Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Blaðsíða 22
hef fundið það í hjarta mínu, að ég á ekki heima
meðal þeirra. Hér sjáið þið þann, sem var blindur,
en hefur öðlazt sýn — þann, sem var haltur, en
síóð upp og gekk. Ja-há, virðulegu samkomugestir
— ég eigraði áttavilltur í myrkrinu, fullur af
frekju og hroka. En augu mín lukust upp, guði sé
lof og dýrð, og ég sá, hvernig þeir róa að því öllum
árum að fordjarfa landið. Ég hef látið mér skiljast,
að þeir eru ekki sannir vinir almúgans, þó að þeir
gali um frelsi og mannréttindi. Nei, virðulegu herrar
— nei, ónei — hinir sönnu vinir almúgans eru hér.
Það er hjartans ósk mín, að erfiðismaðurinn sjái,
hverjir eru hans stoð og stytta og san ir velgerðar-
menn.
Fagnaðaróp kváðu við í öllum áttum, er hann
hafði sagt þetta, og við það jókst honum áræði.
Hann brýndi röddina og ruddi úr sér hroðaskömm-
um um hina gömlu samherja sína og foringja
þeirra, sem tældu almúgann á glapstigu, svo að
þeir ættu alls kostar við hann. Fagnaðarlætin, sem
orð hans vöktu urðu æ háværari, og við það esp-
aðist hann um allan helming, unz hann var allur
á valdi hrifningarinnar. Hann þóttist skynja, að
nú væri loks runnin upp hin mikla stund, sem
hann hafði iengi þráð. Þessi fagnaðarlæti, þetta lófa
klapp, þessi húrrahróp, sem kváðu við allt í kring-
um hann við nær því hverja setningu, sem hann
slöngvaði út úr sér — allt þetta sannfærði hann
um, að hér hafði hann unnið frægan sigur. Hann
fór jafnvel að spinna lopann um ofsóknir, sem
hann þóttist hafa sætt af hálfu gamalla vina sinna.
og lýsti sér sem píslarvotti, sem hefði verið hneyksl-
anlega hlunnfarinn sökum hrekkleysis síns og óeigin
girni.
Eftir á rámaði hann einungis óljóst í, hvað síðan
gerðist, líkt og slitróttan draum. Hann mundi, að
hann lauk máli sínu með að hrópa: Lengi lifi ráðu-
neyti Estrups! Samstundis gullu við hamslaus fagn
aðraóp, og síðan var hann sjálfur hafinn á loft
og hylltur. Hann mundi, að samkomustjórinn klapp
aði honum á öxlina, að Enevoldsen málaflutnings-
maður margskók hönd hans, að fólkið þyrptist í
kringum hann, þegar hann steig niður úr ræðustóln
um, og hópur unglinga með danska fána hafði hann
með sér að löngu borði inni á milli trjánna, þar sem
marglit Ijósker héngu á greinum eins og í ævintýr-
unum og menn drukku púns úr skálum, húrruðu
og sungu við raust. Það rifjaðist líka upp fyrir hon
um, að frá þessu langa borði var farið með hann
inn í stórt tjald, þar sem uppi héngu kertahjálmar
og blómsveigar, og þar var saman komið allt stór-
menni bæjarins. Hér var honum borið vín, sem
freyddi eins og sápuvatn og kitlaði hann í nefið
eins Og tóbak, og amtmaðurinn kom til hans og skál
aði við hann og vék að honum vingjarnlegum orð-
um. Og þar á eftir var farið með hann út undir
bert loft og ungir menn tóku undir handleggina á
honum og leiddu hann á milli sín, og hann heyrði
fallbyssuskot og sá flugelda þjóta um loftið: Eld-
glæringarnar léku við sjálfan himin, og það rigndi
gulli....
Úr danskri stjórnmálasögu
Framhald af 90. síðu.
burður í löndum Dana. Þegar hann
spurðist hingað út til íslands, að
nokkrum tíma liðnum, greip bisk-
upinn, Pétur Pétursson (sem reynd-
ar hafði ekki verið öllu minnugri á
afmæli Lúters en Hörup), skriffæri
sfn og festi á blað eins konar sam-
hryggðarávarp til konungs, er hann
lét síðan bera til undirskriftar um
hinn íslenzka höfuðstað. Þetta var
háttvís maður, sem tók sér allt nærri,
er ergði kónginn.
