Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 19
ÚR FÓRUM ALDARINNAR SUNNUDAGSBLAÐ V Styrjöldin 1904-1905 var óumflýj- anleg vegna útþenslustefnu Japana og Bússa í hinum fjarlægu Asíu- löndum. Japan hafði verið einangr- að frá heimsviðburðunum frá því um 1850 og margir reiknuðu með því, að Japan yrði brátt innlimað 1 ný- lenduveldi hvíta mannsins, enda var nágrannaland þess, Kína, á góðum vegi með að hljóta þau örlög. En í stað þess gerðist það ótrúlega, að Japan varð eins konar afbrigði’.egur fulltrúi hinnar vestrænu menningar, hvað verktækni áhrærði, eftir að hafa komizt í kynni við menningu hvíta mannsins. Það tók Japani ekki nema þrjátíu ár að breytast úr miðalda- legu lénsríki í nútíma iðnaðarríki. Japan byggði upp her sinn samkvæmt þýzkum fyrirmyndum og flota sinn eftir enskum fyrirmyndum. Öll kennsla var skipulögð eftir beztu amerískum fyrirmyndum. Fólksfjölg- un var geysilega ör. Um 1870 var þjóðin um 30 milljónir manna, en fjörutíu árum síðar var hún orðin 50 milljónir manna. Árið 1895 sigr uðu Japanir Kínverja í mikilli styrj öld, sem var raunverulega sprottin af þörf Kínverja fyrir meira land rými. En rússneska keisarastjórnin neyddi þá til að láta af hendi við sig talsverðan hluta kínversks lands, sem Rússar ^íðan stjórnuðu í sam- ræmi við samkomulag við Kínverja sjálfa árið 1898. í Rússlandi hafði allstór hóp ur áhrifamanna þá skoðun, að Rúss ar ættu að vinna Asíulöndin undir sig smátt og smátt á friðsamlegan hátt með því að byggja járnbrautir og ávinna sér verzlunarréttindi. En aðrir vildu ganga til verks með rót tækari hætti. Og nú höfðu nokkrir vafasamir „ævintýramenn" þau áhrif á Nikulás keisara, að hann hóf að gera ráðstafanir til þess að leggj« Kóreu undir sig og Mansjúríu, en á báðum þessum stöðum gætti mikilla japanskra áhrifa. Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari hvatti Nikulás lil þess að láta til skarar skríða, enda hafði hann ekkert á móti því, að rússneski herinn væri upptekinn ann ars staðar en við hin þýzku landa- mæri. Rússar og Japanir héldu nú marga og ^tranga fundi um þessi sameig- inlegu áhugamál sín, Kóreu og Man sjúríu. Keisarinn skipaði stríðssinn- aðan flotaforingja yfir „umráðasvæði rlkisins“ í austri, og með því kunngerði hann raunverulega, að landsvæði þau, þar sem Rússar höfðu „fengið að leigu“ mcð samningi sín Nogi stendur fyrlr miðju, umkringdur foringjum sínum og skálar viS myndavélina. Á borSinu stendur rússnesk sprengikúla upp á endann. Þelr höfSu hana á borS- inu til þess aS auka matarlystinal í síðasta blaði var lítillega fjallað um Búastríðið, sem um skeið virtist ætla að verða hinu brezka heims- veldi allerfitt viðureignar. Hér verður nú vikið að öðru stríði, sem átti sér stað skömmu upp úr aldamótunum, þ.e. styrjöldinni milli Japana og Rússa 1904—1905. Það er þó ekki af stríðs- ást, að þessar styrjaldir eru teknar til meðferðar hvor á eftir annarri, lieldur vegna þess, að báðar eru þær sögulegir atburðir. Styrjöld Japana og Rússa verður þó að teljast miklur afdrifaríkari en Búastríðið. í fyrsta lagi áttust þarna við tvö mikil herveldi sem bitust með öllum þeim tækjum, sem samtíð in hafði yfir að ráða, og í öðru lagi komu Japanir algerlega á óvart með hinni miklu hernaðargetu sinni, sem sýndi ótvírætt, að Asíuþjóð gat til- einkað sér tækni hims hvíta manns, og staðizt honum snúning, ef því var að skipta. Þessi styrjöld hafði líka meðal annars geigvænleg áhrif á þró- un innanlandsmála í Rússlandi og átti sinn þátt í því, að hrinda rússn- esku þjóðinni út I býltingu. Það var um Japani eins og Búa, að þeir upp skáru samúð og menn hrifust af hug rekki þeirra og hreysti, glöddust yfir sigrum þeirra gegn hinu volduga keis aradæmi, sem var að vísu ekki vold ugt nema í yfirborðslegum skilningi, þar sem innviðir þess léku á reiði- skjálfi. Hatursmenn þess sleiktu út yfir óförum þess gegn hinni „litlu og elskulegu þjóð“, Japönum.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.