Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 12
Það var miður sólmáriuður. Inni
í vertshúsinu var molluhiti, en svalt
borið saman við sterkjuhitann úti,
sem kreisti svitann úr snöggklædd-
um vegfarendum eins og safa úr gló-
aldini. Hitamælirinn á gráskellóttum
kirkjuveggnum ^egnt kránni var
eins og viðvörun til syndugra sálna
með sín 32 stig á Celcíus, enda stríð-
ur straumur reikulla manna inn um
dyr guðshússins, ýmist til þess að
gera syndajátningu eða forðast sól-
arvítið, sem engu eirði.
Siangur af gestum var í veitinga-
stofunni. Sjálfur vertinn, rauðþrút-
inn, þrekinn, roskinn maður, renndi
i bjórkollur úr tunnunum innan við
skenkinn. Svitastokkinn skóf hann
froðuna ofan af kollunum með spítu.
Stærðar glerbrúsa með rauðu og
hvítu vininu handlék hann með gætni
og umhyggju, eins og hann væri að
rugga hvítvoðungi í ró. Fjórir yfir-
þjónar, girtir hvítum svuntum, eins
og slátrarar, voru á stöðugum þeyt-
ingi með mjöð og glóandi vín til
þyrstra manna og kvenna. Vertinn
svolgraði í sig svalandi bjórinn úr
útskorinni ölkrús í velþegnum hléun-
um, sem urðu annað siagið.
Sillí var í rósóttum, flegnum kjól
— svo flegnum, að vel mátti sjá langt
niður á bak. Hún leit út um
gluggann sljóum augum, dreypti á
víninu og mælti stöku sinnum eitt-
hvað drafandi röddu, sem hitinn
bræddi eins og malbíkið á götunum,
srvo að ég skildi aðeins orð og orð
af því, sem hún sagði. Sillí var dökk
á brún og brá og öll bústin vel og
þrýstin, en hárvöxturinn svo rýr, að
minnti á kollótta rollu rétt fyrir rún-
ingu. Hún hafði sama brúna augna-
litinn og kjölturakkarnir, sem ríka
fólkið teymdi í gullól og þóttu þægi-
legri en krakkar. En í augum Sillíar
var einhver blendingur af kímni og
spurn, sem augu kjölturakkanna
skorti alveg. Þeir vildu helzl alltaf
móka, nema þegar eigendur þeirra
stungu að þeim ostbita eða öðru
góðgæti. Sillí hafði samrekkt mér um
nóttina, aldrei þessu vant, því að
móðir hennar var ströng, vönd að
virðingu sinni og velviljuð dóttur
sinni. Silli fæddist á kreppuárunum
og bjó með móður sinni, ekkju, og
tveimur köttum í kjallarakytru í út-
jaðri borgarinnar. Þær mæðgur unnu
báðar úti og létu kettina eina á dag-
inn í íbúðinni hjá kolavélinni og
myndunum af föður og syni, sem
vesluðust upp og týndust í umróti
stríðsins.
Það hringlaði í peningaskjóðunum,
sem þjónarnir báru, og ískur í spor-
vagnahemlum og ómur kirkjuklukkna,
sem kölluðu til tíða, barst inn í
krána. Sillí var ekki víngefin, en varð
rauð á vangann við fyrsta glas, sönðv
in, ástleitin og til í allt. Ég kældi
heit innyflin með freyðandi bjórn-
um. Þjónninn bar matinn á borðið á
meðan Sillí var að segja mér eitt-
hvað, sem ég skildi ekki. Svitadrop-
ar láku stöðugt niður með nefi þjóns-
ins og inn í munninn, er hann opn-
aði hann, svo að hann var loðmælt-
ur, þegar hann bauð okkur að gera
svo vel. Um leið og hann fór, greip
hann kollu mína með sér til þess
að fylla hana aftur. Stór hundur og
maður komu inn, og maðurinn tók
ölkollu, sem stóð á skenknum, ásamt
mörgum öðrum, og setli á munn
sér. Þjónninn stjakaði við honum,
svo að hann hætti við að drekka og
lagði kolluna frá sér. Þjónninn tók
þá kolluna og svolgraði úr henni
með lokuð augun, en vertinn benti
manninum að taka aðra krús. Hund-
urinn liorfði biðjandi augum á þá.