En það voru ekki allir hnuggnir,
jafnvel ekki í sjálfri Kaupmanna-
höfn. Frásögn Morgunblaðsins, blaðs
Bergs, af bruna þessum, lauk með
svofelldum orðum: „Á þessum
grunni verður ekki reist Kristjáns-
br Ma s!:ip .
Og að gamanmálum gátu Danir
haft þetta:
I Spanien var himlen blevet röd
og Ruslands bl;v s-'- af sð
I Afrika faldt en vældig glöd,
en neger brændte splitternözen.
En það brann fleira þessa daga en
Kristjánsborg. Síð"stu bræðirnir.
sem tengdu þá Berg og Hörup,
brunnu líka. Enn eim sinni klofn
uðu vinstrimenn í tvær fylkingar
Berg tók höndum saman við Bojsen
og sveit hans og hafði á að skipa
sem næst fimmtíu þingmönnum. En
Hörup fylgdu tuttugu og fimm til
þrjátíu. Það var uppb-” radíkala-
flokksins.
Frá Löppum —
Framhald af 74. síðu.
því að þá fylgir með í kaupunum, að
Lappinn annist hreindýrin sumar-
langt, komi þeim síðan í sláturhús
að haustinu og sendi viðskiptavini
síbum gjaldið.
Annars fer misjafnt orð af Löpp-
um En ekki er allt, sem um þá er
sagt, á rökum reist, og of' er vant
um að dæma, hvor ber þyngri sök,
er í odda skerst með Lappa og manni
af öðru þjóðerni. Það hefur verið
mjög að þeim þrengt af aðkomu-
mönnum, og þess er ekki að vænta,
að þeir láti sér það vel lynda. Af-
leiðingin er auðvitað nábúakrj'tur og
ýmis korar hnipoingar.
Þeir, sem náð hafa vináttu Lappa,
bera þeim margir gott orð Og marg-
an myndi áreiðanlega fýsa að haf-
ast við meðal þeirra dálíti n tíma
Lausn
48. krossgátu
kynnast þeim og komast að raun
um, hvernig lífi þeirra er háttað. En
til þess þarf nokkuð á sig að leggja.
Fólk má ekki setja fyrir sig reyk og
svælu og hita, og það má ekki kippa
sér upp við það, þótt mýbitið sé
áleitið. Og það verður að sætta sig
við þær matvenjur, sem tíðkanlegar
eru meðal Lappa, þvi að langt er
í næstu búð. Enginn sækir lífsþæg-
indi á þessar slóðir, og er þeim
betra, er ekki geta án þeirra verið,
að hafa sína áningarstaði annars
staðar. Þeir munu líka yfirleitt verða
fyrir vonbrigðum með Lappland.
i "l , 1 ]T Ts
Ej t M ' L i H R
vv fl N ? V fl N fl
J>ID N V P r K P
N/lx'jE ‘■P
L? R S 't> ^ ,r K ; c ! r* T?W 'V
i/!L|fl 3 - fí
N P
V\»V fí N'.fí! fl £> fí
J/ s/ sxv is M 1 T
/ TI.T ÖV]S|N A r'fíl J fl / fí
/ R|ó / M! J11; ■ y'&lfl’N N fí T?
V fl |R Ifí e | ,v ir/11 N U/T1 N N ”7
y r 2J/ Z P 5 fí\N S / / A
/ •J 'f) T VIEF f/ 7 fí T
/ tth / Nií)\L\y' McT N TT TT h7
/ p o L / / V Pj p
/ j ö !F|3 5 R j' M fí 7T r
/ P |P J na/. ö / X Á L p L
/ k’IV a dM H P fí F L V 3 fí
</ i.k NLfll/jfl 3 1 7 H M a P
94
1 hl I \ \ - SUNIVUD.\t.SK!.\0