Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 10
— Ég get ;kki fullþakkað yður, byrjaði hún. Þernan endurgalt bros konunnar. — Uss, við skulum ekki vera að fást um það. Þetta var ekki nema sjálf- sögð skylda, þar sem þér áttuð svona langa leið fyrir höndum. Eftir rúm- an klukkutíma stendur maðurinn yð- ar á bryggjunni til þess að taka á móti ykkur. Og þá fæ ég tækifæri til að sofa . . . Við liggjum í höfn yfir nóttina. —Mikið hlakka ég til. Við höium ekki sézt í átta mánuði . . . Hann var sendur burt af þýzku vinnumiðl- uninni, og loks tókst honum að fá íbúð á leigu, svo að við gætum feng- ið að vera saman. — Það er hræðilegt að neyða fólk þannig tíl að flytjast búferlum. En það er víst öruggast að segja ekki neitt . . . Á ég ekki að færa ykkur eitthvað að borða? Við eigum því mið ur enga mjólk. Móðirin horfði áhyggjufull á sof- andi barnið. Yfirbragð þess var sjúk- lega fölt. Mjólkurskorturinn hafði fyr ir löngu merkt andlit þess. — Það mætti gefa honum bleyttar tvíbökur. En ekki fyrr en hann vakn- ar. Þernan lokaði hurðinni, og konan lagðist fyrir aftur. Til þess að láta fara betur um sig, hafði hún farið úr kjólnum og sokkunum, enda þótt bezt hefði verið að vera við öllu búinn. Undanfarnar nætur hafði hún ekki getað sofið fyrir hræðslu og vegna þess, hve iUa fór um hana í reyk- ingasalnum. En nú fann hún, að hún gat sofið. Milli svefns og vöku heyrði hún mannamál framan úr salnum, eins og úr órafjaríægð, og háttbund- ið fótatak á þiifarinu yfir höfði sér. Frá eidhúsinu heyrðist glamur í disk- um og hnífapörum. Mennirnir við borðið í reykinga- salnum luku úr kaffibollunum og tóku að spila bridge. Sá yngsti þeirra var áhorfandi. Það var föjleitur, ung- ur maður með skarpskorið andlit. Augu hans skutu gneistum, er hann virti fyrir sér mennina fjóra, sterk- byggða og sjálfsörugga, og hann fylgdist vel með samtali þeirra. Þeir voru á leiðinni norður í land að vinna við lagnmgu nýs flugvallar fyrir'Þjóð verja. Honum skildist á þeim, að það myndi gefa mikið í aðra hör.d. — Þeir hættu fljótlega að spila bridge og fóru að spila pókef upp á peninga. Grófgerðar hendur þeirra sópuðu til sín vinningnum á víxl. Þeir voru mjög jafnir. Dyrnar að reykingasalnum voru skyndilega opnaðar, og frískt sjávar- loft streymdi niður í salinn. Maður, er nokkur asi virtist á, kom að borð- inu og gaf sig á tal við mennina, sem voru að spila. Augu hans hvörfluðu flóttalega til dyranna. —• Það er sagt, að það sé skæru- liði hérna um borð. Þjóðverjar eru að leita um allt skipið . . . Þeir eru búnir að umturna öllu uppi á báta- þilfarinu og eru á leiðinni hingað niður. — Skiptir engu máli, anzaði einn þeirra, sem voru að spila. — Öll okk- ar skilríki eru í lagi. Vonandi tekst þeim að hafa hendur í hári hans. Það er ekki gott að vita nema hann ætli sér að koma fyrir sprengju. Mennirnir héldu pókerspilinu áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Aðkomumaðurinn hvarf á brott, og kvíðablandinn óróleiki breiddist um salinn. Fölleiti, ungi maðurinn var staðinn á fætur. Hann gekk rólegur inn í næsta klefa og kom út að vörmu spori með segldúksstranga í fanginu. Eftir áð hafa fullvissað sig um, að honum hefði ekki verið veitt athygli, hraðaði hann sér upp stigann og hvarf úr um opnar dyrnar. Margir hverjir höfðu leitað upp á þiljur. Það var farið að birta af degi, og skipið smaug milli eyðilegra hóima og skerja. Farþegarnir gengu fram og aftur um þilfarið eða studdust við borðstokkinn og horfðu á samfelida fjallkeðjuna opnast fyrir þröngum og mjóum firði. Þverhnípt fjöllin gnæfðu hátt yfir höfði þeirra. Sums staðar uppi í fjallshlíðunum sáust bændabýli klóra sig föst yfir hengi- fluginu. — Fyrir innan gljáfægðar rúður fyrsta farrýmis sátu þýzku 'iðs foringjarnir að morgunverði. Skipstjórinn