Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 16
Það 'var árás á helgan rétt kon- ungsins til þess að velja ríkisstjórn að vild sinni, er vinstrimenn felldu fjárlögin, og þess vegna varð kon- ungurinn að nota heimild sina til lagasetningar, væri til slíkra óyndis- úrræða gripið. Fjárlög, sem konung- urinn setti, voru góð og gild, í slíkri nauð, og skattheimta heimil, þótt talað væri um samþykkt í stjórnar- skránni. „Þessi uppgötvun er svo ofurein- föld, þegar menn hafa einu sinni komið auga á þetta, að jafnvel heiðr aðir andstæðingar okkar ættu að rafa veginn," sagði höfundur þessarar kenningar, Henning Matzen, laga- prófessor í Kaupmannahafnarhá- skóla. VI. Vinstrimenn lögðu gunnreifir t.il atlögu við Estrup. Þeir líktu ráðu- neyti hans við hænsni, sem fljúga á prik: Þau sitja þar ekki lengur en blánóttina, sagði J. A. Hansen. Ætl- uðu þessir herrar sér að stjórna með bráðabirgðalögum, var svarið bæði einfalt og öruggt: „Enginn þarf að óttast bráðabirgðalög", sagði Hleiðrugreifinn, Lúðvík Holstein. „Komi til þess, að konungurinn rjúfi þann eið, sem hann hefur unnið að stjórnarskránni, geta menn áhættu- laust neitað að greiða skattana." Estrup var líka óbanginn. Það var meira að segja hann, ser greiddi fyrsta höggið. Þegar þingið kom sam- an haustið 1875, sendi hann það jafnskjótt heim í tveggja mánaða or Iof, og bar því við, að engin laga- frumvörp væru til reiðu. Þessi lítils- virðing, sem þinginu var sýnd, lofaði ekki góðu, og átökin hófust þegar, er þingið tók til starfa í ársbyrjun 1876. Ríkisstjórnin krafðist þá meira en níutíu milljóna til vígbúnaðar, en vinstrimenn buðu þrjátíu milljónir, ef jafnframt yrðu samþykkt lög um tekjuskatt. Samningar fóru út um þúfur, og Estrup rauf þjóðþingið. Kosningin fór fram í aprílmánuði og vinstrimenn juku fylgi sitt til muna. Þeir fengu um áttatíu þúsund atkvæði og 74 þingmenn af 102, en hægrimenn sem næst fimmtíu þús- und atkvæði. Þó var fylgi ríkisstjórn- arinnar enn eindregið í hinum stærstu kaupstöðum landsins — meira en áttatíu af hundraði. Ríkisstjórnin kippti sér ekki upp við það, þótt vinstrimenn hefðu ekki miklu þingmannaliði á að skipa. Hægriflokkurinn var formlega mynd aður um þetta leyti, og viðbúnaður var mikill á báða bóga. Fjárlög áttu að hafa náð samþykki L apríl og um skeið var von um samkomulag um fjárlög, sem gilda áttu í tvær vikur, svo að nokkurt ráðrúm fengist til frekari samninga. En laugardaginn fyrir páska, 31. marz, rak allt í strand. Ríkisráðsfundur var haldinn þá um morguninn, en þingfundir áttu að hefjast eftir hádegi. Á dagskrá var tiliaga frá samninganefndinni. Vinstrimönnum var hugleikið að þjóðþingið afgreiddi máiið á undan landsþinginu, og þess vegna afréðu þeir að fella niður umræður og ganga þegar til atkvæða. í byrjun fundar kröfðust fimmtán þingmenn þess, að atkvæðagreiðsla hæfist án um- ræðna. Estrup kvaddi sér hljóðs, þeg ar atkvæðagreiðsla var byrjuð, en þingforsetinn, vinstrimaður auðvit- að, lét það sem vind um eyrun þjóta. Estrup kvaddi sér hljóðs í annað sinn, og stappaði fæti í gólf- ið. En þingforsetinn svaraði ekki. Varð þá háreysti mikil, er þó hjaðn- aði brátt. Ríkisstjórnin lét þessa ekki óhefnt. Þegar þjóðþingið kom saman á ný, 4. apríl, var lesið upp konungsbréf. Þingmenn voru sendir heim. Og 12. apríl voru birt bráðabirgðalög um fjárveitingar næsta ár. Þar voru þó felld niður þau atriði úr fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem vinstrimönnum var mestur jvyrnir í auga. Vinstrimenn settust á rökstóla. Maður spurði mann, hvort nú dyndi yfir bylting. Það var óhugur í mörg- um og kvíði. En ekki kom til nekis slíks. Ríkisstjórnin hafði slævt