Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 6
verðmæl útflutningsvára og menn óspart hvattir til 'veiða af ábyrgum viðskiptaaðilum. Nú hefur markaður inn fyllzt mjög og verðfall á hrogn- um komið í kjölfarið, og mér skilst, að þeir stundi veiðina upp á von og óvon. Því enn hafa engin hrogn selzt. En grásleppurnar eru stútfull- rr af hrognum þrátt fyrir sölutregðu og margar bersýnilega að því komn- ar að hrygna. Þar sem veiðin var i minna lagi vorum við óvenju fljót i förum. Laust fyrir kl. 11 héldum við áleiðis heim. Þá var orðið mjög heitt í veðri og hillingar svo miklar, að svo virlist sem borgin svifi í lausu lofti rétt yfir haffletinum. Ég hélt áfram að spyrja og fræðast um hrognkelsið. „Eru hrognkelsanet frábrugðin þorskanetum um eitthvað?" „Nei,“ svarar Björn, „nema þau eru möskvastærri. Grásleppunetin eru 5% tomma á legg og 9 möskvar á dýpt, rauðmaganetin eru 4 tommur á legg og 13 möskvar á dýpt — og hvort tveggja netin eru nylonnet." „Segðu mér, Björn, hefur þú merkt einhverja breytingu á veiðinni við það að nota nylonnet?" „Nei, ekki finn ég til þess, en veiðin er stunduð öðru vísi og 4 öðrum tilgangi. Áður fyrr var hún aðeins til beitu. En eftir því sem mig minnir bezt, komu karlarnir venjulega heim með sneisafulla báta, þrátt fyrir lélegri báta og veiðárfæri, og það finnst mér benda til þess, að gengdin hafi verið meiri þá en nú. En ég hef engar rannsóknir fyrir mér í þessu og segi þetta ekki sem neina fullyrðingu." „Veiztu til, að það hafi nokkru sinni verið reynt að veiða hrognkelsi á öngul eða spón?“ „Nei, ég held að fiskurinn taki ekki á færi. Þó hefur það komið fyr- ir, og í gamla daga var sá maður talinn feigur, sem dró slíkt færi.“ „Já, blessaður segðu mér, ef þú veizt um einhverja hjátrú eða seri- moníur í sambandi við hrognkelsi." „Eg veit hreint ekki um neitt slíkt nema þetta eina. Þetta er svo náttúr legur fiskur.“ „Þú sagðist stunda hfognkelsaveið- ar sem aðal atvinnu meðan veiði er. Gera aðrir, sem róa hér úr vör- inni það- einnig eða bara sér til gam- ans sem eins konar heimspekilega dægradvöl?" „Það er engin heimspeíki í bland- við þessa veiði. Það er bara eins og menn geti ekki hætt.“ „Og hvernig verkið þið svo þennan ástsæla fisk?“ „Fyrst og fremst er hann seldur nýr, þ.e.a.s rauðmaginn, svo er hann saltaður, hertur, reyktur eða látinn síga, fyrir innanlandsmarkað — en hrognin fara aðallega á erlendan markað, eins og ég sagði áðan. Það er mikil eftirspurn eftir reyktum rauðmaga, en það er lítill tími til að frámleiða slíka vöru, því að ann- ríkið er mikið." „Þú hefur þá veitt vel i vor, þótt þessi dagur brygðist?" „Já, ágætlega, enda hefur tíðin verið góð.“ Jæja, þá erum við komin að landi. Það er heldur öðruvísi um að litast en þegar við fórum. Nú er háfjara, og Skerjafjörður ber sannarlega nafn sitt með réttu. Nokkrir menn standa Á „skurSarborðlnu'/ þegar í vörinni og bíða þess að fá sér í soðið. Flestir ganga þó bón- leiðir til búðar, því að þessir fáu rauðmagar, sem komu í netin, eru ekki lengi að hverfa. En Björn lof- ar mönnum rauðmaga á ný eftir kosningar. — Þær eru á morgun. — Þessi fiskur er ekki pólitískur og hefur sig lítt i frammi meðan kosningahríðin dunar hæst. Hér er fullt af krökkum. Þorvarður segir, að þau séu hér mest allan sólarhring- inn. Þau leggja mörg orð í belg. Þeir feðgar gera að veiðinni, sem ekki selst jafnóðum, á borðiklump við bátshliðina. Það er gaman að horfa á snör og æfð handtökin. Eitt hnifs- bragð hér og annað þar, og svo ligg- ur fiskurinn flattur og sundurskor- inn eins og vera ber, áður en ég fæ deplað augunum þrisvar sinnum. Hrognin renna eins og eftir skipun í sinn stamp, en innvolsið að öðrtl leyti niður í fjöruna. Veðrið er einá yndislegt og bezt verður kosið. Þó sýnist mér sem verkið muni ver$ mjög kulsamt og áreiðanlega erfitt en sjálfsagt skemmtilegt. Roskinn maður, sem ég hltti þarna í fjörunni segir mér um leið og hann býr bát sinn á veiðar, að þetta sé nú sín skemmtun og hann þekkl enga, er taki henni fram. Og sonur Björns hefur yfirgefið aðra atvinmf til þess áð stunda veiðamar með föður sínum og harmar ekki skiptin, heyrist mér. „En maður getur svo scm stundum verið dauðleiður á þessu sama puði dag eftir dag,“ segir Bjöirn. Það gætu víst margir tekið undir það. Ég tek eftir því, að þeir láta grá- sleppuflökin hanga saman á sporð- inum, en skera hvort um sig í smá- stykki. — Hvers vegna? — Það er auðvitað til þess að hún sé fljótari að þorna. „Eri vill ekki svona feitur fiskur þrána?“ „Ojú, enda er ómögulegt að verka hann á þennan hátt i hita — og flugnatíð, jafnvel þótt þurrkunar- grindunar séu hafðar svona hátt,“ segir Björn og lítur upp til verk- færaskúranna. Á þökum þeirra gnæfa þurrkunartrönurnar við loft — næst- um því eins tignarlegar og þéttar og menningargálgarnir á húsþökum Reykjanesbúa, — þaktar siginni grá- sleppu. Það eru alltaf einhverjir að koma til þess að kaupa fisk, ýmist nýjan eða siginn. Björn segir, að það sé yfirleitt sama fólkið, sem alltaf kemur til þessara kaupa og mér virðist af ýmsum orðum, sem ég heyri falla, að þeir hafi sitt eigið viðskiptamál. Björn afhendir varning inn og segir á honum kost og löst. Grásleppan er feit og góð, en ekkl nógu sigin. Hún hefur engan tíma til þess vegna eftirspurnar. Mér sýn- ast viðskiptavinirnir fá vætu í munn- inn, þegar þeir taka við fiskirium og af viðræðunum er helzt að skilja, að sigin grásleppa sé bezti matur hér á jörð og þótt víðar væri leitað. Björn segist ekkert gera nema slóra, hann sé snillingur við það. Mér sýnist hann vera töluverður snillingur að veiða líka. Samt segist hann aldrei veiða nóg til þess að full nægja eftirspurn — og alltaf vera að græða, hvað sem hann 'geri. Ég hvái og dettur í hug kosningaáróður, en svona hógvær maður og kurteis fer varla með slíkt svo að þetta er sjálfsagt satt og rétt Það er komið að hádegi og krakk- arnir flestir farnir heim í mat. En uun ieið og þau fóru, flykktust máv- amir og æðarfuglinn fast að bátn- um, réðust á glænýtt slorið með gargi og áfergju, og hver reif af öðr- 558 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.