Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 15
í Kaupmannahöfn. Ég fór með teikn ingarnar og módelin upp í Akadem- íu og bað þá að taka mig inn. Þeir kunnu vel við teikningarnar, en til módelanna þótti þeim lítið koma. Sigurjón nemur staðar, sveiflar prikinu eins og tónsprota, en tón- list hljómar engin í vinnustofunni, nema hvað lágir fiðlutónar berast til okkar úr næsta herbergi. Jæja, segir Sigurjón. Þeim leizt sæmilega á teikningarnar og vildu taka mig í Akademíuna. Þeir voru mjög vingjarnlegir við mig og leyfðu mér að sleppa inntökuprófinu, ég skyldi bara taka það seinna, þegar ég hefði lært eitthvað í skólanum. Inntökuprófið var fólgið í alls kon- ar teikningu eftir ýmsum kúnstai- innar reglum, og ég kunni að sjálf- sögðu ekki bofs í þeim. Fyrsti vetur- inn leið og gekk bærilega. Hann var að vísu erfiður að mörgu leyti, pen- ingar og svoleiðis, en námið gekk bærilega, og ég gekk undir inn- tökuprófið þá um vorið. Og ekki kunni ég mikið, hafði reyndar lítið lært í teiknikúnstinni, en sjónminnið bjargaði mér, ég hef gott sjónminni, og það hefur oft hjálpað mér. — Ileyrðu, það er eitt, sem ég þarf að segja þér, fyrst ég er að tala um sjónminnið. Heyrðu, ég er al- veg viss um, að sjónvarpið eyðileggur sjónminnið. Eftir nokk- ur ár hafa allir misst sjón- minnið. Fólk situr- framan við tækið og horfir, hættir að lesa, verður latt, og það er mjög skaðlegt, þegar fólk þarf ekki að hafa fyrir því að sjá eitthvað. Þá gleymir fólk því, sem það sér. Það horfir bara og horfir og gleymir. Þeir segja í Danmörku: Det, som kommer let, gár let (það, sem kemur auðveldlega, fer auðveld lega), og það er mikill sannleikur, og sjónvarpið er stórhættulegt. Ég hef alltaf forðast sjónvarp, og ís- lenzkt sjónvarp skiptir mig engu. Ég vil hafa fyrir því, sem ég sé, og vil muna það. Ég er ekki svo mikill fana- tíker, að ég fari ekki á bíó, en þegar ég var barn, hafði ég alltaf vonda samvizku, þegar ég kom út af bíói. Þarna sat maður inni og horfði á Indíána í orrustu, eða Mexikana í gullleit, og maður lifði sig inn í þetta, var orðinn hálfgerður Indíáni eða Mexikani, og þegar maður kom út, fannst mér allur bærinn hafa breytzt, hann var bara allt annar bær. Og hvað heldurðu, að verði um fólk, þegar það hefur svona sterk tæki eins og sjónvarp inni í stofu hjá sér? Það hlýtur eitthvað að fara forgörð- um, að horfa á sjónvarp er bara eins og að vera stanzlaust á fyllirii. Nei, sjónvarp mun aldrei sjást á mínu heimili. Fólk á að þjálfa sjónminn- ið, það bjargaði mér að minnsta kosti á inntökuprófinu. Sigurjón gengur að gulu olíuföt- unni og spýtir í hana, en sezt síðan í stólinn gegnt mér og hellir sér í bolla: Nú má maður ekki drekka ann að en kaffi, ha, aldurinn er ekkert spaug. Hann hlær og hagræðir pott- lokinu, sem hefur án efa tekið undir síðustu athugasemd eigandans. — Jæja, ég var þrjá vetur í Aka- demíunni, en fór heim fyrstu tvö sumurin og vann mér inn með húsa- málningu. En veturnir voru samt mjög erfiðir, þetta var bölvuð fátækt og ekkert nema basl og ég hefði ekki getað sinnt náminu, ef Jón Krabbe hefbi ekki hjálpað mér. Hann bjargaði mér alveg. Ég fékk nefnilega gullmedalíu fyrir mynd annan vetur- inn, það var eins konar samkeppni, og þá hikaði Jón ekki við að hjálpa mér. — Fyrir hvaða mynd fékkstu med- alíuna? — Hún hét Verkamaður. Og nú þurfti ég ekki að hafa neinar áhyggj- ur, peningarnir voru að vísu ekki miklir, ég þurfti að spara, en ég hef líka alltaf þurft að spara, svo að mér fellur það alls ekki illa. Ha, heyrðu, og svo komst ég til prófess ors Franks Utzon, sem aðstoðarmaður stækka myndir og þar fram eftir göt- unum, ég fékk tímakaup, og þessi vinna hjálpaði mér mikið. Ég hafði nóg að gera, vann til dæmis í þrjú ár að því að rétta upp hestinn á Kóngsins Nýjatorgi. Mikið er ég orð- inn leiður á þeirri styttu, ha. Og nú var ég orðinn jarðfastur í Danmörku, ef svo má segja. Ég flæktist jú raun- ar oft á milli, og mér finnst núna, að þetta hafi verið mjög slæmi tíma bil. Ég vissi ekki af sjálfum mér, hafði ekki hugmynd um, hvar ég ætti að setjast að, þetta var allt hálf- gert flökkulíf, en lengst af var ég í Danmörku, og þegar stríðið skali á, var jú reyndar ekki um annað að ræða en að vera þar kyrr. — Þú hefur auðvitað selt myndir í T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.