Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Síða 21
*iátíðanefndin með rautt rósaskrúð á brjóstinu: Amt maðurinn í víðum sumarkufli og með gula gljá- hanzka á höndum og gullspangagleraugu á nefinu, bæjarfógetinn í einkennisbúningi og virðulegir bæj arstjórnarmenn í sínu bezta skrúði. Fast á eftir þeim komu tveir næturverðir með blikkskildi hangandi á frökkum sínum, lítill og flatfættur prestur, smjör burgeis bæjarins með nýja riddarabandið sitt, ýms ir fleiri kaupmenn, minni háttar embættismenn og kennarar bæjarins. Þessu næst kom mikil þyrping fána. Ökumenn kaupmannanna gengu fremstir með hvíta baðmullarhanzka á höndum og báru stóra, danska fána, en síðan komu iðnmeistarar með félags fána sína og gengu stundum fjórir eða fimm undir sama merkinu, yfirleitt ráðsettir menn og alvarlegir með síða barta eins og tíðkuðust á dögum Kristjáns áttunda. í miðri fylkingunni voru menn úr fjöl- a ■ iagi, mestmegnis kornungir pilt ar, og héldu allir á litlum, dönskum fánum, um- vöfðum blómsveigum, sem á var letrað: Guði, kon- unginum, föðurlandinu. Við hvert hús, þar sem fólki brá fyrir í glugga, einkum ef konur voru, upp- hófu þessir ungu menn glymjandi húrrahróp, veif- uðu höttum sínum og stjökuðust á um blóm, sem fleygt var niður til þeirra. Sér í lagi gerðust fagnað- arlætin áköf, þegar skrúðgangan nálgaðist stór- hýsi á gatnamótum skáhallt niður frá Malara- sundinu. Þar stóð kvennablóminn í amtmannshús- inu í hvítum klæðum á svölum úti og kinkaði kolli af lítillæti, þegar hann var hylltur, eins og títt er drottningum og konungsdætrum. Aftar í skrúðfylkingunni fóru menn úr enn öðr- um félögum með fána sína, og gerðist þeim mun Þunnskipaðra sem aftar dró. Lúðrahljómurinn heyrðist ekki þangað, og þungt fótatakið varð eitt að nægja. í þessum hljóðláta hala skrúðgöngunnar var nálega einvörðungu fólk, sem hefði kosið að vera kyrrt heima, ef það hefði þorað það, enda minnti þessi hópur helzt á líkfylgd. „Og hvað var þessi gönguferð líka annað,“ stóð í bæjarblaði stjórn arandstæðinga daginn eftir, „en skrautleg útför frelsis og mannréttinda?“* Amtmaðurinn hafði að venju flutt stutt, en fjálglegt konungsminni, presturinn mælt fyrir minni Danmerkur með miklum ljóðalestri, og áróð- urssnillingur bæjarins, Enevoldsen, málaflutnings maðurinn vinsæli, leikið þær listir sínar, sem jafn- an voru höfuðprýði stjórnlagadagsins: matað bæjar búa á vel heppnaðri samsuðu sinni af ástríðu- þrungnum áskorunum, dísætu smjaðri, kjaftasög- um og strákafyndni. Síðan var þeim, sem vildu reyna mælsku sína, boðið að stíga í ræðustólinn. Þetta var mikil mannsöfnuður — höfuð við höfuð allt frá pallinum, þar sem stórhöfðingjarnir sátu, út að trjánum, sem afmörkuðu völlinn. En það sáust á honum talsverð merki um óþreyju. Þeir, sem yzlir voru^ höfðu þegar hörfið til veitingatjaldanna inn á milli trjánna, og hvarvetna mátti lesa það út úr fólki, að það þóttist hafa fengið nægju sína af ræð- um og vildi komast að matborðunum, hringekjunni, rólunum, skotbrautunum, danspallinum og gefa sig að öðrum þeim lystisemdum, sem völ var á þennan dag. Þegar tveir ungir menn og frakkir höfðu neytt þess færis, sem þeim bauðst til þess að vekja á sér athygli og magadropaframleiðandi bæjarins aug- lýst bitter sinn að venju með nokkrum lofsamleguia orðum um konunginn, barði samkomustjórinn í bjöllu sína og spurði, hvort fleiri væru, sem vildu taka til máls. í sömu andrá komst í þriðja skipti hræring á þvöguna, sem næst var ræðupallinum. Þar var mað- ur, sem barizt hafði við að troða sér gegnum mann- þröngina á meðan ræðurnar voru fluttar, og nú teygði hann upp álkuna berhöfðaður og reyndi að vekja á sér athygli samkomustjórans. Þetta var Holleufer. Loks veitti samkomustjórinn tilburðum hans eftirtekt og spurði: — Viljið þér tala? Hinn árvakri áróðursmeistari, málaílutningsmað- urinn, spratt á fætur á samri stundu og þaut að ræðupallinum. Hann var lítil) vexti blárauður i framan og með dökk, nær því svört gleraugu. Hann rak augun undir eins í Holleufer, sem allir þekktu, og hrópaði upp yfir sig: — Hvað er þetta? Ætlið þér að tala — hér? — Mig langaði til þess að gera smájátningu, stam- aði skósmiðurinn, hás af geðshræringu. Hann stóð með hattinn i fanginu og þrýst.i hotý um að brjósti sér. Þegar málaflutningsmaðurinn hafði virt hann fyr- ir sér stundarkorn, ófrýnn á svip, vatt hann sér að liðsoddunum á pallinum, sem stungu saman nefj um um hríð. Eftir dálitlar hvíslingar var Holleufer gefið merki um, að honum væri heimill ræðustóll- inn. Samkomustjórinn gekk fram og barði í bjöll- una: — Holleufer skósmiður tekur til máls. Fólk hélt fyrst, að samkomustjórinn væri að gera að gamni súrn: Það gaus upp hlátur. En þegar nauðsleiktum kolli skaut í þessum svifum upp fyrir rauðan dúkinn, sem hjúpaði ræðustólinn, og álappa legur maður birtist þar, kváðu við hróp í öllum áttum: — Burt með hann. Við viljum ekki hlusta á hann! Þetta er sósíalisti! Við látum ekki bjóða okk- ur neina ósvífni! Dragið hann niður úr ræðustólnum. Samkomustjórinn síhringdi bjöllu sinni: — Heiðraðir samkomugestir eru beðnir að gæta stillingar. Allir geta reitt sig á það, að fyllstu hátt- vísi verður gætt, þar sem ég stjórna. Ég bið heiðr- aða samkomugesti að sýna þessum virðulegum — þessum óvænta ræðumanni kurteisi. Holleufer skósmiður hefur farið þess á leit, að hann mætti gera hér játningu í viðurvist okkar allra. Mér finnst, að hann eigi það skilið, að við hlustum á hann. Það sljákkaði í mönnum við þetta. Samkomustjóri settist, og menn biðu í eftirvæntingu. Holleufer hætti sér á ný í ræðustólinn, hneigði sig í allar áttir, skorðaði hinn nafntogaða, gráa pípu hatt sinn fyrir framan sig, við mikinn fögnuð áheyr- anda, og sló lófunum á brík ræðustólsins. — Hví er ég hér? Hvaða erindi á ég meðal yðar? byrjaði hann með þeim hátíðlega raddhreim, sem hann taldi ótvírætt einkenni góðrar ræðumennsku. Hvers vegna er ég ekki þarna út frá hjá þeim, sem gala um frelsi og framfarir og ánauð almúgans? Jú, virðulegu samkomugestir: Ég er hér af þvi, að ég T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 9S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.