Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 18
')ér við) segir þá einn liðsforinginn. )as werden Sie spater lernen können (það fáið þér að vita seinna), svarar Cxelsted, og gengur fram hjá liðsfor ingjunum án frekari skýringa. Þá varð mér ekki um sel og skammaði Gelsted heilmikið, en hann botnaði hreint ekkert í mér. Hann horfði undrandi á mig og sagðist ekki sjá neitt athugarvert við það að tala við fólk. En nú voru Þjóðverjar orðnir illir út í hann og vildu ná honum. Gel- sted stóð alveg á sama og hélt áfram að senda þeim glósur og skammir. en við vinir hans sáum, að Gelsted vár ekki lengur öruggur fyrir Nazist- unum. Þeir voru farnir að nlasta á hann I símanum og fylgjast með dag- legum gerðum hans. Við útveguðum honum því nýtt herbergi með mikilli leynd, og vorum heldur en ekki glað- ir, þegar við fylgdum honum þangað, án þess nokkur Nazistl yrði okkar var. Hann var líka mjög ánægður. „Nei, og hérna er líka sími“ sagði hann, og við urðum afar upp með okkur, og sögðum honum, að þetta væri alveg öruggur staður, hér yæri engin hætta á óvæntum heimsókiium, heimilisfanginu yrði haldið leyndu. Jú, allt þótti Gelsted harla gott, bauð okkur hjálparmönnum sínum sæti og sagðist ætla að hringja í Atheneum forlagið, en hann var ráðu- nautur hjá því. Heyrðu svo hringir hann í Atheneum og segir þeim, að hann sé fluttur, og gefur þeim upp nýja heimilisfang- ið og símanúmerið. Þá fellust okkur alveg hendur, en Gelsted sá ekkert athugavert við þetta. Stríðið var honum svo fjarlægt. Við gátum komið honum yfir til Svíþjóðar, og þar var hann það sem eftir var styrjaldar- innar og hélt áfram að yrkja gegn Nazistum. Ég held ég hafi aldrei kynnzt jafn furðulegum manni. En svo var stríðið á enda . . — Og þá kemurðu hingað. — Ha. U-jú, jú. Ég var nærri fer tugur, sko, og eins og maður segin allt er fertugum fært, fór heim, orðinn hundleiður á Danmörku. Þeir sögðu út í Höfn, að ég hefði svikið „Lille Danmark“. Blessaður vertu, Danir eru fullt eins stífir og við íslendingar. Þeir vildu alls ekki sleppa mér. En það var nú sama, ég fór, og fann bragga hérna á Laug- arnesinu og settíst í helgan stein. Vinnustofan hérna er reist á her- apóteki, en það eru nú ekki nema þrjú ár síðan ég reisti hana. Apótekið sjálft varð að nægja mér fyrstu árin. — Hvers vegna fórstu að búa hérna? Sigurjón hefur aftur náð í prikið. — Ja, ég hef alltaf búið við sjó eða vatn. Ég bjó í þrettán ár í Ný- höfninni, eins og ég sagði þér áðan. Þar gat maður veitt ál og þyrskling. Svo bjó ég líka við Vötnin, og þegar ég kom hingað vildi ég búa við sjó. Hann slær hljómfall óþekktrar meló díu á borðbrúnina með prikinu. — Strax og ég kom, smíðaði ég mér bát, hann liggur hér fyrir utan, og stundaði sjóinn, veiddi í soðið fyrir heimilið. Það er mikill munur, að geta fiskað við bæjardyrnar. En ég er alveg hættur þessu núna. — En hvernig hefur þér gengið að safna peningum í brauð? — Nú, svona og svona. Ég hef gert mikið af portrettum, þau eru eig inlega eina tekjulindin. Það er gam- an að gera portrett, skal ég segja þér. Maður kynnist mörgu fólki, en það er verst, að maður þarf alltaf að tala við þann, sem situr fyrir. Ég verð fyrst og fremst að reyna að halda modelinu vakandi, og þá er bezta ráðið að tala við það, en ég þoli varla lengur þetta mas. Það gera lungun. Ég held ég hafi gert eitthvað um áttatíu portrett. Ég ætia mér nú samt ekki í keppni við hann Rikharð Jónsson. Það er nú meiri forkurinn. Eins og það er erfitt að gera gott portrett. — En þú hefur líka selt eitthvað af höggmyndum. — Já já. Ég hef selt nokkrar mynd- ir. Kópavogur hefur tíl dæmis keypt af mér mynd, já og Listasafnið eina steinmynd. Og svo eru það myndirn- ar af honum Héðni Valdemarssyni og Friðrik Friðrikssyni. Það var nú