Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 14
Ég hef nefnilega sjónminni, og það hefur flejil; mér áfram í veröldinni. Sjónminnið er mikið gott og sérstak- lega þjálfað með börnum. Þeir eru vist núna farnir að nóta það við lestrarkennslu, hættir a'ð láta börn- in stafa, láta þau bara læra síðurnar eins og ég gerði á Bakkanum, ha. Svona er nú það. Ég hafði líka alveg sérstakan kenn- ara öll árin mín í barnaskóla. Aðal- steinn hét hann og var óvenjulega mikiil framkvæmdamaður í skóla- málum. Hann kenndi okkur ýmsar greinar, sem ekki voru kenndar í öðr- um skólum, og hjálpaði okkur krökk- unum mikið. Hann kenndi okkur til dæmis að synda, sem var algert eins- dæmi í þá daga, held ég. Hann var alveg einstakur. maður, og árin mín í barnaskóla eru hamingjuríkasta tíma bil ævi minnar. Ég var heillaður af náminu, ég þurfti ekki að láta berja í mig bókvitið. Mamma skipti sér lítið af skólagöngunni og lét sér fátt um finnast, hvort ég lærði eða lærði ekki, og það jók ákafann um allan helming. Ég er nefnilega þann- ig gerður, að ég er staðráðinn í að gera allt, sem öðrum finnst ég ekki geta, og þegar fólk lætur sér standa á sama, hvort ég geri þetta eða hitt, þá finnst mér öllu skipta að gera það. Ja, það er skrýtið, en svona er ég. Og þegar mamma skipti sér ekki af náminu, þá lærði ég meira fyrir bragðið. — Þú hefur auðvitað teiknað heil ósköp? — Já, já, ég teiknaði heil ósköp. Teiknaði á pappír og í sandinn. Eg teiknaði oft í sandinn. (Sigurjón dregur mynd á gólfið með viðar- teinungnum, en hún kemur ekki fram.) Pappír kostaði peninga, og ég átti ekki alltaf fyrir honum. Ann- ars átti ég hauk í horni, sem var konan í verzluninni, hún gaf mér oft pappír. Ég teiknaði mikið, og Aðal- steinn, kennarinnn minn, hvatti mig óspart. Hann hafði teiknitíma í skó1.- anum og sá fljótt eitthvert vit í teikn- ingunum mínum. Hann var mikill hvatamaður og sagði, að ég ætti að mála. Það er gott að hafa svona einhvern til að ýta á eftir sér, og hann lét mig teikna í skólablaðið á Bakkanum, og einu sinni seldi ég mynd í Unga ísland. Það var stór stund, og Aðalsteinn hvatti mig til meiri afreka, og á endanum átti ég að myndskreyta söguna Nilli Hólm- geirsson eftir Selmu Lagerlöf. Ég teiknaði myndirnar, en þær komust aldrei í bókina. En ég á þær ennþá, teikningar síðan úr barnaskóla. En svo lauk ég barnaskólanáminu, og þá þótti mér lítið gaman að lifa, skal ég segja þér. Ég held ég hafi aldrei orðið eins hnugginn á ævi minni. En þá komst ég tU Reykja- víkur. Ég vildi læra að teikna og Hringrás mála, öll önnur skólaganga freistaði mín ekki. Aðalsteinn skildi mig mæta vel, og fékk því framgengt, að ég fengi að sækja tíma i Kennaraskól- anum eins og mig lysti, og það gerði ég næstu árin. Ég mætti á hverjum morgni klukkan átta og rambaði síð- an á milli bekkja eins og grár kött- ur, valdi þær námsgreinar úr, sem ég vildi læra, en lagði alla áherzlu á myndlistarnámið. Ásgrímur Jóns- son tók mig í tíma og kenndi mér að mála með olíu. En skyndilega fékk ég áhuga á höggmyndinni, og þá komst ég í tíma til Einars Jóns- sonar. Þeir voru báðir einstaklega al- úðlegir, heyrðu, og þeir tóku ekki einn eyri fyrir tímana, ekki einn tú skilding. Ha, ja, það hefur breytzt. Öll þeirra tilsögn var ókeypis. Það væri gaman, ef maður hitti á svona