Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 16
lega máltíð í höllinai. Rauðstakkarn- ir eru eitthvað að hreyfa sögina. Það sýna skáalínurnar I klæðunum og staða þeirra. Annars er myndin jöfn (symetrisk). Mitt sagarblaðið er í farinu. Eins er miðja sverðsins með tilliti til brc-nnumanns. Engin ti!- raun er gerð til að sýna hreyfingu með misjöfnum hlutföllum. Hvernig sýnir barnið fyrst hreyt- ingu í myndum sínum? í fyrstunni skynjar barnið ekki afstöðu hluta og atburða hvers til annars. T1, - barns ins hvarflar frá einu til annats. án þ° að það skynji ’ið. Smám saman eykst samhengisskyn barns- ins og þegar það fer að skynja urn- heiminn sem andlega heild, fer það að sýna hreyfingu með misjafnri a;- st.'ðu og skáalínum. Á svipuðum tima og þörfin til að teikna hreyfingu vaknar hjá barninu, fer það að tákna fjarlægð með því að staðsetja fjar- lægari hluti ofarlega á blaðið, en ná- lægari neðarlega. Fijótlega eftir það sýnir barnið fjarlægð með mismun- andi stærðum. Mynd 7 er mjög gott dæmi um það timabil, þegar umheimurinn er að vaxa saman í eina heild í huga barnsins. Hreyfingar sýnir það með skáalínum, sem hallast flestar nálægt 45°. Með misjafnri stærð víkinganna sýnir það ólíka fjarlægð þeirra. Stærð armunurinn er táknrænn en ekki sam kvæmt fjarlægðarteiknun (perspect- iv). Fimm víkingar eru nálægir og álíka stórir. Hinir, allir jafnlitlir, eru dreifðir um myndina langt hver frá öðrum. Fjarlægð af þessu tagi er nýtt atriði í myndum barnsins, þess vegna eru vikingarnir ýmist smáir eða stór- ir. Fjarlægðin er ein og nálægðin ein og ekkert þar á milli. Samstillin á myndfletinum verður fjölbreytilegri samfara þessum tveim þáttum, hreyfingu og fjarlægð. Barn ið fer að hagnýta samröðrn þar sem eitt form ber í annað. Til að byrja með er þessi niðurskipan formanna hikandi. Það kemur greinilega fram í mynd 7, þar sem einn flötur snert- ir annan. Strandlínan virðist t.d. hvíla á hornum og hjálmtoppum vík- inganna, sem horfa fram, og skips- flöturinn er hvergi rofinn nema af hjálmi víkingsins, sem lítur ti. vinstri. Ástæðan fyrir þessu hiki er sú, að barnið teiknar hvert atriði fyrir sig og er þá bundið af þeirri staðreyn að myndflöturinn er tvívíður. Á 11. og 12. ári þróast barnamynd- in meira en áður, eftir menningu þess þjóðfélags sem börnin eru vax- in úr. Börnin eldast og verða full- orðin. Skólanámið krefst meiri ná- kvæmni. Þau Iæra margs konar þekk- ingaratriði í tesfögum og reikning- ur verður margbrotnari. Hugmynda- flugið og leikgleðin víkur því oft fyrir þurrnm staðro.rndum kennslu bókanna. Börnin óska þess heitar en nokkru sinni fyrr að vera fullorðin og gelgjuskeiðiö nálgast með öllum þeim vandamálum sem kynþroskan- um fylgja. Viðhorfið til umheimsins breytist mikið. Eftir því sem lestrar- kunnáttan eykst, vex fróðleiksþorst- inn og samtímis þekkingin Mestur tíminn, sem barnið eyðir án félags- skapar, fer í lestur alls konar bóka. Bókin á hug barnsins' allan. Það ifir spennandi ævintýri og sögur, með hjálp bókarinnar. Þannig veitir hún útrás þeirri tjáningarþörf, sem áður var aflvaki barnslegrar myndlistar. Sjónvarp, kvikmyndir og myndablóð eru alls staðar til reiðu Barninu verður þess _vegna oftast tamara að þiggja en g’efa. Áróðrj fjölmiðlun- artækjanna er líka sjaldnast beint að listum eða til hvatningar sjálfstæðrar sköpunar. Listaverk þykja leiðinleg, vegna þess að þau gera kröfur til þess að hlustandinn eða skoðanJinn gefi athygli sína óskipta og hugsi sjálfstætt. Allt verður að vera ínal að og sigtað, þangað til