Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Síða 4
Séð yfir höfnina í Miðvogi. í fjarska rís cyjan Koltur. Greinarhöfundur tók allar myndirnar. ★ Nú hélt ég niður að höfn og fór um borð í Vesturleiðir og tók mér far með skipinu til Miðvogs og Vest- manna. Leiðin lá um Hestfjörð, sem er nú reyndar sund, en ekki fjörð- ur. Þarna var Straumey á aðra hönd, en eyjarnar Hestur og Koltur á hina. Á Hesti er samnefnt kauptún, en á Koltri er samnefnt býli. Stöðugt hamast sjórinn á þessari litlu eyju, sem segja má, að snúi baki að hinum aðgangshörðu öldum Atlantshafsins. Eina desembernótt ár ið 1952 gerði eitthvert stórkostlegasta óveður og brim, sem komið hafði í manna minnum, og gekk sjórinn yfir björgin. Bjarg, sjö lestir að þynyd, bifaðist úr stað og annað bjarg, 1500 kg að þyngd, tókst á loft og flaug gegnum loftið nokkurn spöl. Mikið af dauðum fiski lá um allt á eynni, en það var lítil uppbót fyrir allt hið góða graslendi, sem sjórinn hafði eyði lagt. Allt þetta gerðist sextíu metr- um ofar sjávarmáli og sýnir, hve nátt- úruöflin geta verið Færeyingum háska leg. En þrátt fyrir allt getur kóngs- bóndinn á eyjunni, Niclas Niclasen, einn kunnasti skipasmiður Færey- inga, leikið sér við að byggja líkan af höfn með fjölda skipslíkana, sem eru um og innan við tuttugu sm. löng. Oft hafa birzt myndir af þess- ari módelhöfn hans í erlendum blöð- um. Ferðin til Miðvogs tók um tvær klukkustundir. Þar var aðeins tuttugu mínútna viðdvöl, svo að ég gat lítið skoðað mig um í plássinu. En út- sýni var fallegt yfir höfnina með Koltur í baksýn. Rétt hjá Miðvogi er þorpið Sandavogur, og mitt á milli þeirra stendur barnaskólinn, sem bæði þorpin hafa afnot af. Mér finnst einhvern veginn, að ekki muni líða mörg ár, þangað til bæði þorp- in renni saman í eina byggð. SÍÐARI HLUTI Sigurður lögþingsmaður Jo*nsen og kona hans, Sigrið av Skarði. 748 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.