Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 21
»3i3S&£íes:
Sigríður Hjálmarsdóttir:
Nokkrar lausavísur
Vorvisur
Vetrarkvíði víkur senn,
vakna úr hýði stráin.
Vorið býður okkur enn
út í víðan bláinn
Úti til stranda, innst í dal
opnast landi dagur,
vorið bandar blómasal,
batnar andans hagur
Blána nætur, roðnar reyr,
Ránar kætast dætur,
ána grætur þýður þeyr,
þrána rætast lætur
Skýjalindir skarar boða
skraut og yndi um sólarlag,
laugast tindar léttum roða.
lofa yndislegan dag.
Brot.
Dagsins önnum sein ég sinni,
sífellt löt og meyr,
þótt mér brenni í brjósti inni
bergmái ljóðs, sem deyr.
En ef penna j hendi héldi.
helsið grennast finn.
Senn þá kenni af Sónar veldi
sáran spenninginn
Þá er líkt og opnist allar
óravíddir geims,
yfir fjöllin andinn kallar
að endimörkum heims.
Ekki verður feigum forðað.
Skuld á sök, að hann er hér
hels í vök að berjast
Feigðarrökum okkar er
engin tök að verjast
Gangnav’ gömul.
Hestar leystu úr læðing spor
leiðum treystir ströngum
reyndi á hreysti þrek og þor,
þreýtzt og sveitzt i göngum.
Esjan.
Esjan bláa undrahiý.
ævaforn i háttum —
hún er minning mina í
meitluð sterkum dráttum.
Staka
Þó að leiki létt um kinn
iífsins andardráttur
ber þó með sér boðsk. pinn
að bíða dauðans sáttur
Upprisuhátið.
Páskasólin signir láð
sigrar njólu kalda.
Himnasjóli af sinni náð
sendir skjólið valda.
Bragaylur.
Mér 1 skyndi leggur lið,
leiðum hrindir trega.
vonir ryndar. veitir frið
vísan yndislega
Missir.
Höfug tárin hryn]a um kinn,
heiguð látnum vini.
Hjartasárin helfrosin
hygg ég fáir lini
Mín er íokið flest i skjól,
fæst nú hvergi styrkur.
Bót er þó, að blessuð sói
brosir gegnum myrkur
Að loknu útvarpserindi, orð
Hallgríms Jónassonar bundin
stöku:
Ljómar fjalla fannatraf,
fléttast ár á söndum.
landið samansaumað af
silfurhvítum böndum
Tii Einars Beinteinssonar.
skálds.
Húmið virki hleður ný,
hljóð ég yrki braginn.
Oft er styrkui stuðlum i,
er stytta myrksn daginn
lýðskólahreyfingarinnar um öli Norð
urlönd.
Fyrst ég er farinn að skrifa um
Askov, get ég ekki látið hjá líða að
minnast á þann mann, sem öðrum
fremur hefur sett svip á bæinn á und
anförnum áratugum, bæði með rit
störfum sínum og fyrirlestrahaldi við
skólann og ekki sízt með sinni ein
stæðu persónu. Þetta er Jörgen Buk
dahl rithöfundur. Hann er fæddui
8. desember 1896 í smábænum Sund
by á Falstri. Stúdent varð hann frá
menntaskólanum í Rípum. Hann hef
ur ekki lokið neinu embættisprófi
en unnið að ritstörfum alla ævi. Rit
verk hans eru aðallega á sviði bók
imenntagagnrýni og menningarsögu
Norðurlanda. Hann er jafnvígur á ís
lenzka og danska bókmenntasögu, ei
jafnframt að vitna til íslenzkra forn
sagna og norskra hetjuljóða. Þá kem
ur maður ekki að tómum kofunum,
hjá honum, ef talið berst að finnskri
og sænskri menningararfleifð.
En íslendingar minnaSt Bukdahls
þó fyrst og fremst vegna þess, að
hann hefur staðið í fylkingarbrjósti
danskra lýðskólamanna um afhend
ingu íslenzkra handrita úr dönskum
söfnum. Fyrir það mikla starf hefui
íslenzka ríkið sæmt hann fálkaorð
unni. Þykir honum vænt um þenn
an heiður, en miklast þó ekki af hon
um. Bukdahl hefur nú átt heimili í
Askov í 33 ár, en árið 1925 kvæntist
hann Magnhildi Ödvinsdóttui frá
Stafangri. Bjuggu þau í NToregi ti)
1932. Magnhild er mjög vel menntuð
kona. Eftir stúdentspróf lagði hún
stund á listasögu og bókmenntir
Hún skrifar að staðaldri g.einar i
dönsk og norsk blöð um bækur og
listir. Þau hjónin eru samhent og
styðja hvort annað. Það hefur verið
Bukdahl mikil gæfa að eiga slíkan
lífsförunaut sem Magnhild er. Hefði
hann átt konu, sem fremur hefði latt
hann en hvatt til ritstarfa, er hætt
við, að minna sæist eftir hann á
þeim vettvangi
Heimili þeirra hjónanna er í út
jaðri Askov og heitir Bjerget Þett:
er gamalt timburhús, tveggja hæða
Uppi á loftinu hefur rithöfundurinr
vinnustofu sína innan um allan sinn
aragrúa bóka, er þekja alla veggi
Sjálfur veit hann ekki aákvæmlega
tölu bóka sinna, en segir, að þæi
séu nú orðnar um þrettán þúsund
Úr vinnuherberginu er dásamlegt út
sýni til Iíóngaárinnar ti) suðurs og
nokkurra sveitaþorpa. Það er vegna
þessa útsýnis, sem Bukdah) býr hér
Þegar hann er i essinu sínu, lætui
hann móðan mása með miklum
handahreyfingum. Hann er alls stað-
ar heima. Skemmtilegri menn en
þau hjón bæði er varla unnt að heim
sækja. Eg varð þeirrar ánægju nokkr
um sinnum aðnjótandi hinar fáu vik-
ur, sem ég dvaldi í Askov. Bukdah)
minntist á ýmsa rnenn a Islandi. sem
hann þekkir vel og stendur i stöð-
ugu bréfasambandi við. Hann hefui
komið nokkrum sinnum til fslands,
síðast sumarið 1963, er honum var
boðið á Skálholtshátíðina. Minnist
hann þess með mikilli ánægju. Einn
ig ferðaðist hann þá ailmikið um
landið, einkum um Suðurland.
Bukdahl er maður nokkuð öldur-
mannlegur orðinn og sópar að hon
um, hvar sem hann fer, með hár,
sem hann lætur vaxa óáreitt. Minn-
ir ásýnd hans nokkuð á norska skáld-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
453