Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 11
I norsku fiskiveri a8 vetrarlagi. Undir þessurn nöktu fjöllum þraukuðu Norðmann. hin löngu og ströngu hernámsár og létu ekki að sér hvarfla að ieggja ár I bát, hvort sem setuliðið þýzka beitti fagurmælum eoa harðræSum. Það hvarflaöi aldrei að öðrum en nokkrum einstaklingum að kné- krjúpa fyrir hinum útlendu ofureflismönnum, sem tekið höfðu sér bólfestu á norsku landi. hraðaði sér upp á stjórnpállinn. Eld- urinn var orðinn magnaður þarna uppi og reykurinn fyllti augun. — Við miðunarklefann lá maður á grúfu. Pilturinn sneri honum við og þreifaði eftir hjartslætti hans. Hann var látinn. Furðusvipur manns, sem óvænt hefur verið hindraður við að gegna mikilvægu skyldustarfi, var meitlaður í andlit hans. Hjá þétt- vöxnum líkama hans lá borðalögð einkennishúfa með sviðagat í kollin- um. Pilturinn tók hana upp og stakk henni í barm sér. — Þetta skulu þeir fá endurgold- ið, tautaði hann út á milli tannánna, um leið og hann æddi gegnum gneista flugið yfir á bátaþilfarið, þar sem þrír björgunarbátanna héngu enn fastir, gegnumboraðir eins og sáld eftir skothriðina. Hann hvarf ofan í einn .þeirra og kom upp aftur með segldúksstrangann. En hvert sem hann leitaði til þess að komast niður af brúnni, mætti honum æðandi, stjórnlaust eldhafið. Gegnum glufu í eldinn og reyk- inn, sem örstutta stund dreif frá, sá hann, að margir höfðu varpað sér fyrir borð og börðust fyrir lífinu í köldum sjónum. — Skammt undan sá hann þýzku liðsforingjana á reki í björgunarbátnum. Og mennirnir fjórir, sem höfðu setið að spilum í reykingasalnum. voru búnir að losa um lestarhlera og koma honum á sjó inn. Þessu verður að bjarga, hvernig sem allt fer! Pilturinn lyfti segldúks- stranganum yfir höfuð sér og miðaði gaumgæfilega á flekann. Mennirnir voru að því komnir að ýta frá. Hann horfði á eftir stranganum, þar sem hann féll í boga niður með skipinu, og sá einn mannanna grípa hann á lofti. Svo byrgði reykurinn útsýnið á ný, og eldveggurinn var orðinn þéttari. Gat það verið, að öll sund væru lokuð fyrir honum? Það hlaut að finnast einhver leið út úr þessu. Hann þurrlcaði sviðatárin úr augun- um, sem jafnótt fylltust aftur, og reyndi að anda sem minnstu að sér af reyknum. Hann fann til svima yfir höfðinu. Það var á takmörkum, að hann gæti haldið meðvitund öllu lengur. Skyndilega virtist honum, að eld- hafið væri ekki alls staðar jafnþétt. Rétt neðan við stjórnpallinn steig gráleit þoka upp frá þilfarinu, eins og einhverjir væru að reyna að kæfa eldinn með vatni. — Honum var borgið! Hann hljóp til, hóf sig á loft og lét sig falla niður af brúnni. Hann náði hvergi fótfestu og féll og féll. Hræðilegur sársauki, ólíkur öllu, er hann áður hafði þekkt, heltók líkama hans. Hryllilegt, ómennskt öskur steig upp frá iðrum skipsins og bland aðist snarkinu í eldinum. Gufustrók- urinn, sem staðið hafði látlaust upp af sprengjugígnum miðskips, hjaðn- aði andartak, en þeyttist svo upp með fullum krafti á ný. Skútur og róðrarbátar nálguðust slysstaðinn. Flugvélarnar voru horfn ar, en skipið stóð í ljósum loga stafnanna á milli. Hitinn frá eldinum gerði björgunarstarfið erfitt, og þeir, sem höfðu varpað sér fyrir borð, þörfnuðust líka skjótrar hjálpar. lAfturstafn skipsins var nú siginn niður að sjávarfletinum, en fram- stefnið reis hátt. Flestir farþeganna sem enn voru um borð, höfðu leitað fram á. En aftur í skutnum sfóðu nokkrir þeirra einangraðir, eftir að eldurinn hafði teppt gangveginn milli stafnanna. Ung stúlka í síðbuxum og upp- litaðri regnkápu ríghélt sér I borð- stokkinn með báðum höndum. Augu hennar þöndust tryllingslega í sðtugu andlitinu. — Nei, ég þori það ekki! — Þú verður. Maðurinn hennar barði á hendur hennar til þess að losa um takið. Hann var snöggklæddur. Jakkinn hans lá í kuðli á höllu þilfarinu. Hann hélt áfram að berja á hendur Framhald á 886. síðu. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 875

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.