íhygli fram fyrir sig eins og eitthvað hefði vakið honum ótta. Það var hætt að rigna, og ekkert hljóð heyrðist nema hróp burðarkarlanna, sem skokkuðu með burðarstóla sína niður götuna úti fyrir. Þögn hafði ríkt nokkur andartök, þegar skyndilega lagði skímu inn í eldhúsið. Hver hluturinn af öðrum varð sýnilegur: Eldstóin birtist, og það glitti í vatn í lok- lausri krukku. Helgiskrínið kom í ljós, og þarna var snúran, sem tekið var í, þegar ljórinn var opnaður. Kett inum varð æ órórra. Hann reis sila- lega á fætur, stór og bústinn, og gaut augunum í áttina til útidyranna, sem opnuðust í þessari andrá. Sá, sem í húsið gekk, laulc ekki einungis upp útidyrunum, heldur einnig innri dyrunum, hratt upp papp írshurðinni. Þetta var rennblautur flækingur, betlari. Hann teygði fram hálsinn, sem hann hafði brugðið um gömlu handklæði, lymskulegur í hátt um, og beið þess hlustandi, hvort hann yrði var við nokkra hreyfingu í þöglu húsinu. Þegar hann hafði sannfært sig um, að húsið væri mann- laust, arkaði hann inn í eldhúsið — durgslegur maður, sem reyrt hafði utan iim sig nýja hálmfléttu til hlífð- ar sér í rigningunni. Það skein á votan, gulhvítan hálminn. Kötturinn lagði kollhúfur og hop- aði undan. Betlarinn veitti honum ekki athygli fyrst í stað, Iokaði papp- írshurðinni á eftir sér og rakti hand- klæðið í makindum af hálsi sér. Hár hans var furðulega sítt, og límbor- Rýúnósúke Akútagawa var Japani, svo sem þessi saga ber meS sér. Hann lifSi skamma ævi, en vakti mikla athygli í Japan framan af þessari öld, Hann var boðberi þeirrar kenn- ingar, að sjálfsafneitun, jafnvel sjálfsútþurrkun, væri veg- urinn til hamingjunnar. Efni í sögur sínar sótti hann mjög í japanskar þjóðsagnir, er hann mótaði og fór með eins og hugur bauð. Hann er enn í metum í Japan, og sögur hans hafa einnig verið þýddar á útlend mál og gefin út á Vesturlöndum. 446 T inn pappír loddi við andlit hans á tveimur stöðum. En þó að hann væri harla óhreinn og illa til reika, voru andlitsdrættirnir ekki óþekkilegir. „Kis-kis,“ sagði hann lágri röddu um leið og hann strauk framan úr sér og renndi handklæðinu yfir renn- vott hárið. Kötturinn reisti eyrun, líkt og hann kannaðist við röddina. En hann hreyfði sig ekki, heldur lét sér nægja að gjóta augun- um tortryggnislega til gests- ins öðru hverju. Flækingur- inn leysti af sér hálmfléttuna, hlamm aði sér á gólfið fyrir framan kött- inn og krosslagði fæturna, sem voru svo forugir, að varla sást hörunds- litur á leggjunum. „Heil og sæl, kisa mín,“ sagði hann, hló niður í bringuna og klapp- aði á hausinn á kettinum. „Ég sé, að húsið er mannlaust. Það hefur skilið þig hér eftir í ráðaleysi." Snöggvast virtist kötturinn ætla að spretta á fætur og forða sér. En hann gerði það ekki. Hann sat kyrr, þar sem hann var kominn, og smám saman fóru augun að dragast sam- an. Flækingurinn hætti að klappa á kollinn á honum og dró í þess stað skammbyssu upp úr vasa sínum, löðr- andi í olíu, og grandskoðaði gikk- inn við skímuna, sem lagði inn í eldhúsið. Það var undarlegt atferli að sitja þarna flötum beinum á gólfi eldhússins, þegar orrusta vofði yfir. Kötturinn átti ekki slíku að venjast. Samt sat hann kyrr með kipruð augu og skaut upp kryppunni af viðlíka skeytingarleysi og honum væru all- ir leyndardómar opin bók. „Jæja, kisi minn,“ sagði flækingur- inn við köttinn. „í fyrramálið rign- ir hér byssukúlum, og þú deyrð, ef þær lenda á þér. Mundu mig um það að fara ekki út úr húsinu hvað sem yfir dynur. Þú ættir að fela þig und- ir gólffjölunum." Hann reri með bakföllum. „Við höfum verið vinir,“ hélt hann áfram, „en nú sjáumst við í síðasta sinn.“ Þetta endurtók hann kvað eft ir annað á meðan hann skoðaði byssu sína. „Morgundagurinn verður okkur báðum djöfuls hrelling, þér og mér. Og á morgun dey ég kannski. En þó að' ég sleppi heill á húfi, ætla ég ekki að snuðra lengur kringum sorphaugana. Þér líkar það líklega?“ Nú skall á hryðja með miklu buldri og gnauði. Regnmóðan huldi helluþakið, og það rökkvaði tii muna í eldhúsinu. Flækingurinn leit ekki upp. Hann hafði skoðað skammbyssu sína til hlítar og tók að bauka við að hlaða hana. „Heldurðu, að þú saknir mín, þeg- ar ég er farinn?" hélt hann áfram „Nei — kettir gleyma því fljótt, þó að þeir hafi notið elsku og ástúðar í þrjú ár — svo hef ég heyrt sagt. Það er ólíklegt, að þú sért áreiðan- í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.