Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 19
 Ulfur Ragnarsson læknir Á 175. ÁRTÍD ELDKLERK.SINS Vér minnumst i dag miskunnar þinnar, ó, Drottinn- Heyrðist brestur i hánorðri á hvítasunnu 1783. Sprakk þá jörð, svo úr iSrum vall eldmóða sú» er byggð skemmdi bú eyddi og banaði fjölda manns. Vér minnumst í dag miskunnar þinnar, ó# Drottinn- Því að hræddum og hungruðum hrakningalýð, sem hér kom saman I húsi þínu, sýndirðu þá af mikilli miskunn þinni mann eftir þínu hjarta, mann, er átti svo ósvikið hjarta, svo einlæga tungu, að Máttarins orð megnaði að flytja. Vér minnumst f dag miskunnar þinnar, ó, Drottinn- f eldraun þeirri, sem yfir gekk, bar hann eldi þíns anda ótvírætt vitni. Lýðir þar sáu salt jarðar máttinn í ómætti, er eyðingu eldsins orkar að stöðva. — Æ var hann síðan eldklerkur nefndur. Vér minnumst í dag miskunnar þinnar, ó, Drottinn- Sumar er í landi sólfar mikið. og sælt að una. Samt heyrast vábrestir um veröld alla, og eldmóðan gnýr í gljúfrum hins ókomna. Því biðjum vér nú, barngóði faðir: Send einnig oss eldmenn þína Andanum til vitnisburðar. Vér minnumst í dag miskunnar þinnar, ó, Drottinn. þóttu myndirnar hans mjög slæmar. Hann átti ekki nokkurn skapaðan hlut, nema fötin, sem hann klæddist, og hann þurfti stundum að betla hálft í hvoru .Ég man til að mynda, að hann átti tvær pípur. Önnur var lítil og í henni reykir hann sitt eigið tóbak, en hin var mjög voldug með stórum haus og í hana sníkti hann tóbak frá öðrum. Heyrðu, og hvað hefur skeð núna. Fólkið hefur skipt um skoðun. Hann er orðinn vellrtkur. Hann hafði sýningu í Osló í sumar og seldi fyrir eina milljón norskra króna. Hann er hreint umsetinn. Hvernig getur maður þá sagt, að . eitthvað sé vont og annað gott. Hugs- ' unarhátturinn breytist, og flest lista- verk verða til fyrir tímann, sem kem- ur, ekki fyrir tímann sem er. En það er þetta með höggmyndina. Það eru sárafáir myndhöggvarar hér á íslandi, en það er kannski skiljan- legt. Það þarf stórt þjóðfélag til að sjá myndhöggvurunum fyrir verkefu- um. Höggmyndin útheimtir mikla vinnu og kostar þess vegna mikla peninga. En það er nefnilega gallinn fyrir okkur myndhöggvarana hérna á íslandi, að við höfum ekki nóg af verkefnum. Það er svo lítið gert af því að skreyta byggingar hérna, eigin lega allt of lítið, kannski er það af því, að þjóðfélagið er ekki stærra. En það er I sjálfu sér ekki svo geypi- legur kostnaður, ef annar byggingar- kostnaður er tekinn til samanburðar, ha. En kannski fer að rætast úr þessu. ísland er svolítið út jír ekki satt, og afstaða myndhöggvarans til anu- arra manna er njög lík afstöðu ís- lands til annarra landa. Við erum sem sagt dálítið út úr, vinnum mikið einir, og þess vegna er okkur nauð- Framhald á bls. 886 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.