Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 17
vel, hvað ég reyndi að hitta -þig, en þú hljópst alltaf í hvarf.“ Ja, þú getur ímyndað þér, hvað mér sló fyr- ir brjost að sitja svona við hliðina á manni, sem hafði reynt að drepa mig. Ha, ég stökk úr bílnum og sagði manninum, að hann skyldi þakka guði fyrir, að ég sæi enga lögreglu. Ja, svona getur maður hitt gamla kunn- ingja alveg óvænt. Það voru hryllileg ar mannverur, þessir HlPU-menn, enda hataði fólkið þá eins og djöful- inn sjálfan. Það skeði margt hrylli- legt í Kaupmannahöfn á stríðsárun- um. Einu sinni tók lýðurinn HIPU- mann, þar sem hann stóð vörð úti á götu, gelti hann með vasahníf og hengdi hann upp í ljósastaur. Ha, það var svart maður. Sigurjón stendur á fætur, enn óskotinn, og minnist alls þessa með sömu kumpánlegu glettninni. — Allir töluðu um stríð, íólkið hugsaði um stríð, fólkið dreymdi stríð, og aftur stríð, Kaupmannahöfn var ein allsherjar fanganýlenda. Hann gengur að vinnuborðinu, tek ur upp sköfu og hreinsar á sér negl- urnar af stakri umhyggjusemi. — Heyrðu, ég man þó eftir einum manni, sem hafði ekki hugmynd um, að stríð geisaði í heiminum. Ilann vissi það bókstaflega alls ekki, eða gerði sér að minnsta kosti alls ekki grein fyrir því. Það var Otto Gelsted. (Otto Gelsted er danskt ljóðskáld, talinn eitt fremsta ljóðskáld Dana á þessari öld. Hann er fæddur 1888 og lifir enn.) Ég kynntist honum fljótt í Höfn. Hann hafði alltaf og hef- ur enn mikinn áhuga á íslandi, og allir íslendingar eru vinir hans. Ég held, að fáir Danir vilji íslandi eins vel og hann Gelsted. Ég kynntist hon um einfaldlega vegna þess, að ég var íslenzkur, og við urðum miklir vin- ir. Hann er sá bezti og skemmtileg- asti maður, sem ég hef þekkt. Og hann hafði einn stórmerkilegan hæfi- leika, skal ég segja þér. Hann gat nefnilega húðskammað og nítt fólk, án þess að segja eitt aukatekið ill- yrði eða bölvað. Og hann gerði dálít- ið mikið að þess háttar. Og sumum er hálfilla við hann, því að hann hefur farið svo illa með þá, án þess að vera dóni En hann gat líka verið eins bitur og orðheppinn í Ijóðum sínum og vísum. Og mér er sérstak- lega minnisstæð þessi vísa, sem sýnir eimmitt vel skoðun Gelsteds á lífinu og tilverunni. Heyrðu, bíddu nú við, já, hún er einhvern veginn svona: Skal við havne til sidst í en skumring hvor de rödeste katte er grá, ga til grunde í alskens forplumring som en ándelös ladegárdsá og gá væk. Vi er trætte af at tro pá de forsonlige udviklingsmænd, for vi ved at för fanden fár sko pá er de erdt í det gamle igen. Já, svona komst Gelsted að orði, ég held ég hafi alveg farið rétt með það. Hann kunni að nota sína dönsku finnst þér ekki? Ég man þegar við hittumst fyrstu skiptin, þá sagði hann við mig, að hann skyldi kenna mér góða dönsku, beztu dönsku í allri Danmörku, og það gerði hann. Hann gerði mig alveg fullnuma á því máli, en hann áleit, að maður hefði fullt vald á tungumáli, ef hann gæti skamm azt og rifizt, án þess að bölva. Og þetta tókst með mig, en ég skal ekki fullyrða, að ég sé eins flinkur og Gel sted. Sko, hann gat alls ekki þagað, þegar slíkt átti við. Ef honum þótti ástæða til að segja eitthvað, þá gerði hann það, án þess að hilca. Aiveg sama, hvernig á stóð. Þetta voru