Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 14
í myndinni af ömmunni (mynd 1). í mannamyndum yngri barna er höf- uðið ævinlega hlutfallslega stærst. Allt, sem er mikilvægt í huga barns- ins, teiknar það stórt. Aðra hluti ger- ir það smáa eða sleppir þeim alveg. Börnin hagræða hlutföllum eftir and- legu mikilvægi. Einnig er þeim þýð- ingarmikil sá óhlutlægi hrynjandi, sem nútímalistamaðurinn metur um fram hlutlæga frásögn. Amman (mynd 1) er t.d. að mestu byggð upp af ferhyrningsformum. Það kem ur greinilegast fram í höfuðlaginu og fléttunum. Önnur form eru ým- ist samstæð eða andstæð, eins og hringlaga kinnaliturinn. Sjáöldrin eru meira að segja ferhyrnmgar. Ef við hugsum okkur augu „Ömmunn- ar“ hringform myndi hún glata því ákveðna tilliti, sem réttlætir notk- un ferhyrninga í augunum. Af sömu ástæðu eru augasteinarnir hringar. Hrukkurnar eru allar láréttar, nema tvær sitt hvoru megin við munnvik- in, sem eru lóðréttar og stuttar. Hr-ukkurnar undir augunum eru tvær og tvær eins og við munnvikin. Eins eru ennishrukkurnar þrjár og háls- hrukkurnar þrjár. Það er engin til- viljun að hrukkufjöldinn hefur þessa ákveðnu samröðun. Á þessum árum hefur barnið takmarkaðan skilning á fjölda. Við staðsetningu á hrukk- unum eins og á skegginu á afanum', eru valdir þeir staðir, sem mest er af hrukkum, og hrukkurnar eru teikn aðar með tveim eða þrem strikum. Nákvæmur fjöldi skiptir ekki máli í huga barnsins. Það eru aðeins fleiri hrukkur á enni og hálsi. Nefið er dregið með línu fjnir aftan og neð- an nasaholurnar og tve'im stuttum í miðnesið. Staðsetning þess er nærri því í jafnri fjarlægð frá augastein- unum og kinnaroðunum sem standa í hornum ímyndaðs rétthyrnings, þar sem hronalínurnar skera nasaholurn- ar í miðpunkti. Meginform i myndinni af afanum (mynd 2) er hringur. Það fyrsta, sem barnið hefur dregið, er útlína andlitsins, stórt en óreglulegt hringform. Andlitsdrættirnir virðast allir taka tillit til hringformsins eins og ferhyrningurinn í myndinni af ömmunni (myndl.). Augun og gler- augun eru liggjandi sporöskj- ur andstætt andlitsheildinni, sem er standandi sporaskja. Einnig eru augasteinarnir á sama hátt andstæðir. Barnið hagnýtir sér lóðrétta og lárétta afstöðu af- langra hringforma með furðu mynd- rænum árangri. Hrukkurnar eru all- ar sveigmyndaðar og skáhallar. Yfir- vararskeggið og kinnaroðarnir eru hálfhringar, vafalaust vegna beinu lín unnar, sem verkar andstætt í mynd- heildinni og lífgar því bogformin. Það er einnig athyglisvert að bogar kinnaroðanna snúa að skegghornun- um tveim. Fyrir bragðið hafa bog- arnir fráverkadi áhrif og verða sjálf- stæðari form. Eyrun eru staðsett mjög ofarlega, til þess að auka stöð- ugleika adlitsins með því að rjúfa hringformið, og gefa til kynna hugs- aðan ferhyrning, sem hefur hornin í eyrnatoppunum og kjálkabörðunum. Munnurinn og hökuskeggið nálgast 566 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.