Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 15
beitt til þess að aftra því, að þeir
hefðu eðlileg áhrif á löggjöf landsins
og þeir slitu sér út í látlausri styrj-
öld við valdhafana og hörðum deilum
innbyrðis.
Það, sem öðru fremur setti svip á
baráttu þeirra, var krafan um þing-
ræði. Saman við þá kröfu fléttaðist
andspyrna þeirra gegn vígbúnaði
þeim, sem Estrup vildi koma fram,
og var hún að sumu leyti sprottin
af því, að þannig gátu þeir gert ríkis
stjórninni óleik, og sumu leyti af
því, að margir vinstrimenn voru í
Ujarta sínu andvígir vígbúnaðinum
að meira eða minna leyti, þótt ekki
tækist þeim að mynda sér sameigin-
iega skoðun, er þeir fylgdu fram allir
sem einn.
„Við keppum að markmiði sem er
háleitara en víggirðing Kaupmanna-
hiafnar,“ sagði Kristinn Berg: „Dana-
veldi skal rísa í brjósti hvers dansks
manns.“
Eitt var þó það sera vinstrimenn
hefðu viljað kaupa dýru verði —
fyrir það hefði Estrup getað fengið
margar fallbyssur. Það var tekju-
skattur. Um þessar mundir voru rík-
isskattarnir nálega einvörðungu fast-
eignaskattur. En nú var sú fcreyting
orðin á atvinnuháttum, að margir
gerðust stórefnaðir, án þess að eiga
fasteignir að neinu ráði, svo sem
kaupsýslumenn ýmsir. En rétt-
indi þau, "em stjórnarskráin veitti
mönnum, hvíldi einmitt á gamla
skattakerfinu, og Estrup sá fyrir, að
ný skattalög myndu mörgu raska,
þar á meðal aðstöðu gósseigendanna
sem nutu margvíslegra forréttinda í
skjóli þess, að þeir bæru svo miklar
byrðar. Efnamenn í borgunum voru
einnig andvígir breytingunni, því að
þeir sáum fram á, að þeir yrðu að
leggja meira að mörkum, ef hún
næði fram að ganga. Hægrimenn
vildu ekki ljá máls á nýjum skatta-
lögum, enda þótt þeir fengju í stað-
inn fjárveitingar til þess að steypa
fallbyssur og reisa virki. Var þess
nú skammt að bíða, að fvlkingum
lysti saman. Leynivopn vinstrimanna
var 49. grein stjórnarskrárinnar:
„Skatta má ekki innheimta, fyrr
en fjárlög hafa verið samþykkt. Enga
fjárveitingu má inna af höndum,
nema til komi heimild í fjárlögum
eða aukafjárlögum.“
Þetta voru afdráttarlaus fyrirmæli,
og ætlaði ríkisstjórnin að sitja í
þrássi við þingmeirihlutann, varð
að svæla hana út úr greninu með því
að fella fjárlögin.
Hægrimönnum varð starsýnna á
2'ó. grein stjórnarskrárinnar:
„Þegar sérstök nauð þrengir, getur
konungurinn í fjarveru þingsins sett
bráðabirgðalög, sem þó mega ekki
stangast á við stjórnarkrána, og
verður ávallt að leggja þau fyrir
þingið, er það kemur næst saman.“
Jakob Brönnum Scavenius Estrup, haldreipi dansks afturhaldsd lok síöustu aldar.
Þaö var hvorki honum að þakka nc konungnum, heldur þolgæöi og stiliingu
dönsku þjóðarinnar, að ekki kom til uppreisnar og borgarastyrjaldar, er hann
framdi verstu gerræðisverk sín.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
87