Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 2
DAGLEGT LIF SKÓGAR-LAPPA Lappland er eitt þeirra landa, sem hefur orðið mikið aðdráttar- afl. Þeim ferðamönnum, sem leggja leið sína þangað, fjölgar sífellt og það, sem þá fýsir að sjá, er fyrst og fremst Lapparnir sjálfir, og lifn- aðarhættir þeirra. Margir láta sér nægja að koma í hina stærri bæi, sem eru miðstöðvar Lappahéraðanna, Kautókeinó og Kírúna. En nokkrir vilja bera meira úr býtum, þótt það kosti þá fyrirhöfn, og halda út á auðnirnar, þar sem háttum Lappa svipar meira til þess, sem forðum var, áður en samskipti við grann- þjóðirnar rugluðu þá í riminu. Langt inni í hinum miklu skógum norðaustur af Kírúna er lítill og tals vert einangraður flokkur Lappa. Svo langt eru þeir þó komnir frá upp- runalegum venjum sínum, að þeir eiga sér lítil timburhús. í þessum timburhúsum hafast þeir nær ein- vörðungu við á sumrin. Byggðin er við lítið fjall, sem heitir Túolpúkka og þaðan eru fjórtán kílómetrar í næsta byggðarlag. Það eru svonefndir Skógar-Lappar, sem eiga heima í Túolpúkka, og þeim heyrir til geysivíðlent svæði — bithagi hreindýra þeirra. Á vetrum hafast þeir við í nágrenni við smábæi eða þorp, sem eru við útjaðar beitilands þeirra. Lapparnir í Túolpúkka eiga rösk- lega tvö þúsund hreindýr, og skipt- ast á um að gæta þeirra — tveir eða þrir menn í senn. Þegar kemur fram á mitt sumar eru hreindýrin rekin heim undir byggðina hvert kvöld, þar sem kýrnar eru mjólkað- ar í stórri rétt. Það þykir tilkomu- mikil sjón að sjá þessa miklu hjörð renna út úr skóginum undan hó- andi smölunum og geltandi hundum. Mógrár straumurinn bylgjast áfram, og það glymur í grundinni undan klaufum hjarðarinnar. Þegar hjörðin er komin heim, er þess beðið um hríð, að hún kyrrist. Síðan taka karlmennirnir til að fanga hreinkýr sínar með slöngvi- vað, og þegar það hefur tekizt, mjólk ar kvenfólk þær. Úr hver.i kú fæst í mesta lagi einn bolli mjólkur. En það er ekki nein þynnka, því að fitumagnið er 17-22%. Úr mjólk- inni eru svo gerðir ostar, sem verða grjótharðir við geymslu, en eru eigi að síður mesta lostæti og í háu verði. Sneiðar af nýjum osti láta Lappar í kaffi sitt í stað rjóma, enda renna þær sundur við hitann. Fæða þessara Lappa er að lang- mestu leyti afurðir hreindýranna. Kaffi og mjöl kaupa þeir samt, enda drekka þeir kaffi tíu til tuttugu sinn um á dag, og eta með því heima- bakaðar brauðkökur með kjötsneið um ofan á. í skógunum vaxa moltubei — stór gul ber, sem líkjast hindberjum, mjög auðug að fjörefnum. Þeim safna Lappar, þegar líður á sumar, og neyta þeirra með hreindýra- mjólk. Það þykir góður matur. Fólk það, sem ekki er bundið við gæzlu hreindýranna, fer að jafnaði seint á fætur á morgnana, enda ligg- ur ekkert á. En það er líka oft við veiðiskap og margs konar vinnu langt fram á nótt á meðan nætur eru bjartar. En iðulega er setið drjúg ar stundir við kaffidrykkju og skraf að og spaugað. Lappar eru gestrisnir menn og taka vel mönnum, sem til þeirra koma, ef allrar háttvísi er gætt. En hyggilegra er þeim, sem heim- sækir eina fjölskyldu, að ganga á röðina, því að ella móðgast þeir, sem óvirtir hafa verið með því að ganga fram hjá þeim. Húsakynnin eru þröng og elda- vélarnar að jafnaði glóðheitar, þvi að nógur er eldiviður og oft þarf að skerpa á katlinum. Verður því ærið heitt í eldhúsinu, þegar maður situr mann á bekkjunum, og þó að gluggi sé hafður opinn, verður að vera fyrir honum þétt flugnanet, svo að mý- flugurnar komist ekki inn, svo að loftræsting er ekki sem bezt. Þegar menn hafa einu sinni komizt í kunn- ingskap við Lappana, gerast þeir skrafhreifnir, ekki sízt yfir kaffi- bollum í eldhúsinu. Kemur þá oft fyrir, að gamla fólkið tekur að segja frá undarlegum atvikum, sem fyrir það kom í æsku. En þá hnussar í unga fólkinu, sem ef til vill trúir ekki þessum furðusögum eða vill að minnsta kosti vill ekki láta gestina halda, að það trúi þeim, því að það grunar, að þetta sé kallað hjátrú og hindurvitni. Ófáir gamlir Lappar hafa séð blá- græna gufu stíga upp af skóginum og það er gömul hjátrú, að slíkt sé merki þess, að þar sé fjársjóður fólg NíræS Lappakona — hún þjáðist af tannpínu í æsku, og þá vandist hún á að reykja pípu. inn í jörðu. Það minnir á haugaeld- ana, sem forfeðrum ðkkar voru- ekki ókunnir. Dæmi eru um það, að ungir Lappar hafa séð þessa sér kennilegu gufu, er þeir gættu hreina í skóginum eða voru þar á ferð, og í Norður-Finnlandi hefur þessu fyrir bæri margsinnis verið veitt athygli. Þegar menn á þessum slóðum, tala um fjársjóði í jörðu, hafa menn eink um í huga verðmæti, sem grafin voru í koparkötlum eða einhverju slíku, þegar Svíar og Rússar áttu þar í ófriði, eða peninga, sem talið er, að ríkir Lappar hafi trúað skógunum fyrir, þar eð langt var fyrir þá í banka, auk þess, sem þeir höfðu löngum takmarkað traust á þess konar stofnunum. Féllu þeir skyndi- lega frá, vannst þeim oft ekki tími til þess að vísa á felustaðinn, og kannski hafa þeir ekki alltaf kært sig um það. Við þurfum ekki heldur langt að fara til þess að finna dæmi slíks, því að svipað henti tortryggna og þjófhrædda peningamenn á ís- landi, jafnvel langt fram á nítjándu öld. Gamlir Lappar kunna líkar margar sögur um ýmis undarleg náttúru- fyrirbrigði, sýnir og hugsanaflutn- ing, dularfulla og magnþrungna staði í skóginum og margt annað, sem loð- ir við þá þjóðflokka, er kallast mega náttúrubörn. Lapparnir hafa gaman af vöru- skiptum og verzlunarprangi ýmis- konar, og er ekki ósennilegt, að ein- hver kunni að vilja kaupa armbands- úr ferðamannsins. Gjaldmiðill er þá venjulega hreindýr, og hann er góð- ur og gildur, ef um Svía er að ræða, Framhald á 94. síðu. 74 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.