stóð á tali við hafn- sögumanninn uppi á brúnni. Hann færði sig til, þannig að hafnsögumað- urinn gat ekki séð til ferða unga mannsins á bátaþilfarinu. Hann þekkti þá úr, þessa ungu menn, sem höfðu ákveðið takmark fyrir augum. Bezt að láta þá afskiptalausa. Öðru hverju brá skipstjórinn sjónaukan- um að augum sér og skimaði inn í skýjaflókana, er óðum voru að greið ast í sundur. Hann var þéttur á velli og fyrirmannlegur. Karlmannlegt and lit hans ákveðið og rólegt, nema aug- un. Þau lýstu duldum ótta í hvert sinn, sem hann greip til sjónaukans. í botni fjarðarins sást nú móta fyr ir húsaþyrpingu eins og dökkum fletí á hvítri fannbreiðunni. Hafnsögu- maðurinn mældi fjarlægðina með aug unum. — Þarna sjáum við þorpið. Borgin er enn í hvarfi. Eftir klukkutíma erum við komnir á leiðarenda, ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir. Ætli þeim hafi tekizt að handsama skæruliðann? — Það held ég ekki, svaraði skip- stjórinn og horfði á eftir unga mann inum, sem kominn var niður á þilfar aftur og gekk í hægðum sínum að dyr- um annars farrýmis. — Þeir eru búnir að senda skeyti og biðja um aðstoð við að handtaka hann strax og við leggjum að. Skipstjórinn brá sjönaukanum að augum sér, án þess að svara. Hann hélt sig hafa heyrt lágt vélarhljóð i fjarska. Hafnsögumaðurinn greip einnig til sjónaukans. Engir aðrir virtust hafa veitt þessu athygli. Fyrst, þegar Þjóðverjar tóku að miða loftvarnarbyssunni, varð farþegum litið upp. Vélarhljóðið heyrðist nú greinilega, og flugvélasveit birtist í vesturátt. Hún flaug oddaflug og hélt óbreyttri stefnu suðaustur á bóginn. Dauðaþögn ríktí um borð. Það var eins og skipverjar og farþegar reyndu að láta fara sem minnst fyrir sér. Flugvélarnar virtust ætla að fljúga hjá. — Nei. Þær skiptu sér í tvo flokka. Annar hélt sömu stefnu, hinn beygði og beindi fluginu að skipinu. — Leitið skýlis! — Leitið skýlis! Hróp og köll kváðu við um allt skipið. Farþegar á þiljum uppi leit- uðu í ofboði undir þiljur, stjökuðu hrundu og slógust um að verða fyrst- ir að dyrum farrýmisins. En dyrnar opnuðust inn á við og bifuðust ekki vegna þyngsla farþega niðri í skip- inu, sem þrýstu sér upp að hurðinni að innanverðu. Hávaðinn í flugvél- unum færðist stöðugt nær, unz þær renndu sér niður að skipinu og fóru yfir það eins og öskrandi fellibylur. — Og svo féllu sprengjurnar. Skip- ið skalf stafna á milli. Það ískraði í sundurtættum málmi og brast í öll- um viðjum. Hróp um hjálp heyrðust alls staðar frá. Flugvélarnar sóttu að skipinu í lot um og vélbyssurnar sópuðu þilfarið. Meðan hlé varð á sókninni gaf skip- stjórinn fyrirskipanir um að setja út björgunarbátana. Skipið hafði fengið ískyggilegan halla. — Þýzku liðsfor- ingjarnir voru komnir upp á stjórn- pallinn. Þeir héldu hópinn. Hendur þeirra hvíldu á skammbyssuhylkjun- um. Andlitsdrættir þeirra voru tján- ingarlausir og harðir, og augun viku ekki frá sjómönnunum, sem stríddu við að ná út björgunarbátunum. í sama mund og fyrsti björgunar- báturinn seig niður með skipshlið- inni, lét hurðin að öðru farrými und- an og farþegarnir ruddust upp á þil- farið. — Konur og börn fyrst! Rödd skipstjórans, sterk og mynd- ug, drukknaði í hávaðanum frá flug- vélunum, er sóttu að skipinu á nýj- an leik. Hörmungarnar dundu yfir aftur. Þeir, sem lágu særðir á þil- farinu og voru við meðvitund, reyndu að forða sér með því að mjaka sér áfram í leit að ímynduðu skjóli. Sprengja gekk gegnum þilfarið mið- skips, og sjóðandi heit gufa þeyttist upp um sprengjuraufina. Það var kviknað í á mörgum stöðum. Og eld- urinn breiddist hratt út. Ungi, fölleiti maðurinn, sem kom- ið hafði með segldúksstrangann um borð, var meðal þeirra, er höfðu lokazt inni á öðru farrými. Hann 87* 1 í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.