Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 22
jöfurinn Björnson. En hreyfingar
hans eru léttar, hvort sem hann sést
í ræðustóli eða á götu. Iðulega má
líka sjá Bukdahl þeysandi á skelli-
nöðru sinni um götur Askov. Hann
er laus við alla tilgerð og sýndar-
mennsku í honum býr hinn frjálsi.
norræni andi, í æðum hans rennur
hið ljósa víkingablóð.
Menntastofnun á borð við lýðskól
ann í Askov er stolt frjálsrar þjóðar.
sem trúir því. að alþýðumenning sé
nauðsynlegur grundvöllur andlegs
lífs og allra efnalegra framfara. í
raun réttri er hér komin eftirlíking
þess skóla, sem Grundtvig barðis!
fyrii eitt sinn, að gerður yrði úi
vísindaskólanum í Sórey og áður ei
á minnzt.
Aðsókn að Askovskóla er mikil og
vaxandi Síðasta skólaár voru 328
riemendui alls á vetrarnámskeiðinu.
í þriggja inánaða sumarskóla voru
167 nemendur. í júlí ái hvert er
haldið sérstakt sumarnámskeið fyrii
kennara. Það var þetta námskeið,
sem átján íslenzkir kennarar áttu
kost að sækja síðastliðið sumar, ásamt
stéttarbræðrum frá hinum Norður
löndunum
Norræna félagið i Danmörku bauo
íslenzkum kennurum til mánaðar-
dvalar í Danmörku eins og nokkrum
sinnum áður. Þetta gerist annað
hvert ár. Hitt árið koma svo danskir
kennarar hingað til lands á vegum
Norræna félagsins og kennarasamtak
anna. Hafa nú þessar skiptiheimsókn
ir borgað sig, er von að menn spyrji.
Ég fyrir mitt Ieyti er í engum vafa
um það. Aukin kynni milli þessara
frændþjóða byggja brú vináttu og
þekkingar. Og það er trú mín, að
nörræn samvinna eigi mikið verk að
vinna Ekki sízt á sviði menningar-
mála. Því að enda þótt norræn sam-
vinna sé nú þegar nokkur orðin, á
hún vonandi eftir blómaskeið sitt.
Kér hefur verið reynt að bregða
npp skyndimyndum af danskri grund.
Mér er Ijóst, að öll frásögn, hversu
íullkombi sem hún kann að vera,
Vetrarferð
Framhald af 440. síðu.
Svo rak hún að okkur löðursveitt
andlitið.
— Þið hafið ekki annað fyrir
fylgdina, sagði hún skellihlæjandi,
og var rokin burt.
Kápan og hornin á öllum klútunum
hennar stóðu eins og veifur í storm
inum aftur af henni.
Enn þá yljar mér kossinn hennar
Fríðu frá þessum kalda vetri og allt
kaffið, sem hún hellti í mig löngu
seinna.
er aðeins svipur hjá sjón. Ég hef
reynt að lýsa því, sem fyrir augun
hefur borið og skotið inn frásögn-
um, sem raunar koma efninu lítið
við, en geta ef til vill gert frásögn-
ina eitthvað fyllri en ella mundi.
Þakka síðan þolinmóðum lesara lest-
urinn.
ENDALOK KORNYRKJUNNAR —
Framhald af 443. síðu.
en leggja í árlega kostnað við erfiða
akuryrkju heima fyrir.“
Sigurðui telur auðsæilega, að korn-
yrkja sé ekki með öllu úr sögunni,
þar sem hann þekkir til, en hann
veit, að sú atvinnugrein hefur áður
staðið með miklu meiri blóma og
menn eru sem óðast að leggja hana
á hilluna,
Arngrímur Jónsson lærði kann
góð skil á fornri akuryrkju í íslands-
sögu sinni, Crymogæa, en hann lauk
við það verk 1602. Þar segir hann
meðal annars:
„Ailt þetta ber Ijóst vitni um ak-
uryrkju hinna fornu íslendinga. Og
ég hef einnig heyrt, að nokkrir bænd
ur á sunnanverðu íslandi hafi reynt
þetta allt fram undir þennan dag,
en jarðvegurinn og veðuifarið, sem
áður veitti slík hlunnindi, gefa nú
minni ávöxt eftir svo margar aldir.
En orsök þessa er ef til vill sú, að
bændur hafa orðið skeytingalausir
(um akuryrkjuna), eftir að menn
tóku mjög að nota innflutt korn.“
íslendingar hafa ekki þurft að
kvarta undan aðflutningsskorti á
korni allt frá því snemma á 15. öld,
en þeir hafa verið fastheldnir við
fornar atvinnugreinar og sennilega
ekki hætt við kornyrkjuna fyrr en
hún svaraði illa kostnaði sökum
breyttra skilyrða og versnandi veð-
urfars. Það mun rétt hjá Arngrími,
að dregið hafi úr uppskerunni á síð-
ari hluta 16. aldar sökum veðurfars-
breytinga. Litla ísöldin 1580—1890
var gengin í garð.
Á hnattlíkani Martins Beheims frá
1492 segir, að ekkert korn vaxi á
íslandi og þar finnist áttrætt fólk,
sem aldrei hafi bragðað brauð. Ad-
am frá Brimum, sem fyrstur manna
ritaði um ísland, svo ao vitað sé,
segir svipaða sögu. Frásögn Beheims
mun háfa lítið heimildagildi. Hún
gæti annað hvort verið runnin frá
riti Adams eða verið ályktun, dreg-
Lausn
15. krossgátu
in af kornflutningum Þjóðverja og
Englendinga til landsins.
Fyrsta ferðasaga útlendings, sem
heimsækir ísland, ef Merigarto er
sleppt, er eftir Gories Peerse, gefin
út 1561. Peerse var Hamborgari, sem
sigldi lengi á íslandsförum,
einkum til Hafnarfjarðar, og er því
allkunnugur landsháttum hér úti,
þótt hann falli fyrir þeirri freist-
ingu að geðjast löndum sínum með
ýkjusögum. Hann segir, að rúgur,
hveiti og bygg geti ekki vaxið á ís-
landi sökum kulda, enda uppskeri
menn þar ekki annað en gras. Þessar
frásagnir eru endurteknar í ritum
Dithmars Blefkens (útg. í Hollandi
1607) og Daniels Streycs (útg. í Pól-
landi 1633). Þau hafa lítið sjálf-
stætt gildi, því að hvorugur höfund-
urinn mun hafa komið til íslands.
Allar heimildir bera að sama
brunni um það, að kornyrkja leggst
niður með öllu á íslandi um 1600
og hafði verið lítils háttar á síðari
helmingi aldarinnar. Það ir
ekki aukinn innflutningur á korni
eða breytt verðlag, sem ríður þess-
ari atvinnugrein að fullu, því að korn
hækkaði í verði á síðari hluta aldar-
innar, miðað við skreið, heldur var
það versnandi veðrátta, sem gerði
ísland ófært til kornyrkju.
*
NH5 ggig L fgp wm
Mrjó L K ± A £
«s| K <1 á L F.
s]k R U tSS n
JJeT s- s A 7£
jSMi m u K \r a
Psaraoa^Ea
454
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