Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 22
ráðherra frá aldamótunum, og hafði S hann reynt að fá keisarann til þess ■ eð snúa sér fremur að útþenslu á ' Balkanskaga en í Asíu með það í huga, að R/Wand fcngi aðgang að Dardanellasundi og Miðjarðarhafi. Skömmu áður en styrjöldin brauzt út, hafði hann farið til herstöðva rússneska hersins í austri og rann- sakað ástand hersins og annað þar að lútandi. Þegar hann kom til baka lýsti hann því yfir, að það kostaði 16 mánaða undirbúning, að gera rússneska herinn reiðubúinn til styrj aldar þar. — Mánuði síðar brautzt styrjöldin út vegna hinnar ósveigjanlegu stefnu keisarans og þeirra, sem mest áhrif höfðu á hann um þesssar mundir. Og Kuropatkin var sjálfur skipaður yfirmaður hersins. Nú. þegar allt ”ar komið í óefni fyrir Rússum og menn biðu þess í óttablandinni alspennu, að japanski herinn hæfist handa á ný og greiddi rothöggið, var það keisaranum feginsefni, er Theodore Roosvelt Bandaríkjaforseti, bauðst til að miðla málum með stríðsaðilum. Japanir voru raunverulega fegnir líka, því að þeir höfðu nú trompin á hendinni. — Eftir mjög harðar samningaum- leitanir í bandaríska bænum Ports- mouth, tókst loks að semja um frið. Japanir komu sem sigurvegarar úr þeim samningaviðræðum. Þeir fengu yfirráð í Mansjúríu og Kóreu og þar að auki rússnésku flotahöfnina Port Arthur. — Japanir voru þar með ógnvekjandi flotaveldi á Kyrrahafinu. Og þeir gengu nú fram á sögusvið ið sem stórveldi. En rússneska þjóð in sökk æ dýpra r.iður í fen innbyrð ' is deilna og óeirða, sem að lokum leiddu til byltingarinnar miklu árið 1917. r I sveit Framhald af bls- 570. lá vakandi þar til fólkið fór að hreyfa sig, en þá fór ég fram úr til að smala. Fjallgöngur og aftur heima i Reykjav. Er fjallgöngurnar hófust, fór Á- mundi bóndi, sem var fjallkóngur, í þær og hafði Sigurð vinnumann með sér. Að vera í fjallgöngiim þótti mik- il upphefð. Allan tímann, sem göng- urnar stóðu yfir, var leiðínlegt tíð- arfar, rigningarsúld og kalsaveður. Daginn, sem komið var með safnið af fjalli, var slagveðursrigning. Ég var látinn standa yfir fénu ásamt fleiri mönnum, og var það leiðinda- verk og kalt. Um kvöldið kom Á- mundi og leysti mig af, og varð ég feginn. Eg átti að fara suður til Reykjavíkur með rekstrinum, því að ég var ekki ráðinn lengur. Ámundi vildi hafa mig áfram og bauð að gefa mér gímbur og jarpan fola og ala upp, ef ég vildi vera áfram. En þó að mér þætti skemmtilegt að vera í sveitinni, stóð hugur minn til ann- ars. En þetta var fallegt af þeim hjónunum og sýndi, að þeim líkaði vel við mig. Heimferðahugurinn var svo mikill í mér, að ég gleymdi beizl- inu mínu, og var það slæmt, jjví að ég hef ekki séð það síðan. Á leið- inni heim reið -ég Bleikskjóna, og er ég kvaddi hann, horfði hann á mig og nuddaði snoppunn! upp við mig að skilnaði. Ég er að flýta... Framhald af bls. 554. Læknirinn pikkaði í fótinn með vísifingri. „Jú, bólginn — dálítið bólginn," sagð hann. „Þetta skánar, þetta hlýt- ur að skána. Skrifa upp á fyrir yður.“ „Upp á hvað? sagði afi, sem ekki hafði heyrt vel til hans. „Upp á belgi.“ „O-hu — belgi, hváð er nú það, ha, eitthvað nýmóðins?" „Þetta verður allt gott bráðum," sagði læknirinn. „En — en ég er að flýta mér. Hundrað og fimmtíu krón- ur,“ og rétti fram höndina eða var hann að laga skyrtuermina. „Ha-h-a,“ sagði afi, „ætlið þér ekki að líta á löppina á mér eða hvað, ha?“ „Ja, læknirinn gerir þ'# á morg- un.“ ,Hvað sögðuð þér, en eruð þér þá ekki læknir eftir allt saman?“ „Jú, en heimilislæknirinn skoðar yður á morgun.“ „Nú — hafið þér beðið hann um það,“ sagði afi með þakklæti í rödd- inni. Ég sá og heyrði, að afi skildi hvorki upp né niður í öllu saman, svo að ég flýtti mér að rétta hon- um krónurnar. Það brakaði í fúnum stiganum, er hann gekk út. Afi sat eftir sár og reiður og reri sér fram og aftur í rúminu og skildi hvorki upp né niður í nýja tímanum. Ég settist hjá honum, en sagði Lausn 18. krossgátu ekkert, því ég sá, að það var vonzku- veður í afa núna. Svo hægði hann róðurinn og fór að segja mér frá gömlum dögum, frá héraðslækninum í sveitinni sinni, sem alltaf gaf sér tíma til að skoða vel og rækilega sjúklinginn, sem hann var sóttur til. „Og til þess kom hann, ha,“ sagði afi hneykslaður. „Já, og ekki nóg með það, heldur sagði hann líka margar merkilegar fréttir utan úr heimi, — ja, ef það nú var. Ja, hann Þorsteinn minn á Flögu, það var nú sitthvað. Mér er sem hann sfandi hér ljóslifandi fyrir framan mig, renn- andi blautur eftir að hafa flengriðið kolmórauða jökulsá. Hann var ekki að hugsa um sitt líf, maðurinn sá, óekkí, ekki í þá daga,“ og afi varð hljóður. „Hverjum var hann að bjarga," yspurði ég. „Nú, henni ömmu þinni, þegar hún átti mömmu þína.“ Og enn þagnaði afi, sagði svo: „Hann var stórmenni til líkama og sálar, sem aldrei lá á liði sínu öðr- um til hjálpar. Hann hafði alltaf tíma og mettaði loftið trausti og virð ingu. Já, það gerði hann.“ Ég hallaði þreyttum afa mínum aft- ur á bak á koddann, og hann sofnaði. ATHUGASEMD { 14. tbl. urðu þau mistök, að nafn höfundar greinarinn- ar um Jón Stephánsson á Ak- ureyri féll niður. Höfundur er Eiríkur Sigurðsson, og er hann hér með beðinn afsök- unar á mistökunum. 574 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.