Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Blaðsíða 21
<*rði8 aér til skammar með því að fkjóta á enska togara á Norðursjón títo í þeirri trú, að þeir væru jap- ánskir tundurskeytabátar. — En þrátt íyrir þessar ófarir rússneska flotans, var Rosjestvenskij sýknaður af herréttinum. Fjöimennari herir tóku þátt í þess ari styrjöld en áður þekktist, og hvað áhrærði mannfall, eyðileggingu og tjón, var þetta stríð miklu skyld ara þeim, sem síðar komu, en nokk urt annað stríð fram til þessa. En í kjölfar þess fylgdi líka ýmislegt, sem einnig hafði -fylgt fyrri styrjöldum, og gamaldags bardagaaðferðir, svo sem riddaraliðsárásir, voru í fullu gildi. Ein af plágum þessa stríðs voru hinir ótölulegu ræningjar, sem alls staðar voru að verki, þar sem herirnir fóru um, og engin leið var að ráða við. Gleðikonur víða að úr heiminum settust að í hinum rússn esku birgðastöðvum, en ræningjarn ir sveimuðu um valinn og rændu lík hinna föllnu. Óvinsældir rússnesku keisara- stjórnarinnar og gleðin yfir sigrum Japana í flestum löndum Evrópu, dró fjöður yfir það, að rússnesku her mennina skorti hvorki dug né fórn arlund. í Port Arthur voru til dæmis aðeins notaðir sjálfboðaliðar til fjölda verkefna, þar sem dauðinn var á næsta leiti. — Sem dæmi má nefna, að eitt sinn voru fjögur þús und menn sendir til að vinna ákveð iE5 verkefni — allt sjálfboðaliðar — og aðeins tólf komu aftur. Umheimurinn leit á japanska hers höfðingjann Nogi, sem fulltrúa hinn- ar japönsku bardagagleði, en hann var yfirmaður liðs þess, sem sótti að Port Arthur. Stríðskjörorð hans var þó ekki af nýjum skóla. Það var sótt til rússnesks hershöfðingja: — Kúl- an er heimskingi, það er byssusting- urinn, sem setur punktinn yfir i-ið. — Og samkvæmt þessari gamaldags kennningu sendi hann menn sín í óskaplega mannskæðar árásir, sem urðu til þess, að mannfall Japana við Port Arthur varð miklu meira en ella hefði orðið. Allan stríðstímann þrengdu Japanir að Rússunum og neyddu þá til að hörfa, en þrátt fyr ir hina miklu, sigra þeirra, höfðu hersveitir þeirra sjaldan næga krafta til þess að fylgja flóttanum eftir. Og það stafaði áreiðanlega mikið af því að hinni fáránlegu návígiskenningu Nogis var fylgt í orrustunum. Af- leiðing hennar var ofboðsleg. Yfir 50.000 Japanir féllu við Port Arthur. Líklega verður að þakka það meira foringjum hans fyrir stórskotaliðinu og verkfræðingum hans, að Japön- um tökst að vinna fullnaðarsigur við Port Arthur. Þeir brutust í gegn um varnarlínur Rússanna milli þess sem Nogi sigaði mönnum sínum í árásirnar. Nogi var líka höfuð hinna jap önsku hersveita í hinni miklu orrustu við Mukden í byrjun árs 1905. Þar fór fram einhver mesta orrusta sög unnar fram til þesssa, hvað varðar mannfjölda stríðaaðila. Rússar höfðu þar hvorki meira né minna en 330. 000. mönnum á að skipa, en Japanir 310.000. Orrustan stóð frá 22. febrú- ar til 11. marz. Þar báru Japanir Rússana ofurliði hvað eftir annað, eftir því sem leið á gang styrjaldar innar, með herkænsku sinni Aftur og aftur komu þeir rússneska yfirhers- höfðingjanum á óvart. Sýndarárásir Japananna og jnjög slæm rússnesk njósnaþjónusta varð honum hvað eftir annað til óbætanlegs tjóns. Að eins einni viku áður en orrustan byrjaði, hafði Kuropatkin haft stór kostlegan möguleika til þess að sigra Japani með yfirburðamannafla, en vegna ruglingslegra og rangra upplýs inga hafði hann í þess stað gefið her sínum skipun um að draga sig til baka. Þar með hafði öruggur rússn eskur sigur orðið smánarlegur flótti. Ófarir rússneska hersins stóðu sam- fleytt í tvær vikur, og munaði minnstu, að allur herinn lenti í her- kví Japana, en honum tókst að brjót ast út úr henni. Þá hafði rússneski herinn misst um 150.000 menn, dauða særða og fangna. Bftir þennan mikla ósigur, dró rússenski herinn sig 1 hlé og haí-.n hafðist ekki meira að til stríðsloka. En Japanir sjálfir höfðu líka beðið svo mikið tjón, að þeir gátu ekki barizt áfram. — Þannig lágu herirn ir eins og tveir hundar eftir réttar slag og sleiktu sár sín, þar til í stríðs lok. Samtímis hinum lamandi ósigri rússneska hersins í Asíu, átti keisara stjórnin í æ meiri erfiðleikum heima fyrir, sem kom meðal annars fram í því, að æ erfiðara varð að safna sam an mönnum til vígstöðvanna og varð oft og tíðum að nota til þess her- vald. Hatur almennings í Rússlandi á keisarastjórninni óx dag frá degi. Mönnum varð smátt og smátt ljóst, að hinir miklu ósigrar voru ekki rússnesku hermönnunum að kenna, — þeir sýndu ekki minni hreysti og og bardagagetu en japönsku her- mennirnir — heldur illa skipulagðri stjórn hersins og sífelldum mistökum hennar, sem meðal annars átti rót sína að rekja til afskipta keisarans sjálfs. Hann átti það til að hafa beint samband við hershöfðir.gja Kuropat- kins eins og hann gerði ráð fyrir, að þeir ynnu sjálfstætt. Þetta varð með öðru til þsss að auka sundur- lyndi þeirra á meðal, og hafði það óhollar afleiðingar fyrir herstjórnina. Kuropatkin hafði verið hemiála- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 57:

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.