Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 18
1881. Hann iét tvívegis koma til þingrofs, og við það fækkað’ stuðn ingsmönnum hans í þjóðþinginu úr þrjátíu og fimm í tuttugu og sex Fylgi hægrimanna meðal þjóðar- innar var mjög tekið að skerðast, þótt allra bragða væri beitt til að halda hjörðinni saman, og vinstri menn reyndu eftir mætti að þjarma að ' stjórninni. „Þjóðarheill krefst þess af þessu þjóðþingi", sagði Krist inn Eerg sumarið 1881, „að það láti allt visna í höndum þess ráðu..oytis, sern hundsar hinn almenna kosninga rétt.“ Þessi kafli í stjórnmálasögu Dana, er líka kenndur við visnu, og var bardagaaðferðin sú, að vísa frum- vörpum og tillögum ríkisstjórnar- innar til sérstakrar nefndar, svo- nefndrar jarðarfararnefndar, þar sem þau hlutu ~vo aldrei neina af- greiðslu. Fjárlög voru þau sam- þykkt að lc' m þegar vinstrimenn höfðu leikið þau eins og þeim þótti henta. Það köliuðu beir að klippa kjölturakkana En til höfuðorrustu kom ekki að sinni. Það stafaði þó ekki af því, að vinstrimenn brysti jark. Hitt var sönnu nær. að þeir bjuggust við, að Estrup yrði þá og þegar að gef- ast upp. Þá væntu þeir, að valda- skeið vinstrimanna hæfist. Þess vegna vildu þeir ekki fara sér svo óðslega, að konungurinn teldi þá beina upprp’~n'’-seggi En hægrimönnum var ekki í hug að víkja. Þeir tóku stofna stjórn- málafélög víðs vegar um landið og boðuðu síðan til landsfundar, þar sem þeir skipulögðu flokksstarf sitt. Þingmennirnir áttu þó ekki að vera háðir þessum samtökum. heldur ein- unvis hafa samvinnu við miðstjórn þeirra. Aftur á móti átti kjóenda- félag hvers kjördæmis að ráða vali frambjóðenda En þetta fór þó svo í framkvæmd, að miðstjórnin og þingflokkurinn réðn flestu, in 'q í; endafélögin urði. einungis bægi- leg verkfæri, Jafnframt t.ók” hægri menn að gera ;ér dátt við ærka- menn og vinnulýð, enda komu tíu til fjörutíu atkvæði af hverju tiundr aði úr þeirri átt i bæjum landsins. Revndust margir verkamenn oeim leiðitamir, svo að fram undir iþtav Iok nutu þeir sums "taðar atfyigis nálega briðiungs atkvæðisbæTa verks'-nnria Það varð hægrimönnum Ííka hald reipi, að enn hafði almenningur mikla trú á vopnum Árið 1879 vís- uðu Þjóðverjar á bug því ákvæði frið arsamninganna frá 1866, að þjóðar- atkvæðagreiðsla skyldi látin fara fram í Norður-Slésvík um „t.öðu þeirra héraða og þá var hafinn rá áróður, að einskis góðs væri að vænta af Þjóðverjum, ef Danir stæðu um ew„r nt> ævj frammi fyrir þeim með hattinn í heldinni. Það var hrópað á vopn víða um li.ndið, þótt margir hverjir íhuguðu lítt, hvort nokkru yrði áorkað með hervæðingu. Árið 1881 horfði ófriðlega með Þjóðverjum annars vegar og Frökk- um og Rússum hins vegar, og það glæddi vonir sumra manna um það, að hin töpuðu héruð yrðu endurheimt með vopnum. Ungir og metnaðargjarnir liðsforing- ar væntu sér aukinnar veg- semdar af hervæðingu og þeir tóku að ferðast fram og aftur um landið, til þess að kynda undir. Hörup kall- aði þá „gangandi lírukassa." Voru stofnuð nokkurs konar vígbúnaðarfé lög „samtök til varn.,r föðurland- inu“, og gerðist þar oddviti prestur einn, Jóhannes Clausen, sem verið hafði heimatrúboðsmaður,, en síðan hneigzt að stefnu Grundtvigs, og átti margt vina í báðum fylkingum. Var hafin útgáfa blaðs, sem var mjög skreytt myndum og lagði mikla stund á að flytja frásagnir úr styrjöldum þeim, er Danir höfðu háð í Slésvík einkum þeim, er enduðu með sigri þeirra. Loks var hafizt handa um að safna meðal þjóðarinnar fjár- framlögum til vopnakaupa og láta al menning undirrita kröfu um það, að Iíaupmannahöfn yrði víggirt. Er frægt dæmi hinna svokölluðu „fall- byssufrúa" á Fjóni, sem stóðu fyrir samskotum