Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 20
aí mönnum en í gamla daga, meðan aðeins fáír útvaldir gátu stundað nám, en fjöldinn var fákunnandi á flestum sviðum. Þá notuðu mennta- mennirnir sér forréttindi sín og sýndu dramb í viðskiptum sínum við almenning. Að vísu telja ýmsir, að ekki megi að fullu þurrka út mun á stétt- unum, en greinileg er, að stöðugt stefnir í þá átt að gera hlut manna sem svipaðastan á flestum sviðum. Skólaheimsóknum er lokið og hald- ið heim til Askov. XVI. Askov. Enginn lýðskóli í Danmörku mun kunnari íslendingum en sá, sem er í smábænum Askov á Jótlandi. Þar hafa margir stundað nám, langan eða skamman tíma, ekki sízt kennarar. Mætti nefna marga slíka, sem síðar hafa reynzt merkir skóla- og menn- ingarfrömuðir, eftir að heim var kom- ið, e'n verður ekki gert hér. Þarf ekki annað en að glugga í hið merka mannfræðirit, kennaratalið, til þess að komast að raun um það. í undanfarandi köflum hefur ver- ið minnzt á nokkra danska lýðskóla. Væri ómaklegt, ef ekki væri að neinu getið þess skóla, sem almennt er álitinn háskóli lýðskólanna. en það er einmitt skólinn í Askov. Lýðskólahreyfingin danska á i upphafi tilveru sína að þakka prest- inum. sálmaskáldinu og rithöfundin- um N. F. S. Grundtvig (1787—1872). Hann vildi skapa skóla fyrir lífið. Honum hafði sjálfum leiðzt náms- staglið í latínuskólanum og háskól- anum. Krafa hans var sú, að líf og lærdómur ætti að fylgjast að, en í þessum skólum fannst honum ung- lingarnir meðhöndlaðir þannig, að þeir yrðu að lærðum öldungum. Nei, fyrst er það lífið, lærdómurinn á eftir. Á þessum grunni eru allir lýð- skólar reisfir. Hugsjónin var frá Grundtvig, framkvæmdin frá mörg- um góðum mönnum, allt til þessa dags. Grundtvig hafði ætlað sér að koma upp fyrsta lýðskóla sínum í Sórey á Sjálandi árið 1847, þegar vísinda- skólinn þar var lagður niður, en úr því varð ekki, þrátt fyrir loforð Kristjáns konungs VIII. Hann and- aðist árið eftir (1848). Þá varð Mad- vig menntamálaráðherra. Hann kom í veg fyrir, að þessi draumur rættist. En sem betur fór, komu fleiri bar- áttumenn lýðskólamálsins til sögunn- ar. Árið 1844; hafði fyrsti lýðskólinn tekið til starfa í Rödding, en 1851 kom Christen Kold (1816—1870) á fót skóla í Ryslinge á Fjóni. Á sjötugsafmæli Grundtvigs, hinn 8. september 1843, færðu norskir og danskir vinir Christens Kolds honum peningjagjöf, sem var notuð til þess að koma á fót lýðskóla í Kaupmanna- höfn og nefndur Merlelyst, eftir ann- arri konu Grundtvigs. Þetta var hinn eiginlegi lýðskóli Grundtvigs. Hin upprunalega hugsjón hans um lýð- skóla varð að vísu aldrei að veru- leika, en neistann kveikti hann. Það var Chrlsten Kold, sem kom hugsjón- inni í framkvæmd. Og hann var son- ur skósmiðs eins og H. C. Andersen. Eins og fyrr er að vikið, var fyrsti lýðskóli í anda Grundtvigs í Rödding og hóf starf 1844. Hér var skólinn síðan til 1864, en þá náðu Þjóðverj- ar landi því undir sig, sem skólinn stóð á. Voru þar með örlög hans ráð- in. En andann tókst ekki að kæfa. Árið 1865 var skólinn endurreist- ur í Askov, sem þá var rétt norðan landamæranna, en þau fylgdu Kónga- ánni. Er ég þá kóminn aftur að þeim stað, sem fyrr var frá horfið, til þess að rekja í stuttu máli sögu lýðskól- anna. Það eru því hundrað ár liðin á þessu ári síðan skólinn í Askov tók til starfa. Verða mikil hátíða- höld að því tilefni á staðnum 16— 18. október í haust, og er varla að efa, að þá verði þar margt gamalla nemenda. Fyrsti skólastjórinn hét Ludwig Schröder, hinn merkasti mað ur. Frá 1928 til 1953 var J. Th. Arn- fred skólastjóri. Hann kennir enn við skóiann, háaidraður, fæddur 1282. Núverandi skólastjóri er Knud Han- sen prestur, kominn á efri ár. Það er vafalaust óþarft að skrifa langt mál um, hvernig námi er hag- að í skóla sem í Askov, enda hef ég á öðrum stað gert það (sjá Þjóð- ólf, 7. nóvember 1964). Vísast til þess þeim, er þar um vilja fræðast. En ef gera ætti samanburð á íslenzk- um gagnfræðaskólum til dæmis og þessum skóla, yrðu munurinn ærið mikill. Hér er námið ekki miðað við próf, því að þau eru engin, en and- iegur sjóndeildarhringur víkkaður, ef svo mætti segja. Jafnt háskólaborgar- inn, sem tekið hefur sín próf með ágætum, og bóndasonurinn, sem í fyrsta sinn hleypir heimdraganum, geta sótt fræðslu og menntun hing- að (ekki má rugla fræðslu og mennt- un saman). Fyrir utan almenna fyr- ir lestra, sem fjalla um hin ólíkustu efni, sækja nemendur tíma í sérgrein- um, sem venja er að kenna í próf- skólum. Þar er aðeins sá munurinn, að lært er námsins vegna, en ekki vegna prófanna. Lýðskólarnir hafa sætt mikli aðkasti drembilátra há- skólamanna, en skólarnir hafa dafn- að fyrir það. Nú vantar okkur skóla hér á landi á borð við Askov, ekki til að keppa við aðra skóla, heldur til að fylla upp í eyðu í skólakerfi okkar. Rætt er um Skálholt í þessu sambandi. Söfnun er í fullum gangi á Norðurlöndum til styrktar stofn- un íslenzks lýðháskóla. Ættum við að koma þar til móts. Þessi skóli ætti að geta verið í kristilegum anda, og ætti að vera það, þvi að kristin lífshugsjón er ein megin burðarás 452 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.