Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 5
við ákvörðun feðganna og að hann væri afhuga öllum frekari tilraunum til þess að koma Hohenzollernætt & Valdastól á Spánj. Mikil æsing hafði gripið um sig í París, og f4óhorrar jýmlsr og Evgenía feru að J)fí öllum arum, að Prússar yrðu látnir komast að því fullkeyptu. Og þar kom, að keisarinn féllst á þessa ráðagerð og sendi Benedetti, sendiherra Frakka í Berlín, tilmæli um það að ganga á fund konungs og ræða við hann um þessi mál. Vilhjáimur og Benedetti hittust í borginni Ems í Rínarlöndum. Kon- ungur var kurteis, en ákveðinn, sagði, að mál þetta væri útkljáð og vildi ekki ábyrgjast eitt eða neitt. Kvaðst hann ekki vilja ræða þetta frékar við sendiherrann. Bismarck barst símskeyti um þessi efni, og sá hann sér nú leik á borði, breytti efni skeytisins lítið eitt, svo að á því mátti skilja, að Benedetti hefði móðgað Vilhjálm gróflega. Skeytið Var sent þýzkum blöðum, og Bismarck lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að það myndi orka á „valska bolann“ eins og rauður klútur. Sú varð og raunin á, Frakkar espuðust, og Parísarbúar að minnsta kosti voru vissir í sinni sök. Þeir fóru hópum saman um göturnar og hróp- uðu: „A Berlín: Vive la guerre.“ — Til Berlínar: Lifi strjðið.) Flestir franskir þingmenn voru ein- dregið fylgjandi stríði og sama máli gegndi um hina helztu ráðherra og Evgeníu. Keisarinn sjálfur var lengi vel á báðum áttum, en lét svo undan. Þeir, sem hlynntir voru ófriði, kváðu hina í kútinn. Það kom fyrir ekki, að Thiers hélt margar snjallar ræður, þar sem hann bað menn gæta skyn- semi, honum var brugðið um bleyði- skap og lítilmennsku. Hinn 19. júlí sögðu Frakkar Prússum stríð á hend- ur. „Ábyrgð okkar er mikil,“ mælti Ollivier forsætisráðherra, „en okkur er rótt innanbrjósts á þessari stundu.“ Frökkum, ringulreið á járnbrauta kerfinu, svo að skyndisókn í byrjun var óhugsandi — en með því móti einu er talið hugsanlegt, að Austur- ríkismenn hefðu skipað sér við hiið Frakka. Þá er að geta þess, að Þjóðverjar höfðu undirbúið herferð sína með ýtrustu nákvæmni, gert kort af vegum og járnbrautum og síðast en ekki sízt, kynnt sér gaumgæfilega allt er snerti franska herinn. Samt sem áður var ekki um neina ofskipulagningu að ræða. Frökkum hafði hins veg- ar aldrei komið til hugar, að þeir þyrftu að berjast á eigin landi, svo að þeir stóðu til muna verr að vígi að þessu leyti. Meginmáli skipti, að hver höndin var uppi á móti annarri í Frakklandi, og mun reyndar mála sannast, að ýms ir áhrifamiklir aðilar létu sér í léttu rúmi liggja, þótt Frakklandi lyti í lægra haldi, því að vitað var, að ósigur myndi leiða til falls keisaradæmisins. í Þýzkalandi var öðruvísi ástatt. Þýzka þjóðin stóð einhuga að baki þeim þremenningunum, Bis- marck, Moltke og Roon, og allar væringjar milli Norður-Þjóðverja og Suður-Þjóðverja gleymdust. Loks ná ekki gleyma því, að herskyldukerfi Þjóðverja var langt- um vænlegra til árangurs en það, sem Frakkar bjuggu við. Herskyldutími í Þýzkalandi var tiltölulega skammur, og með því móti var tryggt, að ávallt var fyrir hendi fjölmennt, vel þájlf- að varalið. í Frakklandi var herskyldu tími lengri, og þegar meginherinn var brotinn á bak aftur, var um ný- liða eina að ræða að grípa til. Sagði þetta ástand rækilega til sín, er líða Léon Gambetta (1838—82). Hann tók ungur að skipta sér af stjórnmálum og kom mjög við sögu á lokaskeiði valda. tímabils Napóleons þriðja, i þýrk- franska stríðinu og á fyrstu árum þriðja lýðveldisins, en Gambetta dó langt fyrir aldur fram árið 1882 og hafði þá orðið forsœtisráðherra árið áð- ur. tók á styrjöldina. — Um afskipti annarra ríkja var ekki að ræða. Af ýmsum ástæðum kusu stórveldi álf- unnar að halda að sér höndum. Napóleon þriðji stýrði sjálfur franska hernum, en skemmst er frá því að segja, að Þjóðverjar náðu undir tökum strax í upphafi ófriðarins og sóttu markvisst og örugglega inn á franska grund. Þjóðverjar unnu sig- ' XIII. Þannig hófst fransk-þýzka stríðið, sem hefur haft djúptækari áhrif á ver aldarsöguna en fiestar aðrar styrj aldir. Með nokkrum sanni má rekja heimsstyrjaldirnar báðar til þessa stríðs, og telja má líklegt, að betur væri ástatt í heiminum um þessar mundir en raun ber vitni, ef ekki hefði komið' til friðslita þessa örlaga ríku júlídaga fyrir tæpri öld. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera nokkra grein fyrir því, hvern ig stríðsaðilar voru til ófriðar búnir. Samanburður á því sviði er Þjóðverj um alls staðar í hag. Herkvaðning þeirra gekk fljótt og vel fyrir sig, flutningur hersveita til vígstöðv- anna var þaulskipulagður. Qll þessi mál voru á hinn bóginh í óíestri hjá Napóleon þriðjl og Bismark hittasf á þjóðveginum hjá Donchcry, skammt frá Sedan. Tréskurðarmynd. Napóleon er nýstiginn út úr vagni sinum og bíður Bismarcks, 'sem kemur riðandi, — Aðrir herma, að Bismarck hafi farið af baki og gengið berhöfðaður fyrir keisarann. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 869 *

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.