og keyptu fjórar eða fimm byssur, s.m þær gáfu kóngin- um. Konunginum var þessi hreyf- ing mjög að skapi, því að hugur hans var jafnan þar, sem herinn var. Honum var því mjög dillað, er hon- um var fengin í hendur áskorun um aukna hervæðingu árið 1883, undir. rituð af rösklega hundrað þúsund Dönum, sem náð höfðu átján ára "’dri. Vinstrimenn voru alls ekki frá- bitnir herbúnaði, þótt þeir héldu saman gegn stjórninni. Hörup hefði þó að sínu leyti helzt kosið algera afvopnun, og hann mótaði það and- svar, sem oftast var vitnað til: Til hvaða gagns er þetta? Hann skírskot aði til þess, að aukinn herbúnaður krefðist mikilla fjármuna, sem fá- tækt fólk yrði að L.a af höndum rakna, og þar að auki yrði fjöldi ungra manna að eyða beztu árum ævi sinnar í hernum. En engar líkur væru til .þess, að þessar fórnir bæ -'"-ínn ’ '. Margir vinstrimanna hafa áreið- anlega brett granir við þessu. Og þótt. allt væri enn með felldu á yfir borðinu kraumaði undir niðri. Atvik sem gerðist haustið 1883, sýndi ótví- rætt, hve samheldnin stóð völtum fæti. Morgunblaðið, höfuðblað vinstrimanna, minntist Grundtvigs ekki einu orði á hundrað ára afmælis degi hans. Degi síðar kom svo um hann löng grein eftir Eðvarð Brand- es — og ekki alls kostar lofsamleg: „Skáldið Grundtvig, hefur engin eft- irminnilegt afrek unnið . . . hlutfalls- lega fátt af þvi, sem hann festi á pappír, heppnaðist vel. Það er sein- legt verk að finna gullkornin í h..Im- dyngjunni, sem er ofan á þeim.“ Trú- arkenningar hans voru líka vegnar og léttvægar fundnar, en aftur á móti var rómuð frelsisþrá hans og sigurglöð trú á málfrelsi og ritfrelsi og farið um það fögrum orðum, hvernig honum hefði tekizt að vekja dönsku þjóðina af svefni. Fylgismenn Grundtvigs meðal vinstrimanna ráku upp stór augu, og þeir voru ófáir, sem brugðust reiðir við. Og ekki bætti úr skák, þeg ar Marteinn Lúter var ekki nefndur á nafn í Morgunblaðinu á fjögurra alda minningardegi hans. Kristinn Berg, sem nú var þingforseti vinstri manna," lók að erast ungbrýnn. Hann sagði upp samningum þeim, er hann hafði gert um ritstjórn Morgun blaðsins, og Hörup og Eðvarð Brand es urðu báf’ " !,-ia Ósamkomulagið var orðið opin- bert, og nú greindi þá á, Berg og Hörup — mennina, sem Iengst höfðu staðið saman. Fram undan voru kosningar sumarið 1884. Báðir kveinkuðu sér þó við að vegast á fyrir kostningarnar. Og þótt svona væri í pottinn búið, urðu vinstri- menn enn sigursælli en nokkru sinni fyrr. Hægrimenn hrepptu ekki aema nítján sæti í þjóðþinginu. Og að þessu sinni .'-omust tveir sósíalistar á þing, hinir fyrstu í Danmörku. Það voru þeir Hólm t Hördum. Stjórnarandstæðingar réðu sér ekki fyrir fögnuði, er þessi úrslit urðu kunn, en hægrimenn bitu á vörina og hugsuðu sem svo, að okki skipti miklu máli, hvort stjórn þeirra styddist við nítján þjoð- kjörna þingmenn eða *ut'og sex. Og sumarið le.5 í óvissu. Hörup og Brandes höfðu ærið nóg að starfa. Þeir voru að stofna nýtt blað, sem þeir hleyptu af stokkun- um í septembermánuði. Það hét Politiken. Hörup mótaði stjórnmála- stefnu þess, en Brandes færði það í nýtízkulegri búning en nokkurt ann að danskt blað og fyllti það fréttum og frásögnum 3. dag októbermánaðar var skugga legt veður í Kaupmannahöfn, stovm- sveljandi með miklum rigningav- dembum. Seint um daginn barst sú fregn um alla borgina, að Kristj- ánsborg stæði í ljósum loga, og bálið var svo mikið, að það sást handan yfir Eyrarsund. Eldurinn fór geyst. Allt var brunnið, „em brunnið gat, þegar nóttin ærðist yfir — murarn- ir stóðu c. nir uppi. Þetta þótti hinn hryggilegasti at- Framhald á 94. sfðu. 90 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.