Roskin hjón í fylgd með ungri
stúlku voru niðursokkin í matseðil-
inn við næsta borð. Stúlkan leit
dreymin og fjarræn á okkur SiIIíu,
fram hjá okkur og út um gluggann
— horfði á sporvagnana koma á
fleygiferð í krappa beygjuna, sem
blasti við úti í brennheitu sólskin-
inu. Er við greiddum reikninginn,
var Sillí orðin heit og rjóð og draf
mælt. Hún þakkaði þjóninum, sem
saug upp í nefið og var þotinn a£
stað. til þess að bera þorstlátum gest-
um meiri drykkjarföng.
Úti var kliður radda, hvin í hjól-
börðum í bráðnuðu malbiki, spor-
vagnaskrölt, og í fjarska heyrðist
þungur, alvarlegur klukknaómur gegn
um titrandi tíbrána. Sterkan óþef
lagði upp úr holræsunum eins og frá
fiskvinnslustöðvum á heitum sumar-
degi. Kvenfólkið var svo léttklætt,
sem velsæmið frekast leyfði og karl-
ar margir hverjir berleggjaðir. Við
Sillí létum berast með mannhafinu,
sem lyktaði af svita og púðri. Sillí
vildi ganga út í skemmtigarð og aka
í rafmagnsbíl. Ég var þungur í höfð-
inu og vildi senda hana heim, en
lét þó tilleiðast, þar eð þetta var
sunnudagur, og bjórinn gat læknað
öll mein, andleg og líkamleg.
Forvitnir karlar og konur sátu á
gangstéttarkaffihúsum og góndu á
vegfarendur, eins og naut á nývirki.
Nokkrir dökkir, griskir skeggjar leidd
ust syngjandi eins og kærustupör.
Það var svalt sem í kirkju í göng-
unum, sem lágu undir torgið, og
loftið mengað ryki og mannaþef.
Falskir dragspilstónar léku sér í ryk-
inu þarna inni í rökkrinu. Einfætt-
ur, tötrum klæddur manngarmur sat
flötum beinum í rykinu, þar sem
göngin voru þrengst, og þandi nikk-
una. Apaskrípi steypti sér kollhnís og
lék aðrar kúnstir fyrir framan mann-
inn. Derhúfa með nokkrum skilding-
um lá við hlið þeirra. Sillí' bætti ein
um í.
Ég fékk ofbirtu í augun, er upp
úr göngunum kom, og við íylltum
lungun heitu loftinu, sem straukst
um andlit okkar eins og gælandi meyj
arhönd.
Gífurlegur mannfjöldi ráfaði eirð-
arlaus milli skemmtitækjanna í garð
inum. Fólk, hávaði og leiktæki — allt
rann saman í marglita, svitastokkna
fordæðu. Við Sillí fundum veitinga-
garð í forsælu undur þungu trjálauf-
inu. Við settumst undir gamla eik.
Stöðugur straumur fólks var inn og
út úr garðinum. Þjónar með kringl-
ótt víntrog yfir höfði sér smugu milli
borðanna, liðugir eins og nautabanar.
Inni í sjálfu veitingahúsinu léku
nokkrir Ungverjar í þjóðbúningum
angurvær Sígaunalög. Við Sillí lífg-
uðum upp á sálartetrið með víni og
bjór. Ilún var nú orðin alldaður-
gjörn. Ég minnti hana á rafmagns-
bílana. Þegar Sillí var farin til þess
að fullnægja þessari ökuþörf sinni,
84
T f M I N N — SUNNUDAGSBI.AO