hreinustu vandræði fyrir okkur, vini hans og félaga, því að við dauöskömm uðumst okkur fyrir hann oft og tíð- um. En hann gat alls ekki skammast sín fyrir neitt. Ilonum fannst bara sjálfsagt að segja það, sem honum bjó í brjósti. Hann hefði hiklaust gengið fyrir kónginn og sagt, að hann væri bjáni, ef honum hefði þótt ástæða til þess. Sko, og svo var hann svo sniðugur að finna höggstað á fólki, og hann mældi menn út, gerði sér grein fyrir andlegu ásig'komulagi fórnarlambsins og hagaði síðan ádrepunni til samræmis við það. Og þvílíkar óskapa pillur, maður. Hann hreint og beint malaði menn í smátt, ha. Sigurjón leggur frá sér sköfuna. — Tungan í Gelsted var akkúrat eins og blaðið í sköfunni hérna. Beitt og hvöss, hörð sem stál. Eini mun- urinn er sá, að hún lét ekki að stjórn. Stundum var tiann hreint eins og barn. Við höfðum einu sinni bollaleggingar uppi um það, að bjóða honum hingað til íslands, hann er mikill vinur margra hérna heima, Gunnars Gunnarssonar, já yfirleitt allra listamanna, sem hafa verið úti í Höfn, en við hættum víð það. Við vorum hræddir um, að hann myndi segja einum of mikið við íslenzka ráðamenn, þegar hann hitti þá í opinberum 'veizlum. Ha! Honum þótti sérstaklega gaman að pína fólk, sem hann kallaði „halv- begavet," það er að segja fólk, sein var hvorki heimskt né gáfað, hvorki fávitar né ofvitar, heldur svona á milli vita. Nei, Gelsted mátti ekki kómast í tæri við hið opinbera hér uppi á íslandi. Hann hefur aldrei komið hingað. Ég reyndi stundum að stríða honum, en það tókst yfirleitt ekki. Jú, einu sinni varð hann fonnemáður út í mig, þegar ég orti um hann svona vísu og hafði yfir upphátt fyrir hann: Er du dum sá vær blot stum men með en klögtig mine, sá nár folk pá dem ser tænker dþd og pine. Konumynd Sigurjón skellihlær, tekur ofan pottlokið og strýkur höfuðið. — Já, maður, loksins varð hann þá svolítið vondur út í mig, en það stóð ekki lengi. Heyrðu, en svo kom stríðið til allra, nema Gelsteds. Hann vissi svo sem, iivað var að ske í kringum hann en hann gat ómögulega sætt sig við að vera í stríði. Ilann vildi vera frjáls maður og geta sagt áfram allt, sem honum fannst þörf á. Hann var rauður og skrifaði í Land og Folk og var ekkert blíðmáll í garð Þjóðverja. En það var ekki nóg með, að hann úthúðaði þeim í blaðinu, hann réðist líka á þá á götum úti.'og slíkt athæfi var stórhættulegt í allra augum, nema Gelsteds. Heyrðu, hann drakk mikið og var oft mikið fullur, og þá fylgdi ég honum tíðum heim til hans. Tvisv- ar gerði hann mig svo skelkaðan á slíkum næturferðum, að ég beið bara eftir að skotinu beint í hjartað. í fyrra skiptið mættum við nokkr- um þýzkum liðsforingjum. og skiptir engum togum, en Gelsted hristir mig af sér, stillir sér upp fyrir framan liðsforingjana og fer að syngja Inter- nationalinn fullum hálsi. Liðsforingj- arnir urðu auðvitað mjög styggir á svipinn, en létu okkur sleppa, aðal- lega vegna þess, hve við vorum vel við skál. . í seinna skiptið erum við að koma út úr sporvagni og göngum þá fram á þýzka liðsforinga, og Gelsted hneig- ir sig djúpt og segir: Mit Leid (því miður). Was meinen Sie (hvað eigið T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 881

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.