Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 13
ingu þeirra og rætt um þau, líkt og stoltur faðir, sem kynnir börn sín fjarskyldum ættingja Steinrunnar hugmyndijr listamannsins öðlast inni- byrgt líf, þegar þær finna návist hans, og þögult myndasafnið verður flokk- ur gamalla kunningja, sem rifja upp sögur og atburði liðins tíma. Sigurjón staðnæmist við lágan gran íthnullung, þar sem lítið ungbarn er meitlað í steininn. — Ragnar Jónsson keypti þennan stein og ætlaði að setja hann á leiði Steins Steinars. Það er búið að letra nafnið í steininn, en ég veit ekki, hvenær hann kemst á sinn stað. Þetta er hart og veðrast seint. Hann gælir við granítið og strýk- ur ungbarninu nærfærnislega. — Það er hart. Og síðan er haldið áfram: — Hérna eru tvær myndir úr birki. Ég vann að þeim, þegar ég var á Reykjalundi. Það er gaman að kompónera úr birkihrislum. Heyrðu, og þessi hérna, sko, þegar maður horfir á hana svona, þá minn ir hún óneitanlega á siglurnar á Gorch Forch. Svona getur maður séð út úr myndum, sem eiga raunar ekki að sýna neitt sérstakt. Ég vinn yfirleitt aldrei eftir mótívum. Sumir gera það alltaf. Þetta er misjafnt. En hún er alveg eins og mastur á stóru segl- skipi. Það tekur ekki langan tíma að skoða myndirnar á pallinum, og þó að hverri mynd fylgi umsögn af vör- um Sigurjóns, erum við brátt komn- ir niður aftur, stöndum þögulir við ofninn, og vitum ekki, hver verður fyrri til að rjúfa þögnina. Loks bros ir Sigurjón, molar vegginn niður, sem hafði allt í einu hlaðizt upp úr gólf- inu á milli okkar, vísar mér til sætis og segir fjörlega: Fáðu þér tylling, vinur minn. Þetta er nú allt og sumt hérna inni. Ég hef engar nýjar mynd ir. Ég hef orðið að sinna öðrum verk- efnum nú I sumar, og svo var ég írá vinnu í heilan mánuð. Ég fékk skal ég segja þér ofnæmi fyrir fúa- varnarefni. Það var einhver spyta, sem ég skar, hún var úðuð með þessu, og það fór svona í mig. Það er ekki einleikið. Sigurjón dokar sjaldan lengi við í sömu sporum. Hann er sífellt á iði, skrefar um gólfið, snýst á hæli, skref ar enn, setur hendur í vasa, tekur þær úr þeim aftur, bendir, gefur orð- um sínum stundum áherzlu með tákn um, dregnum til hálfs í loftið í kring- um okkur, og enn færist líf í fæturna, skrefað, snúið við, numið staðar, horfzt í augu við komumann og hrosað: Ævisagan, ha, já, hún já, það er nú ómerkileg saga. Hann nær sér 1 viðarteinung undan öðru vinnu- borðinu, sezt í stólinn og leikur sér með teinunginn, danglar i gólfið, velt ir teinungnum milli handa sér eða leggur hann á hnéð, styður hann báð um höndum og hallar sér álútur fram. — Jæja, ég ólst upp á Eyrarbakka. Það var þá mikill bær og verzlunar- miðstöð og .. . — Hvenær ertu fæddur? — Fæddur? Hann rís upp í stólnum, og lyftir pottlokinu: Það er andskoti langt síð an. Já, það er nokkuð langt síðan. Það var árið 1908. En ég man fyrst eítir mér árið 1913. Þá man ég eftir körlununi, sem komu að verzla. Það voru skemmtilegar týpur. Og ég man líka eftir gosi austan í Heklu, það lýsti upp á Bakkanum. Næstu fimm árin lifði ég svo í rússi og vellíð- an og gerði sáralitlar kröfur til sjálfs mín. Mér datt hreint ekki í hug, að fólk þyrfti að læra og svo- leiðis. Ég þekkti ekki einu sinni á klukku, þegar ég var níu ára gam- all. Það var nú meiri sældin, maður. En svo kviknaði líka á perunni, ég þurfti ekki að læra að stafa, ég lærðí bara síðurnar utan að, lærði orðin. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 877

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.