meira að láta hann Friðrik sitja fyrir. Hann reykti svo sterka vindla, að ég gat varla náð andanum. Uss. Það er alveg merkilegt, hvað suinir geta þolað af eitri. Þetta gerði Gelsted líka. Hann reykir og drekkur manna mest og er núna orðinn hundgamall. Krabbameinið er kenjótt. Heyrðu, svo er það Saltfiskstöflun, stór mynd upp við Sjómannaskóla, og svo Klyfjahesturinn sem á að setja upp inn við Elliðaár. Annars er það mesti galli hvað myndir minnka, þeg ar þær koma út undir bert loft. Ég held bara að Klyfjahesturinn kafni í landslaginu. Ég fór um daginn að athuga myndstæðið. Þetta er ágætur staðúr, en stöp- ullinn er ekki stærri en eld- spýtustokkur. Hann þyrfti að vera sex til sjö metra hár. Ég held að myndin verði bara allt of lítil þarna. En sérðu til, sko, það er að mörgu leyti ágætt að vera listamaður hérna á fslandi, en meinið er það, að fs- lendingarnir vilja ekkert borga fyrir listaverk. Fólki þykir merkilegt, ef mynd eftir Ásgrím eða Kjarval selzt fyrir sextíu og fimm þúsund krónur. Þetta er hlægilegt. Auðvitað á að borga fyrir tístaverk. Erlendis, til dæmis í Danmörku, er ekki boðið minna í málverk en þrjátíu þúsund krónur danskar.'Ha, og svo eru menn að fjargviðrast út af skitnum sextiu og fimm þúsund krónum og finnst það mikið fyrir mynd eftir oklcar mesta málara. Listaverk eru dýrmæti. Hvar í heiminum mundi mönnum detta í hug að borga svona lítið og gert er hér. Ha, og það er ekki að- eins einstaklingar, sem vilja ekki borga, líka ríkið, og taktu eftir, líka ríkið tímir ekki að borga fyrir lista- verk, en svo er hægt að ausa pening- unum í alls konar vitleysu. Sjáðu til dæmis listamannalaunin. Ég er búinn að hafa þrjátíu þúsund krónúr í átta ár, átta ár samfleytt og ekki útlit fyrir að ég fái hækkun. Og hvar í veröldinni eru tístamannalaun skattskyld, ha. Hvergi nokkurs staðar, nema hér. Þetta er hlægilegt. Hvaða maður kærir sig um að fá ríkísstyrk og verða svo að borga ríkinu helming- inn í skatt. Þetta er hlægilegt. Hver kærir sig um að bæta þrjátíu þúsund krónum ofan á tekjurnar til þess eins að fá að borga hærri skatta. Og þetta, að fólk skuli ekki vilja borga fyrir listaverk, ha. Og svo er hægt að eyða og eyða í hluti, sem eru einskis virði. En kannski er þetta bara af því, að allir vilja safna, safna peningum. Ég veit það ekki, ég hef aldrei safnað, ég hef alltaf orðið að spara. Ekki á ég bíl eins og hinir og ek um eins og flott maður, og samt líður mér vel. Eftir hverju sækist fólkið, veiztu það? Löng þögn, og Sigurjón lítur á mig eins og faðir, sem setur ofan í við baldinn son. — Ja, ég veit ekki, svara ég loks og dauðskammast mín fyrir svo fá- tæklegt svar. — Nei, auðvitað ekki. Það gerir enginn. Og samt finnst öllum sjálf- sagt að safna, ha. Sigurjón slær hendinni út í þurrt stofuloftíð. Það er án efa vandlæting- artákn, og þögnin, sem fylgir á eftir, er sligandi, og listaverkin stara til mín, dauðum köldum svip. Ég afiæð loks að spyrja Sigurjón um íslenzka myndlist. Hann lítur niður og virðist hikandi að svara. — Ja, það er heilmikil gróská- í þessu öilu saman. Og margt efnilegt fólk. En það vill enginn styrkja ungu mennina, svo þeir læra ekki nóg. Það er enginn Jón Krabbe til að hjálpa þeim eins og mér forðum daga. Ég á honum mikið að þakka, skal ég segja þér. Og hann fór ekki fram á neitt, hann ætlaðist ekki til neins. af mér, ég var frjáls. Hann vildi bara hjálpa mér. — En myndlistin, jú, jú, það er margt gott í henni. Annars er raunar svo erfitt að segja tíl um, hvað er gott og hvað er vont í dag, ekki satt. Fólkið skiptir uni ' skoðun á list eins og öðru. Sjáðu til dæmis hann Asger Jorn, danska málarann, ja hann er einna frægast- ur núna. Sko, þegar hann var ungur 882 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.