Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 16
— Jú, jú, ég gerði það. National Museet keypti af mér þrjár myndir, en verðið var misjafnt. Þeir hafa nefnilega tvo kassa, úr öðrum kass- anum taka þeir peninga til að kaupa listaverk eftir Dani, en úr hinum kaupa þeir verk eftir erlenda lista- menn. Og gallinn var sá, að erlendi kassinn var næstum því alltaf tóm- ur, en það var aldrei komizt að sam- komulagi um, hvort ég væri Dani eða íslendingur. Annaðhvort hlaut ég að vera, og National Museet tók þann kostinn að líta á mig ýmist sem Dana eða íslending, og þegar ég var Dani, þá höfðu þeir skiljanlega meiri peninga til að kaupa fyrir. Nokkra styrki fékk ég lika. Árið 1939 fékk ég til dæmis verðlaunapening frá Eckersberg, og honum fylgdi nokk ur fjárstyrkur, já, já, og Akademían styrkti mig líka, til Rómar. — En Carlsberg-stofnunin? Sigurjón lítur upp og brosir. — Það er nú allt hálfgerð sorgar- saga. T. Ussing var þá forstjóri fyrir Carlsberg, og hann vildi ekkert kaupa af mér, af því að ég hafði ekki sótt aukalega um ríkisborgararétt í Dan mörku. Nú er Carlsberg mesta hjálp- arhella óþekktra listamanna þarna úti svo að þetta var áfall fyrir mig, mér veitti ekki af einhverjum peningum. En sem sagt, Ussing vildi ekki kaupa, og þegar ég bað um skýringu, þá sögðu þeir mér, að ég gæti gerzt svo þægur að sækja um aukalegan ríkis- borgararétt, og þá mundu þeir kaupa, annars ekki. En eins og málunum var háttað, þá fannst mér slíkt ekki tímabært, og við það sat. Annars veit ég um íslendinga, sem gerðu þetta. Sigurjón færir pottlokið ofar á enn ið. — Já, Ussing var stífur við mig, en það gerði kannski ekki svo mikið til, ég hafði yfirleitt nóg, og svo var ég bara nokkuð þekktur orðinn I Danmörku. Rétt fyrir stríð fékk ég til dæmis allviðamikið verkefni í Vejle á Jótlandi. Ég var fenginn tH að höggva nokkrar myndir í gran- ít á ráðhústorgið þar í bæ. Það tójc mig þrjú ár. Hver mynd vóg um það bil tíu tonn. En myndirnar voru nu ekki settar upp á torgið fyrr en eftir fimmtán ár, en þeir voru ánægðir í Vejle. Borgarstjórinn kom til mín fyrir stuttu og þakkaði mér fyrir. Já, þakkirnar koma stundum seint, ha? — Varstu alltaf í Kaupmannahöfn, þegar þú varst úti? — Já, svona mikið til. Ég bjó í þrettán ár í Nýhöfninni. Öll stríðs- árin var ég í Nýhöfninni, það var ljóta kramið, maður. Heyrðu, ég var húsvörður í stríðinu. Það var heil- mikið embætti. Við fórum í þriggja mánaða kúrsus og fengum diplómu upp á starfann. Ég gerði þetta bara til þess að geta verið soldið með í hasarnum. Þegar þeir gáfu merkin, rak ég allt niður í kjallara, og síðan var ég einn uppi og hafði það gott. Heyrðu, einu sinni sprengdu þeir húsið við hliðina. Þar var mjög göm- ul og verðmæt mynd, Gyllta lambið, held ég hún héti. Nú, og þegar sprengjan hafði fallið, og húsið ekk- ert nema brot og mylsna, þá vil ég endilega ná myndinni úr rústunum. Þetta var bara einhver bölvaður þrái í mér, það var ekkert vit að ana svona út. En ég er alltaf stífur og hljóp út í rústina og leita að mynd- inni. Og viti menn, ég finn mynd- ina. Þá eru lepparnir komnir, HIPU sveitirnar (Danir, sem hjálpuðu naz- istum), og þeir hefja þessa líka rokna skothríð beint í rústina. Þeir hafa séð mig í kastljósinu, og nú eltu þeir mig með ljósgeislanum og fíruðu óspart. Ég hafði gert ráð fyrir þessu, og læddist þess vegna í vari af veggjum, kúlurnar flugu allt í kring og hvinu rétt við eyrað á mér, en mig sakaði ekki, ég hafði gert ráð fyrir þessu. En rétt hjá stóð einhver maður, sem hafði labbað sig inn í rústina svona af forvitni, til að gá, hvað ég væri að sniglast þarna, og hann var skotinn. Búmm — búinm, og þá var hann farinn. Hann kom þarna í mesta sakleysi, hann var ekki að stela og hnupla eins og ég, en það var sama. Ég var heppinn, maður. Uss. Og Sigurjón slær sér á lær, rétt eins og gömlu konurnar á Bakkarmm. Heyrðu, en það er þó langbezt, að mörgum árum seinna tek ég leigubíl á Nörrebro, og bílstjórinn horfir svona skringilega á mig, að ég spyr, hvað sé að. „Ég hef séð þig ein- hvers staðar áður“, segir hann og vill vita, hver ég er. Nú segi ég hon- um það og þetta með húsvarðarem- bættið í Nýhöfninni, kannski hafi hann séð mig þá í stríðinu. „Varst þú maðurinn með myndina í rústun- um?“ Já, segi ég. „Já“, segir hann. og verður dálítíð kindarlegur á svip- inn, „ég var nefnilega í HlPU-sveit- inni, sem skaut í rústina, ég man svo 880 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.