Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 21
Tvö kinversk kvæði eftir Tú Hsún Hé Andvarp í Höll Vorsins. Fagurt andlit olli grandi, ei má skuggsjá lengur hugga. Hlýðir ei fölskum fjöðrum skreyta fljóð, sem unni keisari þjóðar ... Fuglinn hjalar á grein í golu, grænum skugga blómið ruggar. Nýjar meyjar með nýju vori nýjar rósir og ástir kjósa. & eftir Tú Nú Landtaka á Sh’in — Huaifljóti. Fljótið hylst rökkri, máni merlar sand, er ég iegg fari minu í skugga árnaustsins. Án nokkurrar áhyggju út af töpuðu ríki syngja stúlkurnar gleðisöng um plómutré hallargarðsins. Halldóra B. Björnsson þýddi. Að þessu sinni var byrjað á því að fara í ýmsa leiki og síðan var dansað. Mér er sérstaklega í minni eitt par, nýlega trúlofað, sem kom á þessa skemmtun frá Búðum. Það voru þau Dóróthea og Þorleifur, sem síðar bjuggu á Hólkoti. Þorleifur var lengi hreppstjóri sveitarinnar. Þó að dansgólfið væri litið, voru allir brátt farnir að dansa. En eftir stutta stund fór að bera á því, að dansgólfið fór að verða æðiblautt. Kom í Ijós, að hélan úr loftinu var nú farin að þiðna, og ennfremur barst töluverður snjór inn með fólk- inu. Einhverjum hugvitssömum manni hugkvæmdist þá það þjóðrá'ð að ná í slatta af salti til þess að sáldra á góifið. Var nú snarast út til þess að ná í salt og er fljótlega kominn þar slatti í poka, sem tafarlaust vaf steypt á gólfið. En sendimaðurinn kom einnig með þá frétt, að nú sé skollinn á útnorðanbylur með miklu frosti. Þessu höfðum við ekki búizt við. Brátt varð þess vart, að salthjálp- in verkaði öfugt. Fólkið 'var orðið rénnblautt í fæturna og föt þess blaut af hélulekanum úr loftinu. Nú varð að ráði að ná í sjávarsand til að bæta dansgólfið. Vaskir drengir völd- ust í sandferðina og komu fljótiega aftur með sandinn, en allir kaffennt ir og kaldir, og var ráðið við þvi að fá sér dans til þess að hita sér. Upphitun var engin í húsinu, og var þar ekki heldur kaffi á boðstólum né aðrar veitingar. Mennirnir sögðu sömu sögunar um hríðarveðrið. Frost ið vera orðið mjög hart. Nú kom Hofgarðabóndinn, Jón Sigurðsson, og sagðist hann banna öllum að hreyfa sig til heimferðar fyrr en veður batni og birti af degi. Það var ekki heldur álitlegt fyrir fólkið að fara út í þetta veður svona fyrirkallað — syfjað, rennvott og svangt. Fæstir höfðu bragðið mat frá því snemma dags daginn áður. Um morguninn gáfu Hofgarða- hjónin kaffi öllum þeim, sem lengst voru að, og brauð með. Um hádegi fór að sjá til lofts með köflum og rofa í hæstu fjallatinda. Þó var frost- ið mikið og veðurhæðin gífurleg. Urðu nú allir að drífa sig heim. Kvaddist nú fólkið eftir furðu- skemmtilega nótt og var haldið af stað út í hríðina og veðurofsann. Við Lágafellssystkinin áttum langa ferð fyrir höndum og allt í móti að sækja. En við vorum ung þá — ell- in þyngdi ekki sporin. Ragnheiður systir varð eftir, en við Elías lögð- tim af stað heimleiðis. Samferða okk- ur varð fólk af Furubæjunum, Gísli Þórðarson á Ölkeldu, Kristján Páls- son á Fossi og Guðrún Jóhannes- dóttlr frá Furubrekku, ung stúlka, sem hafði leikið á harmóniku fyrir dansinum þessa nótt. Einnig var með okkur unglingspiltur, Bjarni Guðmundsson, uppeldissonur Stef- aníu og Sæmundar hreppstjóra, sem þá bjuggu á Elliða. Ferðin gekk treglega Jajá okkur. Oft urðum við að standa kyrr og stundum hrakti veðrið okkur til baka. Við fylgdum Bjarna upp að Elliða, og þar vorum við dregin inn. Var okkur unninn góður beini, enda höfðum við orðið þörf fyrir hvort tveggja, næringu og hvíld. Það var farið að bregða birtu, og við vildum halda heim. Þá var ekki eftir nema ein bæjarleið, svona hálf- timagangur. Heim urðum við að kom- ast, því að öðrum kosti myndu for- eldrar okkar undrast um okkur í þessu veðri. En þá sagði Sæmundur skipandi rómi: „Þú ferð ekki fet lengra í dag, Fríða mín. Nú er nóg komið.“ Ég sá, að ég varð að hlýða þessum ágæta manni. Sæmundur vildi cndi- iega fylgja Elíasi heim, enda var far ið að dimma. Daginn eftir fór ég heim. Fólkið utan úr sveitinni lágði lika af stað heim og geioc ekki betur en okkur, því að \ Garðalandi eru oft ofsaveður í norðanátt, jafnvel ekki stætt. Finnbogi Lárusson á Búð- um sendi menn og sleða með hest fyrir á móti fólkinu, og mátti víst ekki tæpara standa, að sumar stúlk- urnar kæmust heim. Ég hef nú brugðið upp mynd úr skemmtanálífi okkar og bið ykkur að bera saman aðstöðu og möguleika okkar og ykkar til þess að njóta skemmtanalífsins. Það er oft gaman að samanburði. En þó ætla ég að segja ykkur það, að ég held satnt, að við höfum verið eins ánægð þá með okkar skemmtanir eins og marg- ir eru nú, þó að aðstaða væri ólík Ungmennafélag Staðarsveitar var stofnað 1912. Við Lágafellssystkin vorum þar meðal fyrstu stofnenda, þótt við værum úr annarri sveit. Ég var í því félagi í mörg ár, eftir að ég fluttist í Staðarsveit, þar sem ég bjó síðar í fjörutíu ár og fluttist loks þaðan með söknuði, þegar orku þraut að eiga við búskap. Ég á því mar^ar og góðar minn- ingar úr Staðarsveit, sem aldrei gleymast. Að endingu sendi ég hug- hlýjar kveðjur heim í mína kæru sveit, og öllum ungmennafélögum óska ég heilla og blessunar í góðu og göfugu starfi, er megi verða landi og þjóð til blessunar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 885

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.