menn nú í dag. Sigurjón stendur á fætur, gengur að gulu olíufötunni hjá Knattspyrnu manninum, spýtir í hana, kemur til baka, en sezt ekki, hallar sér heldur upp að öðru vinnuborðinu og slær prikinu utan í borðfótinn. — En í þá daga var listin ekkert lifibrauð, — og er það varla enn og ég varð að hugsa mér eitthvert starf, brauð varð ég að fá eins og ánnað fólk. Og þá varð úr, að ég fór í Iðnskólann og lærði húsamálun. Ja, það var nú meiri þrældómurinn, þessi skóli. Við unnum frá átta á morgnana til sex á kvöldin, og síðan sóttum við skólatíma frá sjö til tíu. En tím- inn leið og ég varð útlærður húsa- málari, en það var ekki nóg. Nú vildi ég til Hafnar og verða myndhöggvari. Og svo er það eitt kvöld, að ég bið Júlíönu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson að finna mig. Þau koma, og ég sýni þeim módelin, sem ég hafði gert, og segi þeim allt af létta, ég vilji verða myndhöggvari, fara til Hafnar, hvernig þeim lítist á þetta og svo framvegis. Jú, jú, Jón Stefánsson segir hvorki já né nei, ha, hann segir, að þetta sé erfið braut, ég ráði þessu auðvitað sjálfur. Já, maður, það sagði hann nú, en Júlíana. (Sigurjón hrist- ir höfuðið. Hann gengur um gólf og notar prikið sem staf.) Já, Júlí- önu leizt ekkert á þetta. Hún sagði, að ég skyldi hætta þessum mynd- höggvaradraumum, hætta allri vit- leysu og stunda mitt starf. Og þegar ég lét engan bilbug á mér finna, þá varð hún byrst og sagði, að nú væri bezt fyrir mig að heyra allan sann- leikann, hún sæi ekkert í þessum mód elum, og ég gæti átt mig og mínar draumsýnir sjálfur. Svo mörg voru þau orð, og Júlíana blessuð undirstrik aði þau með harðneskjulegum svip. Ha? (Sigurjón lítur á mig og brosir.) Þú manst nú eftir þvi, sem ég sagði við þig áðan, að ég er ólmur að gera það, sem aðrir segja, að ég geti ekki, og þegar Júlíana hafði lesið yfir mér, var ég staðráðinn í að fara til Hafn* ar. Ástæðulaust að bíða með það, Ég hafði nurlað saman tvö þúsund krón- um og sigldi 'til Hafnar árið 1928. Á leiðinni komum við i Leith, og eg álpaðist í land og ráfaði um hafnar- hverfið. Ég hafði tvö þúsund krón- urnar í vasanum og gætti þeirra vel, enda illt í efni, ef ég týndi þeim. Slíkur missir hefði komið algerlega í veg fyrir, að ég yrði myndhöggv- ari. En ég er sem sagt kominn í hafnarhverfið, og nú langar mig þau lifandis ósköp i staup. Og ég fer inn á eina krána, og sé þá innfæddu sitja við biksvört borðin og drekka sinn skammt, eitt glas af bjór og eitt af wiský. Ég vil endilega drekka það sama og þeir innfæddu og geri það. Heyrðu, ég var sko alveg óvanur staupi og verð alveg dauðadrukkinn, labba mig eftir Princess Street, og veifa tvö þúsund krónunum framan í hvern mann. Ja, maður (Sigurjón hristir höfuðið og hlær lágt), ég bara sýndi þær hverjum manni og vildi gefa. Síðan man ég ekki meir, fyrr en daginn eftir, að ég vakna í koj- unni niður í skipi. Ég hrekk auðvitað upp, verð skelfingu lostinn og fálma eftir peningunum, sem ég bjöst raun- ar við, að væru horfnir. En maður, Skotar eru heiðarlegt fólk, heiðarleg- asta fólk í heimi. Tvö þúsund krón- urnar voru á sínum stað, og ég hef aldrei kynnzt eins héiðarlegum mönn um og Skotum. En ég hafði sem sagt tvö þúsund krónurnar, og skipið lagði að landi 878 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.