Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 6
Richard Beck: Vetur og vor Þó að vetrar klakaklær kalda nístí foldu, vorsins heita hjarta slær hægt í djúpri moldu. Senn þau heitu hjartaslög hlýja jarðarvanga, bráðna fanna- og frostalög, fögur blómin anga. kyniS inn í tækniöldina, séu runnar að meira eða minna leyti frá heila- brotum eða rannsóknum, sem á sín- um tíma virtust hafa lítið hagnýtt gildi. Það sé ómögulegt að segja fyrir um það, til hverrar niðurstöðu nýr fróðleiksmoli geti leitt. (Fá börn hafa verið meira flengd cn Tómas litli Edison, þegar hann í æsku sinni var að bauka við að finna upp kvikmyndavélina og grammófóninn). — En hvað spurningunni viðvíkur, bætir Örn við, geta segulmælingar hjálpað til við aldursákvörðun á jarð lögum. Þá má og minna á, að segul- mælingar eru notaðar' við jarðhita- rannsóknir hér á landi. Þótt þá séu yfirleitt um mælingar á styrkleika segulsviðsins á yfirborðinu að ræða, það er er segja samanlögð áhrif frá jarðlögunum, grípur þetta þó á ýms- an hátt hvað inn í annað. Breyting- ar á styrkleikanum frá einum stað til annars geta veitt vitneskju um berggang til dæmis eða brot djúpt f jörðu og einmitt slík skilyrði auð- lelda vatnsrennsli í jörðu niðri. — Já, úr því þú nefnir leit að heitu vatni — eru ekki mörg mikil- væg verkefni hér á landi, sem bíða ykkar eðlisfræðinganna í sambandi við hagnýtingu náttúruauðæfa á láði og í legi. — Vissulega eru verkefnin mörg. En íslenzkir eðlisfræðingar rétt fylla tylftina, og þar af starfar um helm- ingur erlendis. Aðrir eru bundnir við tímafrek kennslustörf og vantar þó lærða menn víða til eðlisfræði- kennslu. Útlendinga er ekki unnt að fá, því að þeirra er alls staðar full þörf heima fyrir. — Allmargir eru þó við nán. ,.-na. — Hvar lærðir þú? — Við Hafnarháskóla. Fyrst tók ég stúdentspróf úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og las einn vetur eðlisfræði og stærðfræði við verkfræðideildina- hér. Síðan sigldi ég og las í fimm og hálft ár í Höfn, tvö ár fyrri hluta og fékk þá almenna undirstöðu í eðlisfræði, stærðfræði, stjörnufræði og efna- fræði, en á seinni hluta einbeitti ég mér að eðlisfræði. Þá er námið frjáls- ara og nemendur fá verkefni, sem þjálfa þá í sjálfstæðum rannsóknum og athugunum, sem þurfa ekki endi- lega að vera í sérstökum tengslum við þau störf, sem nemandinn ætlar að fást að prófi loknu. — Þú hefur þá kannski ekki verið látinn mæla segulmagn í grjóti í skólanum? — Nei, aðalverkefni mitt var að rannsaka, hvort visst atriði í kenn- ingu um byggingu atómkjarnans (optisk model) gæti staðizt. Til þess arna hafði ég aðgang að kjarnakljúf skólans. Það er erfitt að útskýra í svona blaðaviðtali á skiljanlegan hátt, hvað ég var að gera, en eitthvað var það á þá leið, að ég sendi helíum- kjarna með 30 þúsund kílómetra hraða á sekúndu á hóp af neonögn- um og aðgætti, hvort afleiðingarnar stæðu heima við áðurnefnda tilgátu. Átti ég að meta niðurstöðurnar eft- ir því, sem ég mögulega gat. — Og hver varð dómur þinn, með eða móti? — Árangurinn af athugunum mín- um styrkti tilgátuna, en það kom naumast neinum á óvart, því að hún var þegar nærri fullsönnuð eftir öðr- um leiðum. — Fást Danir töluvert við kjarna- vísindi? — Þeir eiga kjarnorkuver og rann sóknarstöð með sex hundruð manna starfsliði á Risö, skaga norðan við Hróarskeldu. Svo eru þeir mjög hreyknir af Nielsi gamla Bohr, sem nú er látinn fyrir fáum árum. Hann er sérstaklega tignaður við háskóla- deildina, þar sem ég lærði, en þar starfaði hann lengi. Eru húsakynni hennar heitin eftir honum, Bohrs Institut, og nú er Áge, sonur hans, sem sjálfur er ágælur vísindamaður, forstöðumaður deildarinnar. Nýtur hún allmikillar virðingar, og hafa til dæmis Nóbelseðlisfræðingar starfað við hana um langan eða skamman tíma. Nú — í Árósum starfa einnig snjallir menn á þessu sviði. — Hvað finnst þér sjálfum um starf Bohrs? — Fyrst þegar ég kom til skólans, var ekki laust við, að ég væri dálítið tortrygginn gagnvart þeirri lotningu, sem nafni hans var sýnd af löndum hans, eins og gengur. En ég hlýt að viðurkenna, að eftir því sem ég verð eldri og færari um að mynda minar eigin skoðanir um manninn, þeim mun hrifnari er ég af honum Finnst mér vel mega nefna hann i sömu andrá og Einstein. — Hann hefur þá verið einn af þeim fimm eða sex, sem skildu af- stæðiskenninguna? Örn verður svo undirfurðulegur í andlitinu, að mig meira en grunar, að hann ráði sjálfur í þessa frægu gátu. — Hún er hreint ekki svo torskil- in. Þetta er bara gamall draugur. Undirstöðuatriði hennar eru tekin fyrir þegar við fyrri hluta námsins. Eftir að hafa hugsað dálitla stund um svar Arnar, get ég ekki stillt mig um að segja: — Úr því að Danir standa sig svona vel í eðlisfræði, finnst mér hlutur okkar heldur bágborinn Og hvernig stendur á því, að svo marg- ir eðlisfræðinga okkar koma ekki heim að námi loknu, heldur hverfa til starfa með öðrum þjóðum, eftir að vera búnir að stunda aám ára- tugum saman á kostnað íslenzka rík- isins? — Erlendir háskólar bjóða góðum mönnum eftirsótt viðfangsefni og góða aðstöðu. í Höfn var nemdndum, sem enn voru á seinni hluta náms, boðið sæmilegt kaup fyrir aðeins þriggja tíma kennslu í víku í neðri bekkjunum og höfðu þannig mikinn frjálsan tíma, en hér þurfa magister- ar helzt að kenna meira en fullan kennslutíma sér til víðurværis. Og vffl þá verða litið úr vísindastörfum. Hvað námskostnað snertir, veitti ís- lenzka ríkið mér samtals um hundr- að þúsund krónur í styrki og lán þau fimm ár, sem ég var i Höfn, og er ég að vísu mjög þakklátur fyrir það. Hins vegar er kostnaður danska ríkisins við hvern einstakan háskóla- stúdent að meðaltali áætlaður um tíu þúsund danskar krónur á ári eða sextiu þúsund íslenzkar. Nám mitt hefur því kostað Dani um þrjú hundr- uð þúsund íslenzkar krónur alls. Og raunar meira, því að eðlisfræðinám er allmiklu dýrara en margt annað og prófverkefni mitt var' mjög kostn- aðarsamt. Auk þess hlaut ég smærri r 3 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.