ekkert er eftir nema duftið. Þegar fyrstu kvikmyndirnar komu hingað, gátu kvikmyndahúsagestir ekki stillt sig um að taka þátt i at- burðarásinni með hrópur.:, og köll- Sigruðu helmingi oftar. Þegar hin fræga vísnasöngkona Jósefína Baker var einu sinni stödd í ríkmannlegu samkvæmi í París, hitti hún þar þekktan marskálk. Mar- skálkurinn horfði með vanþóknun á allar hinar dýrindisklæddu konur og glitrandi gimsteina þeirra. —íHvað er að, herra marskálkur, spuði Jósefína. — ÖH- þessi sóun fer í taugarn- ar á mér, svaraði marskálkurinn. Vit ið þér, að allt það fé, sem franskar konur nota til klæða og skartgripa- kaupa, er helmingi meira en það, sem herinn fær til afnota. — Það er vel mögulegt, svaraði Jósefína. En vitið þér, herra mar- skálkur, að franskar konur vinna helmingi fleiri sigra en franski her- inn? Buxurnar. Á frönsku hóteli sat eðlisfræðing- urinn Ampére (1775—1836) og las í blaði sínu. Þegar hann fletti í blað- inu, var hann svo óheppinn að fella um blekbyttu, sem stóð á borðinu. Blekið helltist yfir annan hótelgest, ríkan bankastjóra frá París. — Þetta var hræðilegt óhapp, sagði eðlisfræð- ingurinn afsakandi. En auðvitað bæti ég yður buxurnar. Viljið þér vera svo vænn að afhenda mér heimilisfang um. Það kom jafnvel fyrir að þeir reyndu frekari aðgerðir til þátttöku, ef eitthvað sérstaklega spennandi var á seyði. Nú hafa menn lært að horfa án þess að taka verulega afstöðu til þess, sem er að gerast á tjaldinu. Blóðsúthellingar, sprengingar, morð og allur sá hryllingur, sem mestur finnst í veröldinni, þykir aðeins skemmtiatriði og ástæðulaust með öllu að láta sér bregða. Meðan menn skildu ekki frumor- sök náttúruaflanna, voru þau andar. Stormurinn hét Kári og sjórinn Æg- ir, hver ögn var lifandi. Álfar og huldufólk bjuggu í steinum og klett- um og tröll og forynjur í fjöllurn. Nú er öldin önnur. Trúin á stokka og steina hefur orðið að víkja fyrir vél- inni og hinn Fullorðnt lifir án trú- ar og tilgangs Æðsta markmið hans er að eignast þægindi og r-ixandi álit. Lífið er honum lítils virði. Hann lifir fyrir bílinn og húsið og gleymir að vera til. Það er því sann- arlega ekki undarlegt, þó að flest börn missi hæfileikann til að tjá sig og leika sér á gelgjuskeiðinu. Já svo tómt getur lífið orðið, að menu eigi sér engin tilhlökkunarefni. Þá minn ast þeir þess með tregðu, þeg3r þeir voru börn og allt var lifandi yða.. og þa skai ég senda vður fjár- hæðina. En bankastjórinn varð öskuvondur. — Ég þekki yður ekki, öskraði hann, og þér verðið að borga bux- urnar hér á staðnum. Þær kostuðu 80 franka. — Sjálfsagt, sagði eðlisfræðingur- inn vinsamlega. tók upp veski sitt og borgaðj fjárhæðina. Síðan bætti hann við: — En nú verð ég að krefjast þess, að þér notið ekki bux- urnar rnínar lengur. Þér treystið mér ekki, og ég get því ekki borið traust til yðar. Viljið þér gjöra svo vel að rétta mér buxurnar þegar í stað. Bankastjórinn mótmælti, en árang urslaust. Og þar sem allir þeir hótel- gestir, sem höfðu fylgzt með atburð- inum, stóðu með eðlisfræðingnum, varð bankastjórinn að afhenda buxur sínar undir hlátrasköllum og híi við- staddra og flýja síðan sem skjótast til herbergis síns. Næst dyrunum. Tristan Bernard (1866—1947), fræg ur rithöfundur og háðfugl, var eitt sinn spurður að því, hvaða málverk hann myndi taka með sér úr mál- verkasafninu Louvre, ef eldur brytist skyndilega út og hann væri staddur þar inni. — Það, sem væri næst út- göngudyrunum, svaraði hann. KORN 0Q MOLAR 568 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.