Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 4
 y&ííííí liliiil f vörinni. ASGERÐUR JONSDOTTIR: Hið indæla stríð Fyrsta kynning mín við hrognkelsi varð á heitum sumardegi — ég seldi því upp. Seinna frétti ég, að fiskur- inn hefði legið í sóibaði lengi morg- uns. Þannig meðlæti bætir ekki þenn an fisk, því að þótt hann sé æði harðhnjóskulegur hið ytra, er hann álíka næmur hið innra eins og prins- essan á bauninni. Síðan hef ég alltaf sveiað hrognkelsi. En þessi fiskur er verður athygli eins og annað í nátt- úrunnar ríki og smám saman hefur vaknað hjá mér áhugi á æviferli hans. -— Þar til hann er kominn í pottinn. Ég gekk því í vetur í Grímstaða- vör einn fagran morgun í vor með von um að hitla einhverja hrogn- kelsaveiðimenn og fá að fara með þeim á netin. Mér varð að þeirri von. I Grímsstaðavörinni standa enn nokkrir smáskúrar fyrir veiðarfæri. Og þar skulu þeir fá að stand* um aldur og ævi samkvæmt tali borgar- stjóra núna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Þetta fyrirheit gladdi marg an góðan og þjóðhollan Vesturbæing. Ég var komin þarna vestur kl. rúm- lega 6% f.h. Morgunkyrrðin var sæl og djúp og þó full af lífi. Sjórinn var spegilsléttur nema báran, sem lék við landsteinana. Þeir voru krökk ir af mávi. Þrenn æðarhjón sátu að morgunverði. Þau veiddu vel og úuðu ’hátt og rnikið. Hópur af sand- lóum prýddi einnig flæðarmálið. Þá var mjög hásjávað. Nú komu fiskimenn á vettvang. Það voru Björn Guðjónsson Ægis- síðu 66 og Þorvarður sonur hans. Ég bað leyfis að róa með þeim fram á fiskimið og var það auðfengið. Björn er Reyikvíkingur, fæddur og uppaldinn í hinni einu sönnu Reykja- vík, þ.e.a.s. Vesturbænum og nán- ar tiltekið á þeirri lóð, sem nú stóð- um við. Faðir hans og föðurafi voru annálaðir sjómenn, en aðrir lang- feðgar þeim megin voru sveitaprest- ar og fara ekki sögur af sjómennsku þeirra. Meðan þeir feðgar bjuggu sig og bátinn til ferðar, litaðist ég um í naustinu. Þar er fátt fornra mann- virkja utan vindur, sem notaðar voru til þess að draga bátan^ úr vör og upp aftur. Nú hefur „æðri“ véltækni leyst þær af hólmi. Fyrir ævalöngu lærði ég eitthvað um „trissur“. Hér hlýtur að vera margföld „trissa" að verki, hugsaði ég með mér, þegar ég horfði á jeppabifreiðina og bátinn fjarlægjast hvort annað, þó tengd væru saman á eina og sömu taug. Þegar allt var ferðbúið, var rennt úr vör og stefnt vestur með Ægis- síðu og Seltjarnarnesi. Björn segir að Reykjavík standi á Seltjarnarnesi. Skerjafjörður var fagur sjónum þennan morgun. Fjallahringurinn var fagurblár að sjá í suður, flekkóttur 556 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.