Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 9
„Ljón er risiS upp úr runni sinum, þjóðaeySir lagður af stað, farinn að Heiman til þess að gera land þitt auðn", segir Jeremías. var hlýlegri tónninn í orðum föður hans, Davíðs, er hann sagði við Fil- isteann: „Er ég þá hundur, að þú kemur á móti mér með staf?“ í þess- um orðum felst, að Gyðingar hafa lát- ið staf sinn ríða á hundana. Á ein- um stað er talað „skækjulaun og hundspeninga," og óvinir Gyðinga og andstæðingar Krists, menn, sem aðhylltust önnur trúarbrögð, og prest ar, sem þjónuðu öðrum guðum en ísraelsmenn tignuðu, eru iðu- lega nefndir hundar. Það var í samræmi við viðhorf Gyð- inga til hundanna, að þeir eru „gráðsoltnir, fá aldrei fylli sína.“ Job, sem þó kunni skil á gildi fjár- hunda, talar um þá af megnri fyrir- litningu. Hann virðist hafa verið nokkuð rembilátur, á meðan hann var ríkur, en þegar hann féll í eýmd- ina, gátu unglingar leyft sér að hlæja að honum, þótt þeir væru ekki allir af háum stigum: „Mundi ég þó ekki hafa virt feður þeirra þess að setja þá hjá fjárhundum mínum.“ Það er einkennilegt, að talsvert af því, sem af mestri lítilsvirðingu er sagt í skriftinni um hunda, hefur þótt þess vert að komast í biblíusög- urnar, sem íslenzkum skólabörn- um eru kenndar. Þar eru orð Davíðs við Filisteann, sagan um endalok Jessabelar og sagan um hundana, sem sleiktu blóð konungs eins ill- ræmds, sem féll í orrustu við Sýrlendinga. í íslenzku biblíuþýðingunni er tal- að um vísunda og farið um þá lof- samlegum orðum. Þar er Móses tal- inn hafa haft þessi orð um Jósef: „Prýðilegur' er frumgetinn uxi hans, og horn hans eru sem horn vísund- arins: Með þeim rekur hann þjóð- irnar undir!“ Fila getur einnig. Sýrlendingar notuðu þá í stríði gegn ísraelsmönn- um, og gegn Makkabeum var teflt fíl- um, sem hafði verið gefið rauðvín til að trylla þá. Salómon konungur lét geda sér hásæti af fílabeini, sleg- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 81

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.