Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Síða 18
v\. Skolaheinisólmii
Eins og að líkum lætur, þar sem
íér voru kennarar á ferð, var reynt
ð kynna sér skóla eftir föngum. En
>ar sem nú var hásumar, voru barna
;kólar ekki starfandi. Mátti það telj
*st bagalegt, þar eð barnakennarar
.oru hér að meginhluta nieðal þátt
akenda. En þá varð að láta sér
ynda að heimsækja önnur skólastig
Dag einn i júlímánuði var skiþu
ögð til nokkurra ungmennaskóla
trá Askov, þar sem við dvöldumst
tnnars um nokkurt skeið. Fararstjó)
inn var Holger Kjær, kennari í Askov
Hann ferðaðist eitt sumar um ísland
endur fyrir löngu til þess að kynna
sér heimilisfræðsluna og hefur skrif-
að um hana allmikið. Holger er nú
kominn á efri ár og er ekki lengur
fastur kennari, en kennir sem stunda
kennari enn. Hann er ljúfmennskan
ein og vill allt fyrir okkur gera
Fyrst var haldið til Skanderup,
se iner nokkuð fyrir sunnan og aust-
an Askov Landamærin 1864—1920
voru aðeins fimm kílómetrum
fyrir sunnan þennan stað For-
stöðumaður skólans fræðir okkur
um sögu staðaríns. Hann hefur
sjálfur verið skólastjóri í aldar-
fjórðung, en «kólinn var stofn-
aður árið 1914 r>etta er einn hinm
mörgu skóla, sem nefnast efterskoler.
Það eru heimavistarskólar fyrir ung
linga á aldrinum fjórtán til átján ára.
Nú eru alls um tiu þúsund nemendur
í þessum skólum í Danmörku. Aðal-
lega er námið miðað við það, að
nemendur leggi síðan fyrir sig land-
öúnað, enda kennslan í samræmi við
bað.
Þsiöja grein
Skólastjórinn er eigandi skólans
eins og altítt er. Keypti hann, þegar
hann tók við honum, og rekur hann
með ríflegum ríkisstyrk. Til stækkun-
ar hefur hann keypt búgarð við hlið-
ina á skólanum.
Hér er samskóli. Eru tveir nem-
endur um herbergið. Er slíkt til fyrir-
myndar, því að margir tefja oft hver
fyrir öðrum. í íslenzkum heimavist-
arskólum eru oft fjórir til sex nem-
endur um herbergið.
Okkur er leyft að bera fram fyrir-
spurnir að loknu erindi skólastjórans
um skólann. Ég spyr, hvort reyking-
ar séu bannaðar. Nei, það ei ekki
bannað að reykja. Að vísu mega nem-
endur ekki reykja, nema í dagstof-
unni. Skólinn getur ekki bannað það,
sem heimilin banna ekki, segir skóla-
stjórinn. Skal ekki lagður dómur á
þessi ummæli hér, en aðeins minnt
á, að íslenzkir skólastjórar, sem hafa
yfir ungmennum í heimavistarskólum
að segja, verða að marka ákveðna
stefnu í þessum málum, en mér skilst.
að hún sé æðilosaraleg.
Hvað kostar svo nám í þessum
skólum á mánuði, er spurt. Það kost-
ar um 325 krónur, en þar af greiðir
ríkið styrk sem svarar 90%. Þetta
eru mikil vildarkjör.
Næst er haldið norður að Litla-
Belti til Snoghöj-lýðháskóla. Þar ræð-
ur nú húsum Poul Engberg, prest-
lærður maður, miðaldra. Hér er fag-
urt útsýni til Fjóns yfir Litla-Belti.
í þessum skóla stunda fslendingar
nám á hverju ári, enda skólastjór-
inn mikill fslandsvinur. Hann hefur
Iagt þungt lóð á vogarskálina í sam-
bandi við handritamálið, en lýðskóla-
menn hafa verið þar í fararbroddi,
meðan háskólamenn, hinir menntuð-
ustu menn, hafa snúizt öndverðir eins
og kunnugt er.
í skólanum er kapella, ljómandi
fögur. Þar safnast nemendur til
stuttra, andlegra hugleiðinga á degi
hverjum. Veggir þykkir, gluggar smá-
ir. í anddyrinu eru málverk úr goða-
fræði norrænna manna, og könn-
umst við þar við mörg nöfn. Það er
ekki.ofsögum af því sagt, að Norður-
löndin búi að sameiginlegum menn-
ingararfi.
Nú standa yfir miklar byggingar-
framkvæmdir í Snoghöj. Bæði er ver-
ið að stækka og endurbyggja gömul
hús, sem ekki uppfylla lengur kröf-
ur tímans. Hér er einn virtasti lýð-
háskóli Danmerkur.
Landbúnaðar- og húsmæðraskólinn
í Vinding, í grennd við Vejle, er
næst heimsóttur. Stofnaður árið 1867.
Húsmæðraskóli var nú starfandi, en
á vetrum eru piltar við búnaðarnám.
Langtum fleiri stúlkur sækja skól-
ann úr bæjum en sveitum, og ekki
mega þær vera yngri en seytján ára,
þegar þær koma í skólann. Þegar
við heimsækjum skólann, eru 37
stúlkur við nám. Þær eru að læra
matarefnafræði. í fjarveru skólastjór-
ans sýnir kona hans okkur' húsa-
kynni skólans og flytur stutta ræðu.
í tíð núverandi skólastjóra hefur
mikið verið byggt, en fyrirrennarinn
var ekki eins stórtækur í þeim efn-
um, byggði aðeins eitt hænsnahús!
Danir virðast miða nám, meira en
við, við það notagildi, sem það kann
að veita síðar á lífsleiðinni fyrir ein-
staklinginn — námið þarf að vera
Eftir Auðun Braga Sveinsson, kennara
450
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