vopn andstæðinga sinna með því að fella niður úr fjárlögunum þær fjárveit- ingar, sem mestur styr stóð um, og þó að verja ætti vænni fúlgu til Kon unglega leikhússins gegn vilja vinstrimanna, þá var erfitt að fóta sig á slíku. Leiðtogar vinstrimanna létu sér nægja að mótmæla gerræð- inu. Menn guldu skatta sína eins og venjulega og því var ekki haldið fram af neinum þrótti, að stjórnar skráin hefði verið rofin. Annað var þó verra. Þetta olli sundurþykkju meðal vinstrimanna. Þegar þing kom saman um hauítið, vildu Berg og Hörup leggja til at- lögu, en Hleiðrugreifinn og aðrir fleiri gerðu bráðabirgðasætt við Estrup. Þannig slapp hann við að beita bráðabirgðalögum á ný, vorið 1878. Berg og Hörup sögðu sig þá úr hinum sameinaða flokki vinstri- manna, ásamt þrjátíu þingmönnum öðrum, og Estrup gekk á lagið og leitaði samninga við þessa tvo hópa til skiptis. Honum nægði það þó ekki. Hann hugðist einnig nota ágreininginn með al vinstri manna til þess að styrkja þingfylgi sitt. Þess vegna lét hann konung ákveða nýjar kosningar í byrj un janúarmánaðar 1879 — um há- vetur, þegar bændum var örðugast að neyta kosningaréttar síns. Heift Hör- ups var svo mikil, að hann kvaðst tieldur vilja, að fylgismenn Estrups næðu kosningu en þeir vinstrimenn, sem hann taldi hafa brugðizt, þegar mest lá við. Hægrimenn unnu líka nokkurn sigur, þó líkum minni, níu þingsæti, og hinir andstæðu hópar vinstrimanna urðu viðlíka sterkir. Bar nú fátt til stórtíðinda fyrr en vorið 1880. Berg og Hörup áttu þá í samningum við Estrup um vígbúnað- armálin og höfðu mjög látið undan síga — meira að segja fallizt á, að Kaupmannahöfn yrði víggirt á landi. Varla hefur þeim þó verið létt í skapi um þessar mundir. Einn vinstri- manna úr hinum arminum, Frede Bojsen, leitaði samtímis samkomu- lags við þá í hópi hægrimanna, er stóð stuggur af vígbúnaðarráðagerð- um stjórnarinnar, því að þeir voru líka til. Hann fór þó ekki dult með, að hann ætlaði sér fyrst og fremst „að fietta niður um Kristin Berg.“ Og Bojsen brást ekki bogalistin. Þegar samningum Bergs og Estr'ups var nálega lokið, gerði Bojsen upp- skátt, að hann hafði gert sætt við hóp hægrimanna án vitundar ráð- herranna. Svo rammlega var um hnútana búið, að ríkisstjórnin sá sitt óvænna. Afleiðing þessa voru herlög þau, sem samþykkt voru árið 1880 og ekki voru til muna frábrugðin því, er áður hafði verið. VII. J.A. Hansen hafði verið þingmað- ur á Langalandi, og sá, sem kom í hans stað, var ákafur fylgismaður Bergs. Nú lét hann af þingmennsku, og voru aukakosningar ráðnar haust- ið 1880. Berg og Hörup höfðu til reiðu nýjan frambjóðanda, sem þeir sendu í kynnisför til Langalands. Þetta var ungur háskólamaður frá Kaupmannahöfn, dökkur á brún og brá. Eðvarð Brandes hét hann. Það mátti kannski virðast tvísýnt, hvernig bændunum á Langalandi geðjaðist að þessum unga manni, sem numið hafði austurlenzka málfræði, skrifað doktorsritgerð um kviður í Rigveda bróður Georgs Brandesar, sem vakið hafði hinn mesta storm með bókmenntakenning um sínum í Kaupmannahöfn og árás- um á margt það, er öðrum var hug- fólgið eða jafnvel heilagt. En hann hafði verið samstarfsmaður Hórups við Morgunblaðið og laðað að því margt ungra menntamanna og skalda. Og Hörup batt við hann miklar Iram- tíðarvonir: „Flokkur okkar varð að eignast skáld, prófessora, lögfræð- inga, blaðamenn, stúdenta . . .,“ sagði hann seinna. „Hinir vinstrisinnuðu bókmenntamenn féllu eins og maaua af himnum ofan í auðnina." Bændurnir á Langalandi sættu sig við sendimanninn. Hægrimenn börð- ust um á hæl og hnakka og kölluðu hann Júða og fríhyggjumann, hvort 86 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.