Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 3
er lítiS og friSsamt dýr, sem helzt er á ferli þegar rökkvar. Hann er sólginn í a3 lepja rniolk, ef hann á hennar kost, og iðinn við að leita uppi snigla og ánamaðka. En verði höggormur á vegi hans, grípur hann hið mesta æði. Hugrekki er ein náðargjöfin, sem broddgölturinn hefur hlotið. Hann kinokar sér ekki við að ráðast á höggorm, og svo harð- skeyttur er hann, að höggormurinn er dæmdur til þess að lúta í lægra haldi, nema því aðeins, að honum takist að festa eiturtennurnar á trýni hans. Broddarnir eru brynja brodd- galtarins. Þegar broddgölturinn ræðst á höggorm- inn, hnyklar hann stóran, flatan vöðva undir húðlnni. Húðin á hausnum leggst í fellingar og sígur fram yfir trýnið, því til varnar, og broddarnir reisa slg. Höggormurinn reynir að höggva sig niður á milli spjótanna, en særist við það og gefst upp. Hann reynir að flýja, en þá er hann einmitt dauðadæmdur. Broddgölturinn bítur hann í hnakkann. Hér hefur broddgölturinn hniprað sig saman. Broddarnir á honum eru um sextán þúsund. Þetta mega kall- ast spjót, og þau eru fest þannig í húðina, að dýrið getur beint þeim í ýmsar áttir. Haldi maður á broddgelti í lófa sér, miprar hann sig- saman og verður ains og hnykill í laginu. Vöðvar hans eru þannig gerðir, að hann getur teygt úr sér og þrýst sér sam- an, reist sig og flatt sig út. Hittist tveir broddgeltir á biðilsbux- um, slær oft i bardaga. Þeir rymja og stynja og renna sér hvor á ann an eins og hrútar, báðir bálreiðir. Það eru ekki broddarnir einir, sem valda þvi, að broddgeltir sigra högg- orma. Þeir eru líka lítt næmir fyrir höggormseitri. Mótstöðuafl þeirra er tíu sinnum meira en manna. T I M I 'N N - SUNNUDAGSBLAÐ 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.